Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 49
K.IARN- l.l=IÐSI.A Tll. KÍNA „Jú, jú,” sagði Jack. „Fyrir um það bil —” hann leit á klukkuna, „einum og hálfum til tveim klukkutímum. Hann ætti að —” „En hann er það ekki.” Hún þagnaði. „Jack, Lowell á að fara að byrja og við höfum ekki neitt. Hann verður eins og asni og ég — nú, það verður úti um mig, einfaldlega. Þú verður að koma og hjálpa okkur.” „Nei!” sagði Jack. Svar hans kom sjálfkrafa. „Það eru ekki bara við, Jack, þetta er fyrir alla. Þú verður að koma og bera vitni. Við verðum að nota nafnið þitt. Þú verður að segja þeim það sem þú sagðir okkur i gærkvöldi.” „Égget þaðekki.” „En —” „Ég get það ekki,” sagði Jack og hann fann hræðsluna magnast. „Það kemur ekki til mála. Menn eins og ég geta ekki — mér þykir það leitt. Ég gerði það sem ég gat.” Svo, án þess að hún gæti sagt nokkuð frekar, lagði hann á. Kimberly lagði á og sagði þreytulega við Richard: „Engin leið. Hann lét Hector fá þetta fyrir einum og hálfum til tveim klukkutímum. Og hann vill ekki koma hingað, vill ekki segja eitt einasta orð.” Hún yppti öxlum. „Við erum búin að vera.” 1 íbúðsinni gekk Godell órólegur fram og aftur milli eldhúss og forstofu, hann fann hvöt til þess að fá sér í glas og reyndi að berjast við hana. Geðshræring hans var mikil, en að einu leyti lágu hlutirnir Ijósir fyrir honum. Hann ætlaði ekki, endurtek, ekki að koma fram við. yfirheyrslurnar og leggja að veði allt sem hann hafði unnið fyrir. Skyndilega flaug honum i hug að hann vildi helst vera kominn út úr þessari íbúð ef svo færi að síminn hringdi aftur. Hann gægðist út milli gluggatjaldanna áður en hann fór og sá þá nokkuð sem fékk hann til að hrökkva við. Tveir menn sátu í bláum Chevy bíl hinum megin við götuna. Harln hörfaði varlega og gætti þess að hreyfa ekki gluggatjöldin. Það var ekki um að villast: þeir fylgdust með honum, líklega alveg frá því hann fór frá Point Conception. Höfðu þeir sett hlerunartæki í ibúðina, í símann? Hann skrúfaði tólið í sundur en þar var ekkert. Samt, þeir gátu hlerað á marga aðra vegu. Hann fann að hann svitnaði á Veriö góð hvort viö annaö! Hvernig væri næst þegar þú ætlar að gefa vini þínum, maka eða vin- konu eitthvað fallegt af einhverju tilefni, að gefa honum/henni verðmætan hlut, sem heldur verðgildi sínu formi og fegurð í áratugi. Gjöf sem aldrei gleymist. Við bjóðum sérfræðiþjónustu okkar og fulla búð af gulli og silfri. - Sendum í póstkröfu sé þess óskað. — Það kostar ekkert að kíkja inn. Við smíðum hringana <gull & Mím Laugavegi 35 Sími 20 6 20 49. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.