Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 31
hægt að ráða úr svip hans. „Farðu með hana upp í hundrað prósent,” kallaði hann til tæknifræðings. „Allt í lagi, hundrað prósent hraði.” Jack skellti gleraugunum á sinn stað og flýtti sér að mælaborði, sama gerði Spindler. Svo komu þeir aftur að sjón- varpsskerminum þar sem dælan sjálf sást starfa. Herman De Young fylgdist vandlega með því sem þeir gerðu. Allir mælar voru í lagi og sýndu að dælan vann eðlilega. Godell sneri sér aðeins að De Young. „Mér finnst að við ættum að fara með hana yfir hundrað prósent, til þess að vera alveg öruggir.” „En, Jack,” svaraði De Young, „við komumst ekki hærra.” Jack bandaði frá sér. „Ég er með mann í dísilrafalssalnum. Hann getur aukið hraðann upp í hundrað og tíu prósent. Við getum fylgst með því á tölvuútskriftinni. Er það í lagi?” De Young yppti öxlum og sagði svo skýrt: „Alltílagi.” „Barney,” kallaði Godell, „þú skráir hraða dælunnar jafnóðum og þú færð upplýsingar um hann. Sam,” Godell tók upp símtól, „auktu hraðann um önnur tíu prósent.” Þeir hölluðu sér fram og horfðu á mælinn þegar nálin tók að færast upp, 101, 102. Sjónvarpsskermurinn sýndi að dælan vann fullkomlega eðlilega, á stöðugum hraða án þess að nokkur leki sæist. Godell leit á úrið, og svo, eins og ósjálfrátt, bar hann það saman við klukkuna í stjórnsalnum. Eftir stutta stund rauf rödd De Youngs spennta þögnina. „Allt i lagi, strákar, svo virðist sem við höfum haft rétt fyrir okkur. Þetta hefur lagast við að þétta hana. Lækkið hraðann hægt og stöðvið hana svo alveg. Ég hugsa að við verðum komnir aftur í gang seinna í dag eins og við ætluðum okkur í upphafi.” Godell tók upp símann. „Lækkaðu hana aftur, Sam,” sagði hann. Salurinn var skyndilega fullur af brosandi mönn- um, sem klöppuðu hver öðrum á bakið í hamingjuóskaskyni. En Jack Godell brosti ekki. Og hann treysti sér ekki til þess að horfa framan í De Young. t menntaskólastofunni á Point Conception sat Kimberly og hlustaði með áhuga á kjarnorkuverkfræðinginn, Greg, segja álit sitt á filmunni sem var í gangi fyrir framan þau. Athygli hennar var samt sem áður ekki eingöngu bundin við kjarnorkuverkfræðinginn. Hugur hennar hvarflaði sífellt til kvöldsins sem hún hafði eytt með Jack Godell. Og hún var farin að fá það óþægilega á til- finninguna að hann hefði ekki sagt henni allan sannleikann. „Nú, þarna verður slokknun,” sagði Greg. „Það er það sem þið sjáið einmitt nú á tjaldinu. Þegar slíkt gerist starfar allt kerfið sjálfkrafa í tíu mínútur. Og það virðist augljóslega vera einhver hætta á ferðum hjá þeim. Þarna, sjáið þið þetta?” Á tjaldinu sáu þau Jack Godell ganga að vatnsborðsmælinum. „Gott! Getur þú stöðvað vélina þarna?” Richard stöðvaði vélina og voru Godell og Spindler á kyrri mynd á tjaldinu þar sem þeir höfðu báðir beygt sig til að líta á vatnsborðsmælinn. „Þetta er vandi sem þeir verða að fást við sjálfir án sjálfvirkni,” hélt Greg á- fram. „Það er einhvers konar loki sem er fastur,” sagði Kimberly. „Það sagði Godell mér.” „Sagði Godell þér það!” Richard var undrandi. „Hvenær?” „Ég fór þangað út eftir í gærkvöldi. Ég var að leita að þér. Ég hitti Jack Godell þar og þekkti hann — ég hafði jú fengið nokkuð gott