Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 42
hvern veginn, þá hefur einhver delinn, annaðhvort latur eða vegna þess að hann hefur verið neyddur til þess þá bara tók hann ekki myndir af öllum stoðunum. Það sem hann gerði var að endurprenta myndir af sömu stoðinni og númera siðan hverja mynd með mis- munandi numerum eins og myndirnar væru sín af hverri stoðinni. En svo var ekki. Allar myndirnar eru eins. Þær eru allar af sömu stoðinni.” Hann yppti öxlum. „Ég meina, þetta þekkist, ekki satt? 1 öðrum iðngreinum? Fólk reynir aðsvindla. Einhver yfirmaðursér leið til þess að spara og hann segir næsta manni fyrir neðan sig að klippa af horn- unum.” „En þetta er ekki neinn venjulegur iðnaður," sagði Richard reiðilega. Jack kinkaði kolli til samþykkis. „Nú, þetta þýðir ekki endilega að hinar stoðirnar séu í ólagi, þið skiljið það, þetta þýðir bara að —” „Þetta þýðir að það er ekkert öruggt” sagði Kimberly. Rödd hennar var hás af æsingi. „Þrátt fyrir allt þetta himneska tal um öryggi, gæði og skoðanir og..” „Þetta þýðir,” hélt Godell áfram, „að það ætti að loka öllu draslinu og taka nýjar röntgenmyndir af þessum stoðum, öllum stoðunum í dælunni, því þaðan kemur lekinn og ég held að þaðan komi líka titringurinn. Það sem um er að ræða eru milljónir dala i nýjum röntgen- myndum og tapaður ágóði meðan lokað er, kannski almennt hneyksli, al- mennar yfirheyrslur, hausar fjúka — sérstaklega hjá verktakafyrirtækinu sem ber ábyrgðina.” Hann fórnaði höndum. „Eitt er enn,” bætti hann við eins rólega og honum var unnt. „Ef dælan spryngi svo eða jafnvel félli, þá yrði slys vegna þess að engin kæling væri fyrir hendi.” „Áttu —áttu við kjarnleiðslu til Kína?” spurði Kimberly. Godell leit á hana og kinkaði kolli. „Hamingjan sanna!” sagði Richard. Hann bar höndina upp að andlitinu og starði á Godell. „Svo þið vitið nú á hverju ég sit,” sagði Godell, „og skiljið því hvers vegna ég æsi mig þegar þið ráðist inn í íbúðina mína.” „Þú fyrirgefur það,” sagði Richard, „en við höfðum líka áhyggjur. Þegar allt kemur til alls —” „Allt í lagi," sagði Kimberly, „ég er fréttaritari og þú getur skammað mig fyrir að vilja skara eld að minni köku eða vilja vekja athygli á mér, en tækir þú i mál að koma fram í fréttum og gera þessar upplýsingar almennar? Ekki endilega með mér, bara —” Jack hristi höfuðið vantrúaður. „Stúlka min, þú ert að tala við gamla flotakempu, félagsmann. Við yfirgefum ekki fjölskylduna nema við séum neyddir til þess. Þar að auki kann ég vel við starf mitt. Ég má ekki láta nafn mitt uppi.” „Ég skil það,” sagði Kimberly. „Hvað?” Kimberly var full ákafa. „Mig langar í bjór. Vill einhver annar bjór?” Þau hristu bæði höfuðið. Jack gekk að ísskápnum, fékk sér bjór og saup dug- lega á áður en hann tók aftur til máls. „Það er nokkuð sem ég — nokkuð sem er enn vera. Fjárinn hafi það!” Hann sló fast með flötum lófanum á borðplötuna. Höggið var svo hátt og kom svo óvænt að Kimberly hrökk við. „Ég elska þetta árans orkuver, getið þið skilið það?” Hann horfði ekki á hana, hann horfði á innrammaðflotaskírteinið sitt, sem hékk fyrir ofan arininn. „Þetta orkuver er allt mitt líf. Nú, jæja, við komum henni aftur af stað. Við komum henni hægt og rólega i gang —” Hann náði sér i vindling, kveikti i honum og blés frá sér miklu reykskýi. „Við komum henni upp í þrjátiu prósent og þá fannst svolitill titringur. Bara litill, enginn tók eftir honum nema ég.Og ég hafði áhyggjur af honum. Svo ég athugaði málið og við athuguð- um það allir en það eina sem við fundum var smáleki i dælum í geyminum. Svo þegar við reyndum dæluna reyndist allt i lagi með hana, en samt nagaði þetta mig enn. Til þess að losna við þessa þráhyggju þá fór ég i skjalageymsluna til þess að athuga röntgenmyndirnar af dælunni — eruð þið viss um að þið viljið ekki bjór?” „Kimberly hristi höfuðið. Andlit hennar var eins og gríma. „Og ég komst að því,” sagði Jack þreytulega, „að nokkrar stoðir dælunnar — það eru þessir risastóru fætur sem halda ógnarstórri dælunni uppi — nokkrar þessara stoða höfðu ekki verið röntgenmyndaðar. Einhvers staðar, ein- IISirBfsíirÆV <& M®Æ©,©.®.ee g) ©/.) © © GOIYISÆT 10-12 manna ísterta. framleidd úr úrvals jurtaís. ísterturnar frd KJORfS skapa veizlugleði á hvers manns borð. Ljúffengar og girnilegar standa þær ekki við stundinni lengur — og svo eru þær ótrúlega ódýrar. MOKKA ISTERTA með kransakökubotni og súkkulaðihjúp NOUGAT ISTERTA með súkkulaðihjúp. COKTAIL ÍSTERTA með ekta muldum coktailberjum. 42 Vikan 49Ltbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.