Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran HHNGANORINN Göfugmennið Albert Schweitzer getur þess f æviminningum sinum (Aus meiner Kindheit und Jugendzeit) að hann hafi snemma fengið megnustu óbeit á veiöiferðum og skotæfingum félaga sinna, en ekki þorað að láta á þvl bera þvi hann hafi óttast að það yrði virt sér til hugleysis og aumingjaskapar. Eitt sinn fór hann í sleðaferð með skólafélögum sinum. Hundur hljóp urrandi með sleðanum og reyndi að glefsa í snoppu hestsins. Fannst honum þá að hann yrði að slá til hans með svipunni, en höggið hitti dýrið beint i augað, og veltist hundurinn um ýlfrandi í fönninni. „Sársaukavein hans létu mig ekki í friði, þau ómuðu i eyrum mér vikum saman,” skrifaði Schweitzer. Þetta atvik varð til þess að sú sannfæring óx með honum og varð æ sterkari með aldrin- um, að menn hefðu engan rétt til þess að baka öðrum verum þjáning og dauða, nema það sé óhjákvæmilegt. Betur að við gætum lært eitthvað af reynslu þessa spaka göfugmennis. Ég ætla nú að segja ykkur einhverja skemmtilegustu dýrasögu sem ég hef heyrt. En hún er um svolitinn elsku- legan hringanóra sem fékk uppeldi sitt í mannheimum. Frá þessari músíkölsku urtu segir i bókinni Selsmorgunn eftir Rowenu Farre, en hún er skosk að ætterni. Þegar Rowena var telpa bjó hún hjá Miriam frænku sinni i kofa á hrjóstrugri og eyðilegri heiði i Norður-Skotlandi. Það var ekki þægindunum fyrir að fara í kofanum þeirra. Þær urðu að sækja vatn i á nokkra skammt frá en olíulampar önnuðust lýsinguna. Næsta þorp var í 35 km fjarlægð og um sima var ekki að ræða. í leit að félagsskap leituðu þær þess vegna til dýranna sinna. Frænka Rowenu unni öllum villtum dýrum og i hvert sinn sem þær fundu særðan fugl eða deyjandi dýr fóru þær heim með það og reyndu að lækna það eða lifga við. Á svipaðan hátt kynntust þær Láru, fjöruga tónvisa kópnum sem varð ástúðlegur vinur Rowenu og óaðskiljanlegur félagi. Þaö var fiskimaður einn sem gaf henni Láru. Hann sagði að kópinn hefði tekið út af skeri i ofviðri og þannig hefði hann týnt móður sinni. Hún var hringa- nóri, en sú selategund var annars sjald- séð á þeim slóðum, sem voru uppeldis- stöðvar landselsins, en hann er stærri vexti og ekki nándar nærri eins vel gefinn. Það er nú af þeim frænkum að segja að þær höfðu sér til skemmtunar þrjár geitur, fallegan, gulan hvolp af veiði- TÚNVfSI hundakyni, tvo otursunga, tvo tamda ikorna, já, og jafnvel uppáhaldsrottu sem þær kölluðu Rodney. En þótt Miriam frænka væri mikill dýravinur þá var hún á báðum áttum um það hvort hyggilegt væri að taka sel í fóstur. Hún krafðist þess því að Lára yrði flutt aftur til sjávar, jafnskjótt og hún gæti séð sér farborða. En það skipti engum togum. Lára vann hug þeirra og hjarta. Hún vandist strax á að drekka geitarmjólk úr flösku og hafði unun af þvi að láta taka sig upp og strjúka sér. Augnaráð hennar var ómótstæðilegt þegar hún bað einhvers og leit á þær sinum hreinu. skæru augum. Rowenu til stórhuggunar gafst frænka hennar líka fljótt upp fyrir töfrum Láru, og á brottför hennar var ekki framar minnst einu orði. En Rowena komst brátt að því að það er enginn barnaleikur að ala upp sel. Það varð að gefa Láru flöskuna fjórum sinnum á dag. Þegar hún var orðin svöng lét hún það í ljós með skrítnu jarmi, en ef því var ekki sinnt strax breyttist það i aumlegt ýlfur með stöku gelti inn á milli. Fyrstu mistök Rowenu í uppeldinu lágu í þvi að hún leyfði henni að liggja i kjöltu sér. Jafnvel eftir að hún náði fullum vexti (en þá var hún þrjú og hálft fet á lengd og vó sextiu pund) hvarflaði það ekki að henni að afsala sér þessum sérréttindum. Það tók margar vikur að venja hana á að sofa á lágu bambusfleti á næturnar f stað þess að klifrast upp i rúmið til Rowenu. En hún kjagaði á eftir henni um allt húsið, dró sig áfram á hreifunum, og ef Rowena leyfði sér að fara i gönguferð, þá mótmælti hún því með ámátlegu ýlfri. Rowena komst því að þeirri niður- stöðu að hún yrði að þjálfa hana til þess að verða dálitið sjálfstasðari í daglegu lifi. Dag einn fór hún með Láru í þessum tilgangi i róðrarbáti út á vatn eitt, sem var skammt frá kofanum þeirra, og fleygði henni fyrir borð. Andartaki