Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 110

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 110
POSTURIMI Holur í andlitinu Kæri Póstur. Ég er hér ein með eitt af vandamálum mínum. Ég er með einhverjar holur í andlitinu. Geta það verið svita- holur? Það er eins og þær greinist þegar ég fer í gufu. Elsku Póstur, segðu mér hvað þetta getur verið og hvað ég á að gera því ég líð svo fyrir þetta. Og af hverju getur þetta stafað og getur þetta horfið? Viltu reyna að svara þessu fyrir mig. Hér er annað. Móðir mín er alltaf að rausa um hvað ég sé feit og ég þoli það ekki. Hvað á ég að gera? Ég er alls ekki feit, ég er um 166 sm á hæð og 55 kg. Á ég að leggja af? Jæja Póstur. Nú œtla ég að hætta þessari vitleysu. Þakka þér fyrir birtinguna. Ein með vandamál. Hversu stórar eru þessar holur í andlitinu? Svitaholurnar á venjulegu fólki opnast þegar hiti eða gufa kemst að þeim og því er ekki útilokað að þarna sé um ósköp eðlilegar svitaholur að ræða. Ef svo er þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur, því það væri einungis ástæða til heila- brota ef þessi líkamsstarfsemi væri ekki á sínum stað. Hafir þú miklar áhyggjur af þessu skaltu leita læknis og athuga hvort allt er þarna með eðlilegum hætti. Sértu smábeinótt er þyngdin einmitt hæfileg, svo móðir þín hlýtur að vera að glettast við þig, en þú skilur ekki skopið. Samt finnst mér ég ekki þekkja hann Komdu sæll, kæri Póstur. Mig langar til þess að biðja þig að leysa úr vandamáli mínu. Ég er alveg búin að tapa tölunni á bréfunum sem ég hef skrifað þér. Ég vona að þetta bréf lendi ekki hjá hinum bréfunum. Þannig er mál með vexti að ég er með strák, við erum búin að vera saman í nokkra mánuði, en samt finnst mér að ég þekki hann ekki neitt. Ég meina hans innri persónu. Við tölum nefnilega ekki nógu mikið saman. Við erum í sama skóla og á daginn, þegar við hittumst, þá segir hann bara: „Hæ, hvað segir þú?" Ég reyni að segja eitthvað, sem mér dettur í hug til þess að tala um, og við getum jú alveg talað saman þannig. Um helgar hringir hann oft í mig og biður mig að koma á diskótek, þá fmnst mér hann ætli alveg að gleypa mig, en á virkum dögum hefur hann ekki neinn áhuga á mér. Hann kemur aldrei heim til mín en ég kem oft heim til hans. Hann hefur aldrei sagt að hann sé hrifinn af mér. Ég held að hann sé að nota mig. Ég hef aldrei hleypt honum alveg upp á mig. Mér finnst einhvern veginn vera of langt á milli okkar. Mér finnst samt vænt um hann. Þegar hann er fullur, þá er hann vitlaus í mig, en þegar hann er edrú þorir hann ekki að kyssa mig. Hvað á ég að gera til þess að við nálgumst meira og tölum meira saman? Ekki segja Rauð í kinnum og með feitt hár Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir birtingar á mínum fyrri bréfum í Vikunni og eins fyrir gott blað. Gætir þú, Póstur kær, gefið mér nafn á góðu andlits- kremi? Ég hef nefnilega alveg hræðilega Ijóta og viðkvæma húð. Ég er ekki bólugrafm, heldur eru svo miklir flapenslar á nefinu, sem ég næ ekki af. Ég er alltaf svo rauð I kinnum og það er svo Ijótt. Hvað er hægt að gera svo hárið sýnist þykkara? Er til sjampó sem gerir það að verkum að maður þarf aðeins að þvo sér einu sinni í viku? Þar sem ég er að vinna er svo mikið rafmagn í loftinu að ég þarf að þvo mér annan hvern dag. Geturðu svo að lokum gefið mér góða megrunaruppskrift? Ekki segja mér að hætta að éta sælgæti, borða minna eða því um líkt. Hvernig stendur á því