tækifæri til þess að virða hann fyrir mér í stjórnsalnum. Og hann bauð mér upp á bjór og hamborg- ara með öllu. Og hann sagði að þetta væri fastur loki.” „Á hamborgaranum?” „Ætlar þú aldrei að verða full- orðinn?” spurði Kimberly. „Hvað um það, gott fólk,” sagði Greg og tók upp þráðinn að nýju. „Hvort sem það er fastur loki eða hvað, þá er eitthvað sem veldur því að þeir þurfa að eiga við vatnsborðið i geyminum. Og eftir hegðun þeirra, svipbrigðum og hreyfingum, þá getur hver sem er séð að ástandið er alvarlegt. í flestum stjórn- sölum, og ég er viss um að þeirra er sams konar, eru menn uppteknastir við þá mæla þar sem vatnsborðsmælarnir eru vanir að vera. Ég er ekki viss, en það getur verið að við liggi að kjarninn komi upp úr vatninu.” „Og ef það er satt,” sagði Lowell, „þá hefur legið við kjarnleiðslu til Kína.” I þögninni sem fylgdi fannst Kimberly það kjánalegt .að spyrja spurningar sem hún varð að fá svar við: „Hvað er kjarnleiðsla til Kína?” „Ég skal svara því, ungfrú Wells,” sagði Lowell, „Ef kjarninn verður óhulinn, af hvaða ástæðu sem er, þá hitnar hann svo gífurlega á örfáum mínútum að ekkert getur stöðvað það. Hann bræðir sig í gegnum ílát sitt, í gegnum steinsteypuna og bræðir sig niður úr orkuverinu. Manstu eftir þjóðsögunni? Ef þú grefur nógu langt beint niður, þá endar þú í Kína? Þetta er sama hugmyndin. Fræðilega séð gæti kjarninn brætt sig 1 gegnum miðju jarðar. En í reyndinni gæti hann það ekki, þvi fyrr eða síðar myndi hann lenda á vatni. Og þegar það gerðist myndi gufan, sem myndaðist við svo gifurlegan hita, rjúka upp í gegnum hvað sem fyrir yrði og upp 1 andrúms- loftið. Það er óþarfi að geta þess að gufa þessi væri ógurlega geislavirk og hún myndi fljótlega dreifast, þó það ylti á vindátt og vindstyrk. Hve margir myndu deyja? Það er ekki gott að segja. Líklega gerði hún svæði á stærð við Pennsylvaníu óbyggilegt til frambúðar. Eða eigum við að segja næstu 25000 árin. Það er nokkurn veginn til frambúðar. Og ég minnist ekki á krabbameinstilfellin, sem kæmu svo síðac í ljós, nokkrum vikum, mánuðum, árum eftir að þetta gerðist. Þau gætu verið hundruð, þúsundir, jafnvel milljónir.” „Guð minn góður!” sagði Kimberly og greip andann á lofti. „Er þetta satt?” Hún var full efa. „Já!” Án þess að ég sé að vekja óþarfa hræðslu, er þetta fræðilega séð alveg mögulegt og 1 raun mjög líklegt.” KJARN' IJEIDSI.A Tll. KÍNA „Fræðilega,” sagði Kimberly. „Fræðilega fyrir vísindamanni þýðir að atvikið hafi ekki gerst enn, en niður- stöður úr rannsóknum gefa miklar likur fyrir þvi. Og eitt enn: Við höfum mikið af raunverulegum upplýsingum frá Hiroshima og Nagasaki. Það segir okkur meira en nokkrar rannsóknir.” Kimberly kyngdi og sagði svo, meira við sjálfa sig: „Og hann sagði mér að við hefðum aldrei verið í neinni hættu allan tímann.” „Ég held að það hafi verið lygi, ungfrú Wells,” sagði Lowell. „Og ég held að hann hafi vitað það.” 6. KAFLI í skjalageymslu Ventana orkuversins sat Jack Godell við hátt teikniborð undir sterku flóðljósi. Á borðinu fyrir framan hann var teikning af hluta dælunnar. Hann fylgdi útlínum teikningarinnar með visifingrinum og svo, án þess að lita af teikningunni, teygði hann höndina i litla vasatölvu og