Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 43
Áfengismál Við þykjumst vita að um áramót hafi fólk gjaraan áfengi um hönd og þar sem áramótm eru tími heitstrenginga og góðra fyrirætlana sviður okkur að vita að margur góður maðurinn verði að byrja nýtt ár fullur af óyndi og krankleika ýmiss konar, en slík eru einmitt eftir- köst áfengisneyslu. Viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarn- ar í baráttunni fyrir betri heimi á því nýja ári, sem nú er innan seilingar, með því að kynna fyrir ykkur 10 bestu ráð sem vitað er um að til séu gegn timbur- mönnum — en því miður eru 9 af þeim svo til haldlaus. fUðrtr. 1: VÍTAMÍN Margir halda því fram að ef tekinn sé nógu stór skammtur af vítamínum geri það líkamann hæfari til þess að berjast gegn timburmönnum. Því miður. Þetta er vitleysa. Ráðið gagnar ekki. Ráðnr.2: TAKTU RÓANDITÖFLUR Það eina sem þú hefðir upp úr þessu ráði, ef þú freistaðist til að reyna það, væri að ofan á ofneyslu áfengis bættist ofneysla róandi lyfja. Það heitir að fara úr öskunni í eldinn. „Lengi getur vont versnað,” var sagt hér áður fyrr. Réðnr.3: DREKKTU MEIRAVÍN Þetta er ágætt ráð til að losna við timburmenn dagsins í dag, en í staðinn færðu tvöfalda timburmenn á morgun, þrefalda daginn þar á eftir o.s.frv. þangað til að þú verður ekki meira virði en hefilspænir í litlum poka. Slæmt ráð. Réð nr. 4: SÚREFNI Sumir segja að með því að anda að sér nógu miklu af hreinu súrefni hverfi timburmenn eins og dögg fyrir sólu. Þetta er Til athugunar fyrir lesendur VIKUNNAR í tilefni óramóta: vímunni. Ef þ>ér tekst að koma honum niður á annað borð þá verðurðu vel saddur . . . og timbraður á eftir. Slíkt timbur- mannaát er skylt því sem Danir nefna „tröstespiseri” og leiðir óhjákvæmilega til offitu. Hald- lítið ráð! Ráðnr.7: HUGSAÐU UM EITTHVAÐ ANNAÐ i Ef þér tekst að hugsa um eitthvað annað en timbur- mennina þá munu þeir hverfa .. ofur hægt með tíð og tíma (eins og annað). Ráðnr.8: 10 STÓR- KOSTLEG RÁÐ TIL AÐ LOSNA VIÐ T1MBURMENN DREKKTU EITTHVAÐ ÓGEÐSLEGT Ef þú drekkur eitthvað sem er nógu ógeðslegt þá mun vonda bragðið valda því að þú gleymir timburmönnunum. Þetta er misskilningur . . . enginn drykk- ur er svo vondur á bragðið. Ráðnr.9: LIGGÐU KYRR Farðu hvorki á fætur né í vinnuna. Milljónir Bandaríkja- manna nota þetta ráð með þeim afleiðingum að billjónir dala „Þegar hún vaknaði um morguninn geröi hún sér ekki fyllilega grein fyrir þvf hvort hún vœri með ælupest eða niðurgang. Þegar hún fðr fram úr varð henni Ijóst að hún var með hvort tveggja. Hún var timbruð." (Úr öbirtu handriti eftir ókunnan höfund). alrangt . . . og hver er með súrefniskút inni í svefnherbergi sinu? Ráð nr. 5: LÍKAMSÆFINGAR Strit og erfiði getur vafalítið slegið eitthvað á sektarkennd timbraðs manns en víst má telja að timburmennirnir þoli æfing- arnar betur en þú sjálfur. Ráð nr. 6: BORÐAÐU Fáðu þér risamorgunverð um leið og þú vaknar upp úr tapast á ári hverju vegna glataðra vinnustunda. Þetta er mjög slæmt ráð, sérstaklega vegna þess að það er haldlaust líkt og hin. Ráðnr. 10: LÆKNINGIN Læknavisindum nútímans hefur nú loks tekist að finna 100% ráð gegn timburmönnum. Það felst í því að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann — rétt til getið: Það er aðeins hægt að lækna timburmenn áður en þeir koma. Ef þú drekkur ekki of mikið verðurðu ekki timbraður. Svo einfalt er það. GLEÐILEGTÁR! ej 52. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.