að blæðingar standa bara yfir í tvo daga hjá mér? Ég er alveg hundóánægð með mig. Þökk fyrir birtinguna. Ein Ijót. Pósturinn getur ekki tekið einhverja eina gerð af snyrtivörum og mælt með fram yfir aðrar, en allar slíkar ráðleggingar gætir þú fengið hjá snyrtisérfræðingi. Til reynslu gætir þú keypt þér svokallaðan andlitsmaska, sem á að bera á húðina einu sinni í viku til hreinsunar. Einnig ættir þú að forðast allt, sem heitir litað krem, en nota aðeins rakakrem. Við feitu hári er langárangursríkast að fá sér gott permanent og nota síðan hárþvottaefni, sem vinna gegn fitu. Þetta tvennt fær líka hárið til að virðast þykkara. Ef þú þarft að bleyta á þér hárið skaltu reyna að forðast að nota sjampó í hvert skipti, því það fer illa með hárið. Það er varla mikil von til þess að þú leggir af, ef þú getur ekki hugsað þér að hætta að borða sælgæti. Ef þú hættir þvi algjörlega og borðar jafnframt fæðu með minna fituinnihaldi er von til þess að þú leggir af og jafnframt að hárið og húðin losni við fyrrnefnda kvilla. Blæðingar geta verið með ýmsu móti, slíkt er mjög einstaklingsbundið. Ef þú hefur áhyggjur af einhverju í sambandi við heilsufarið er eina ráðið að leita læknis. Pósturinn getur ekki læknað fólk eða sagt til um líkamsstarf- semi þess í gegnum bréfadálk. að það komi með tímanum, því þetta er búið að vera svona lengi og ekki segja mér að hætta með honum, því það get ég ekki. Með fyrirfram þökk fyrir svar. Ein í vanda. Þið eruð svo ung ennþá að það er ekki óliklegt að hann sé feiminn við þig og þori alls ekki að láta skólafélagana sjá að honum standi ekki alveg á sama um þig. Þótt hann elti þig ekki á röndum í skólanum er ekki þar með sagt að hann kæri sig ekkert um þig og sé að nota þig á ein- hvern máta. Feimnin getur lika valdið því að hann kemur sér ekki að þvi að fara heim til þín og allt getur þetta einmitt breyst með tímanum. Farðu samt varlega í sakirnar og gerðu ekk- ert vanhugsað því á þessum aldri geta málin tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Nokkrir mánuðir eru engin eilífð í sambandi tveggja persóna og nánari kynni geta einmitt komið með tímanum. Það eina sem þú getur gert er að sýna biðlund og leyfa sambandi ykkar að þróast í friði. Pcnnavinir Piero Querzoli, Via C. Masetti N° 6,1- 40069, Zola Predosa, Prov. Bologna, Italy, er ítalskur strákur, 16 ára gamall, sem óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Hann er í skóla og lærir bæði ensku og frönsku. Rannveig Ólafsdóttir, Birkimel lOa, 107 Reykjavfk, óskar eftir pennavinum á aldrinum 16-20 ára. Hún er sjálf 16 ára. Ahugamál eru m.a. pennavinir, ýmsar íþróttir, ferðalög (út um allan heim), tónlist o.fl. Mynd óskast með fyrsta bréfi. Emelía Pétursdóttir, Túngötu 12, 710 Seyðisfirði, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 10-12 ára. Sjálf er hún 11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Inga Heiðdal, Gilsbakka 7, 710 Seyðis- firði. N-Múl., óskar eftir að komast i bréfasamband við stráka á aldrinum 13- 15 ára. Hún er sjálf 13 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi ef mögulegt er. Ahugamál hennar eru dans. strákar, hestar, diskólög og margt fleira. Inga Ósk Jóhannsdóttir, Vesturvegi 3, 710 Seyðisfirði, N-Múlasýslu óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 14-17 ára. Hún er sjálf 14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál eru margvisleg. ÍIO Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.