siðar synti hún með feiknahraða, kafaði og þaut i kringum bátinn af ótrúlegum flýti og fimi. Á landi hafði hún verið klunna- leg, hægfara skepna, en breyttist nú á andartaki i dýr sem hafði til að bera mjúklegasta yndisþokka og fór ferða sinna sem kólfi væri skotið. Upp frá því leið ekki svo dagur að Lára synti ekki klukkustundum saman i vatninu með otrunum. Það var lítill vandi að kenna jafnskyn- samri skepnu og Láru umgengnisvenjur innanhúss. Hún áttaði sig'þannig brátt á því að rykfrakkinn hennar var geymdur á lágri hillu og henni var ljóst að þegar hún kom heim frá daglegum sund- iðkunum sínum i vatninu varð hún að liggja á frakkanum þangað til hún var orðin þurr. Meðan hún var ennþá kópur var hún vön að gelta á þær til þess að þær breiddu úr frakkanum handa henni. En með timanum lærði hún að draga hann sjálf niður af og breiða hann sæmilega vel á gólfið handa sér. ÆVAR R. KVARAN Forvitni Láru var takmarkalaus. Allt sem nýtt var og ókunnugt kom henni spánskt fyrir sjónir og þurfti því að rannsakast gaumgæfilega. Einkanlega hafði hún mikla skemmtun af því að taka upp úr innkaupakörfunni þeirra, þegar þær komu heim úr kaupstaðar- ferð. Niðursuðudósirnar tók hún gæti- lega upp og velti þeim eftir gólfinu, en hristi þá pakka sem henni þóttu girni- legir til fróðleiks. Þegar Lára hafði þannig tæmt körfuna bar hún hana ævinlega á sinn stað við matarskápinn. Þannig kenndi Rowena henni að sækja og bera ýmiss konar hluti. Já, hún tók jafnvel við bréfunum af bréf- beranum. Lára mætti póstinum jafnan uppi á hæðardragi og bar bréfin i munninum þaðan til þeirra frænknanna En einn daginn tókst nú samt heldur illa til! Þegar Lára var sem sagt komin hálfa leið heim með bréfin varð henni litið út á vatnið og stóðst ekki freistinguna að fá sér bað, en hafði bréfin í munninum! Það er alkunnugt hve músíkalskir selir eru og hæfileikar Láru í þá átt komu snemma í ljós. í hvert sinn sem þær frænkur slógu nokkrar nótur á píanóinu kom Lára kjagandi að því og hallaði sér upp að því, eða það sem henni fannst enn betra, hallaði sér upp að fótum þess sem lék. Þá hlustaði hún í ofvæni og gleðin speglaðist í tærum augunum og stundum vaggaði Lára sér til og frá með öllum búknum í takt við músíkina. Þegar laginu var lokið sat hún gjarnan kyrrlát í nokkrar mínútur, enn bundin töfrum tónanna. Dag einn tók Rowena að syngja dálítið þjóðlag. Lára gaf þá frá sér stunu og hóf svo að syngja sjálf! Selir hafa vítt tónsvið. Á því sviði má heyra frýs, gelt, hvæs, mjálm, urr og ýlfur, oft úr dýpsta bassa upp í hæsta sópran. Og Rowena komst brátt að raun um, að hún mátti sín lítils i þessari músíksamkeppni, enda yfirgnæfði Lára hana gjörsamlega og hún tók því þá ákvörðun að gefast upp en láta Láru syngja og spila sjálf undir á munnhörpuna sína. Þegar Rowena lék einfalt lag hægt, þá fylgdi Lára laginu með nokkurs konar laglausu ýlfri. En áður en vikan var liðin gat hún sungið tvö barnavísnalög hiklaust og var byrjuð að læra erfiðara lag. En hún lét sér þetta ekki nægja. Nú tók Lára að heimta af Rowenu munn- hörpuna og þrýsti skeggjuðu andlitinu framan í hana til þess að reyna að hrifsa munnhörpuna af henni. Að lokum lét Rowena undan henni, fékk henni munnhörpuna og stakk henni upp í hana. Sér til mikillar gremju komst Lára að þvi að harpan gaf ekki frá sér neitt hljóð, hvernig sem hún nagaði hana eða beit. I örvænting gaf Lára frá sér þunga stunu meðan hún hafði munnhörpuna uppi í sér en hljómurinn, sem hún fram- leiddi við þetta, gaf henni byr undir báða vængi með áframhaldandi tilraunir. Skömmu síðar brá Rowena sér í gönguferð. Þegar hún kom aftur heim heyrði hún furðulegustu hljóð innan úr kofanum. Lára var sem sagt búin að læra munnhörpu-galdurinn, að anda ýmist að sér eða frá, og þarna blés hún af litlum mætti, enda alveg að þrotum komin og úrvinda, því hún hafði sennilega haldið sér látlaust við efnið síðan Rowena fór í gönguferðina. Ein vinkona Rowenu, sem heimsótti þær frænkur og hafði vitanlega mjög gaman af Láru, sendi henni seinna barnalúður og var Lára ekki lengi að komast upp á lagið með að framleiða feiknamikinn lúðurþyt, ef lúðrinum var 50 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.