Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 9
maður þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af hlutunum. Ég varð ekkert var við að fólk væri að spá i að græða á verðbólgunni eins og maður verður gjarna var við hér heima. Annars er e.t.v. ekki hægt að bera verð- bólguna á íslandi saman við verðbólgu í 'andi þar sem 90% af heildarútgjöldum rík.isins fara til hermála. Herinn er alltaf númer eitt og þeir virðast ekkert ráða við verðbólguna. Af samræðum við fólk mátti ráða að það er ekki ánægt með ástandið en skamms. Fólk flýtti sér i felur en ég fór upp i íbúðina mína, sem var gegnt búðinni, og þar á sjöttu hæð gat ég fylgst með öllu sem fram fór eins og ég væri í bestu sætum. ísraelskir hermenn voru ekki lengi á vett- vang í sérstökum sjónvarpsbíl sem þeir renndu upp að versluninni. Ég bjóst nú við að sjá menn kom út úr bílnum en svo fór þó ekki heldur rann út úr honum heljar- mikið vélmenni sem stýrt var innan úr bílnum og það renndi sér inn í verslunina hægt að leita skjóls aftur. Svona er miskunnarleysið og harkan.” Pönkarar í Líbanon — Þú komst til Líbanon, hvernig kom ástandið þar þér fyrir sjónir? „Það veit nú eiginlega ekki neinn hvað Bedúfnar á farð. Afgeng sjón á leifiinni frá Jerúsalem til Kafró. Gfsladóttir, eiginkona íslerfs, þá sonur þeirra, Gfsli Kristinn, Kristín dóttir þeirra og loks íslerfur rjílfur. Ferja á leið mefi bil frá S Þ yfir Súezskurfl. Ismalfa f baksýn. Btll ísleifs affermdur í Kairó. á móti kemur að það er lítið við þessu að gera eins og málum er háttað í dag. Allir þurfa að fara í herinn, læknirinn, lögfræðingurinn, apótekarinn — bókstaf- lega allir þegnarnir verða að vera í hernum að minnsta kosti 2 mánuði á ári til að halda sér í þjálfun. Að vísu geta konur valið á milli þess að fara í herinn eða lögregluna og ég held að ég geti sagt að þessi stranga herskylda sé mjög óvinsæl.” — Nú býr mikið af aröbum á herteknu svæðunum. „Já, það býr um milljón araba á þessum svæðum og ég get ekki sagt ann- að en maður vorkenni aröbunum að búa í Jérúsalem. Eftirlitið með þeim er gífurlegt. Það er fylgst með hverju fótmáli þeirra og þegar eitthvað mikið stendur til komast þeir oft ekki nema 5 metra á bílum sínum á milli þess sem þeir eru stöðvaðir og beðnir um skilríki. Það er ekki að ástæðu- lausu þar sem mikið er um sprengjutilræði í borginni. Ég man eftir að á annan i jólum var ég nýkominn út úr búðinni, þar sem við versluðum mest, þegar tilkynnt var að sprengja myndi springa þar innan og náði í sprengjuna. Fyrir utan beið skytta i leyni og hún skaut á sprengjuna um leið og vélmennið birtist, en ekki sprakk hún. Hvers vegna veit ég ekki — e.t.v. var þetta gabb en hitt er annað mál að svona sprengjutilræði voru nær daglegt brauð í borginni. Yfirleitt eru það Palestínuskæru- liðar sem lýsa sprengjutilræðunum á hendur sér og því eru allir arabar undir mjög nákvæmu eftirliti eins og ég sagði áðan. Þegar ísraelsmönnum tekst að hafa hendur í hári þessara hermdarverkamanna þá sýna þeir enga miskunn. Eitt slíkt tilfelli kom upp á meðan ég var þarna úti. Þá höfðu ísraelsmenn einhvern pata af hermdarverkamönnum og tókst að króa þá af í 3-4 húsum í úthverfi borgarinnar þar sem þeir höfðu leitað skjóls hjá ættingjum. Eftir að þeir höfðu verið handteknir var ekkert verið að tvínóna við hlutina heldur kom jarðýta á vettvang og jafnaði húsin við jörðu. Var þá ekkert verið að spyrja hver ætti þau eða hvort eigendurnir væru sekir. Það eitt að skæruliðar höfðu leitað skjóls þarna var næg ástæða til að jafna þau við jörðu. Það var þá alla vega ekki snýr upp eða niður í Líbanon. Ég kom þangað oft á meðan ég var bílstjóri írsks hershöfðingja, sem var yfirmaður gæslu- liðsins í stöðinni þar sem ég hafði aðsetur. Þarna logar allt í ófriði, kristnir falangistar, Palestínuarabar og fleiri berast á banaspjót- um. Kristnir falangistar eru studdir af ísraelsmönnum sem moka í þá vopnum því þeim finnst betra að hafa þá sem nágranna en einhverja araba og múhameðstrúar- menn sem eru yfirlýstir andstæðingar þeirra. Það var afar fróðlegt að fara í gegnum eftirlitshlið hjá kristnu falangistunum því maður vissi aldrei hvar maður hafði þá. Einn daginn voru þeir hinir rólegustu, kurteisir og viðmótsþýðir, en annan dag gátu þeir verið hoppandi um eins og vitleysingar, skjótandi upp í loftið og látandi öllum illum látum. Þetta voru furðulegir menn, líklega i hassinu eða einhverju svoleiðis og mér sýndust hermenn þeirra vera einna líkastir vestræn- um pönkurum ef er þá hægt að líkja þeim við eitthvað. Það er mikill munur á þeim og öðrum aröbum. Þeir eru ekki múhameðs- trúar, en það er einmitt trúin svo og and- 49. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.