Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 4
Jónas Kristjénsson skrrfar fré Feneyjum, 2. grein Tvær flöskur á tíu minútum „Þá greip hann um húninn aö Harry’s Bar. Hann var kominn inn. Það hafði tekist enn einu sinni. Hann var kominn heim!” Þannig var liðan söguhetju Hemingways. Og þannig var lfðan rithöfundarins sjálfs, sem dögum og vikum saman hélt til á Harry’s Bar, meðan hann drakk ekki og svaf á hótel Gritti i nágrenninu. Á herberginu hans tindi þernan upp sex tómar Amarone- flöskur á hverjum degi. Harry’s Bar við Markúsarlónið 1 Feneyjum getur gert tilkall til að vera frægasta veitingahús heims, ekki bara vegna Hemingways. Það hefur áratugum saman verið samkomustaður fræga fóiksins. Þar héldu sig Somerset Maugham, Charlic Chaplin og Sinclair Lewis. Hamingjusamastur var Orson Welles, sem hló svo undir tók i öllu húsinu. Þegar hann kom inn, pantaði hann umsvifalaust hænsnabrauðsneið og tvær flöskur af Dom Perignon kampavini, sem hann tæmdi á tiu mfnútum. Árið 1935 komu inn á Harry’s Bar einn og sama dag Alfonso 13. Spánar- konungur, Júliana Hollandsdrottning, Páll Grikkjakonungur og Pétur konung- ur Júgósiava. Aga Kahn var vanafastur eins og -TRAvf&L. Mig langar að kaupa mér farmiða þangað sem Berta frænka fór, ég man ekki hvað það heitir en það var ekki hægt að drekka vatnið þar. Útsýnl ti vlnstri Ir* Hsrry's Bar út vinstystaukinn BaMnl, sam sagt ar yflr Stórasiki. i forgrunnl ar kampa- frt f grslnlnnL Kominn heim á Harry’s Bar Orson Welles, pantaði sér alltaf sama matinn. Það var kavlar og ravioli. Hinn eini, sanni Harry’s Bar Ekki var erfitt fyrir mig að finna Harry’s Bar. Dymar aö honum voru nákvæmlega þrjá metra frá dymnum að hótel Monaco, þar sem ég bjó um daginn i heila viku sem ráðstefnugestur i borginni. Aðeins var þvert yfír götusund að fara. Ég bjóst að visu ekki viö að sjá rithöf- unda og fyrrverandi kónga á Harry’s Bar. En ég bjóst við að fá þar góðan mat, sem almennt er viðurkenndur sá besti í öllum Feneyjum, ef til vill að nágrann- anum Antico Martini undanskildum. Þeir, sem koma til að sýna sig og sjá aðra, taka sér gjama sæti á neðri hæðinni, nálægt barnum. Heimamenn og matarmenn fara fremur upp á efri hæðina, þar sem næöið er meira. Hingað til hafði ég þrætt ýmsa miðlungsdýra, en fyrsta fiokks veitinga- staði i borginni, svo sem lýst var i siöustu Viku. En nú var siðasti dagurinn minn i Feneyjum og ég vildi kveðja borgina virðulega i hádeginu, áður en strikið yrði tekið út á flugvöll. Auðvitað varð Harry’s Bar fyrir valinu. Hinn eini og sanni Harry’s Bar, þvi að aafnar hans í Flórens, Róm, Paris, New Ýórk, Los Angeles (^g ef til vill viðar eru honum óskyldir og óMð- komandi. Ljúfir lystaukar úr kampavíni Eins og söguhetja Hemingways greip ég um húninn, gekk inn og var kominn beint á barinn, sem er alveg úti við dyr. Þar er vist venjan að menn fái sér einn af hinum frægu lystaukadrykkjum hússins, sem lagaðir em úr kampavini og ávöxtum árstfðarinnar. „Mimosa” er með appelsinum, „Bellini” með perum, „Tiziano” með dökkum rúsinum og „Tiepolo” með ljósum rúsinum. Ég stóðst þessar freistingar og samdi i þess stað við barmanninn um að fá fiösku af hvitu „Villa Antinori” á borðið uppi á efri hæð. Gengið er upp brattan stiga. Uppi eru innréttingar látlausar og skreytingar litlar. Liklega er ætlast til, að fólkið sjálft sé staðnum til skrauts fremur en umhverfíð. Þetta var sunnudagur og þá er einmitt á boðstóium annar af tveimur kunnustu aéttum á Hairy’s Bar. Það er „Osso BUOO Riz Milanese”. Kannski viljið þið geta upp á hinum réttinum, sem er borinn fram á föstudögum? Hádegisrétturinn á föstudögum er auðvitað islenskur saltfiskur, matreiddur aðhætti hússins! Júdókappi við stjórnvölinn Á Harry’s Bar stjórnar Arrigo Cipriani, sonur Giuseppe Cipriani þess, sem stofnaði veitingastofuna árið 1931. Sá gamli kemur yfirleitt við einu sinni á dag, en er nú orðinn 78 ára. Sonurinn er 48 ára, vel klæddur og kurteis. Hann ber það ekki með sér, að hann sé júdókappi. Á þvi kann að hafa verið þörf fyrr á árum, þegar rithöfundarnir byrjuðu að úthúða hver öðrum og enduðu með því að berja hver annan. Arrigo Cipriani tók mér vel uppi á hæðinni, þótt hann hefði aldrei séð mig áður og gæti ekki búist við að sjá mig framar. Hann setti mig niður á góðum stað, þótt ég væri einn og því ekki líklegur til að halda uppi gleði. Stuttur, ferskur matseðill Matseðiilinn var ekki langur. Forréttir voru aðeins þrír, lauksúpa á 1.750 krónur, heimatilbúið „ravioli” með sagógrjónum á 3.500 krónur og „risotto” hússins á 3.500 krónur. Aðalréttimir voru fimm, Djúpsteiktur koii i tartarasósu kostaði 5.500 krónur. Pétursfiskur i karri og hrisgrjónum kostaði sama. Mér ókunnur Adrfahafs- fiskur kostaði 7.000 krónur, áðurnefnd Osso Buco 5.500 krónur og kjúklingur 5.000 krónur. Auk þess var sérstaklega boðið upp á Scampi á 7.000 krónur og rækjur á 4.000 krónur. Sjávarréttir voru semsagt í meirihluta á hinum stutta matseðli. Arrigo Cipriani hefur þann nýja og góða sið að hafa ekki matseðilin lang- an, skipta um rétti daglega og nota ein- göngu þau hráefni, sem ferskust eru þann daginn. Vin hússins er á 2.000 krónur og algeng vin eru á 4.000 krónur. Eins konar aðgangseyrir, sem leggst á matar- verðið, er 1.400 krónur. Ofan á allar tölur leggjast 20% f þjónustugjald. Af þessu má sjá, að það kostar að meðaltali um 15.000 krónur á mann að 4 Vikan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.