sló nokkrar tölur inn í hana. Hann tók vasatölvuna upp og starði á upphæðina. Með óþolinmæði þurrkaði hann töluna út og lét vasatölvuna aftur á borðið. Það var hljótt og loftlaust í her- berginu og hann sveið í augun. Hann nuggaði augun og barðist við þá freistingu að fara heim — eða það sem væri enn betra — að fara á Harmons Bar og gleyma þessu öllu. En hann gat ekki gert það og hann var ekki viss hvers vegna. Það mætti kalla það at- vinnumennsku eða þrjósku, eða hvað sem er. Hann var ekki sáttur við þá skýringu sem hann hafði gefið sjálfum sér. Og hann gerði sér fyllilega grein fyrir því að hann var að fást við hluti sem gætu valdið vandræðum, miklum vandræðum, líka fyrir hann sjálfan. Herman De Young hafði gert honum ljóst hver staða þeirra væri: Vinnið vel, en verið komnir í gang eins fljótt og unnt er. Fyrirtækið hafði ekki efni á þessum tekjumissi — sem nam 500.000 dölum á dag. Hver var þá ástæðan? spurði Jack sjálfan sig. Svo virtist sem búið væri að gera við bilunina.Dælan reyndist vinna vel. De Young gat andað léttar. Fyrir- tækið var ánægt. Og Kimberly Wells gat stungið hárþurrkunni sinni í samband. Kimberly Wells, hún var annað vandamál. Hann hafði ekki verið full- komlega heiðarlegur við hana. Það ætti ekki að hafa skipt máli, maður var ekki alltaf heiðarlegur við Pétur og Pál, en hún var hvorugur. Hún var stúlka, sem honum hafði geðjast sérstaklega vel að. Reyndar var hún fyrsta stúlkan í mörg ár, sem honum hafði geðjast að. Fjárinn, tautaði hann við sjálfan sig. Fjárinn, Godell, þú ert að verða elliær karlskröggur, maður sem haldinn er þrá- hyggju. Hann lét augun hv.trfla letilega aftur að teikniborðinu og skyndilega sat hann þráðbeinn. Hann stóð upp af stólnum og gekk að skjalaskáp. Hann renndi hendinni eftir skúffunum, þar til hann fann þá réttu. Hann opnaði hana, leitaði í henni og dró upp brúnt umslag. Umslögin, sem voru öll vel merkt, höfðu að geyma röntgenmyndir af hinum ýmsu vélarhlutum. sem voru á teikn- ingunni. Jack lét eina slika mynd á Ijósa- borð og kveikti. Hann rýndi á myndina í gegnum stækkunargler og hélt því beint yfir einni af uppistöðum dælunnar, síðan leit hann í neðra hornið til vinstri og sá númerið 2233. Hann tók filmuna af og lét aðra á, sem merkt var 2234, og skoðaði hana á sama hátt. Eina á eftir annarri dró^hann röntgenfilmurnar upp úr umslaginu og skoðaði þær með stækkunarglerinu. Svohætti hann. Hann dró djúpt andann. Hann tók fyrstu filmuna aftur og lét hana á ljósaborðið, svo tók hann næstu og lét hana ofan á. Neðst á hverri filmu, fyrir neðan númerið, var undir- skrift þess tæknifræðings, sem hafði samþykkt hana og skrifað undir: D.B. Royce. „Drottinn minn dýri!” sagði Jack i hálfum hljóðum. Svo sagði hann hærra: „Hamingjan sanna!” Stundarfjórðungi síðar fann hann Herman De Young, sem var á leið eftir löngum gangi inni í orkuverinu. „Herman!” kallaði Jack. De Young stansaði, sneri sér við og beið eftir því að Godell kæmi til hans. Jack var móður. „Herman, við eigum í vanda,” sagði hann. De Young hnyklaði brýrnar. Hann duldi ekki að honum var skapraunað. Hann hafði haldið að vandræðin væru liðin hjá. Hann vildi að þau væru liðin 48. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.