Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 6
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Það eru ekki bara fullorðnir sem hugsa um dauðann. Börn hugsa oft um hann líka. Dauðinn er hins vegar ekki lengur eðlilegur hluti af lífinu. í vestrænni menningu hefur hann orðið bannorð. Þar sem tækni, hraði og afköst ráða ríkjum er ekkert rými fyrir dauða. Flest börn í nútíma samfélagi kynnast dauðanum nær eingöngu í myndablöðum, bíói og sjón- varpi. Þau fá oft að sjá óeðli- legan dauða, dauða sem orsak- ast af ofbeldi, slysum og mann- drápum. Eðlilegur dauði er flestum börnum framandi, þau hafa sjaldan séð dáinn mann og eru sjaldnast við jarðarfarir. Börn hafa hins vegar sínar hugsanir um dauðann. Oft eru þau hrædd við hann. Börn fá oft heimskuleg svör frá fullorðnum við skynsamlegum spurningum um dauðann. T.d. að þau skuli ekki vera að hugsa um hann, því að þau séu alltof lítil til að skilja hann. Slík svör minna á setning- una um að „við erum ekki heimsk þegar við byrjum lifið en við verðum það með árunum”. A Að tala við börn um dauðann Lítil börn hugsa gjarnan um leyndardóma tilverunnar. Þau spyrja um dauða, hvort guð sé til o.fl. o. fl. Það er hins vegar ekki algengt að börn undir 4 ára aldri hugsi mikið og spyrji um dauðann, en uppfrá því geta spurningarnar komið. „Hvað gerist þegar ég dey,” er algeng spurning hjá 4 ára barni. Margir reyna að leiða slíkar spurningar hjá sér og finnst erfitt að finna svar. En þrátt fyrir að börn komi með ólík viðbrögð við því sem þau fá að heyra um dauðann er mikilvægt að þessar spurningar séu teknar alvarlega og þeim svarað í hreinskilni. Það veldur mörgum sérstökum áhyggjum hvernig eigi að útskýra fyrir börnum þegar einhver náinn ættingi deyr. í slíkum tilvikum er það mikilvægt að börn séu ekki útilokuð frá því sem gerst hefur og að hlutirnir séu ræddir Hvemig bömum við börnin. Börn skynja nefni- lega ótrúlega vel ef eitthvað er öðruvísi en það er vant að vera, og það er oft mikill léttir fyrir börn ef hlutirnir eru ræddir við þau. Spenna og óróleiki fullorð- inna smitar börn og getur gert þau óörugg og m.a. valdið því að þau fái alls konar ímyndanir sem eru fjarlægar raunveru- leikanum. Það er einnig oft auðveldara fyrir alla fjölskyldu- meðlimi ef þeir geta talað saman um það sem gerst hefur, syrgt saman og þannig fengið útrás fyrir tilfinningar. Er hægt að deyja á nótt- unni? Fyrirsögnin er titill á danskri bók og endurspeglar hún spurningu 6 ára barns rétt áður en það dó. Bókin fjallar einkum um vandamál foreldra dauðvona barna eins og t.d. barna með hvítblæði. ' Bókin er skrifuð eftir 6 ára reynslu höfundar á Ríkisspítal- anum í Danmörku. Á spítal- anum tíðkaðist það að segja for- eldrunum frá því hvað gengi að barninu og hver lífsvonin væri, en þessum upplýsingum var haldið leyndum fyrir börnunum sjálfum. Þessari stefnu er höfundur bókarinnar, sál- fræðingurinn Anne Jacobsen, ósammála. Hún segir að litil börn viti oft og kannski alltaf að þau eigi að deyja. Nokkur dæmi bókarinnar styðja þetta sjónarmið. Þegar hjúkrunar- kona segir við litla 6 ára stúlku að þetta eða hitt geti hún gert þegar hún verður fullorðin svarar stúlkan: „Sagðir þú fullorðin?” „Veistu ekki að ég hef hvítblæði?” Og lítið 5 ára barn sagði rétt áður en það dó: „Þú mátt eiga bangsann minn því að ég þarf ekki að nota hann lengur.” 1 bókinni kemur fram að eitt mesta vandamál foreldra dauð- vona barna sé það bannorð sem hugsa dauðann? umlykur dauðann og allt það sem tengist tilfinningum sem búið er að gera neikvæðar, eins og hræðslu, sorg, sektarkennd og reiði. Höfundur talar um að sjúkrahús séu yfirleitt ekki til mikils stuðnings í þessu tilliti. Þetta komi af hinni almennu læknisfræðilegu skoðun á manninum, að líta á sjúkdóma sem bilun á tæki og sem kemur fram í að sjúkrahúsin eru miðuð við að bæta úr líkamlegum meinum en meðhöndli ekki manneskjuna í heild sinni. Hugsanir 7-12 ára barna um dauðann Hugsanir barna um dauðann vakna gjarnan um 4 ára aldur og miðast þá aðallega við spurningarformið, af hverju þetta og af hverju hitt. Þessar hugsanir geta varað alveg til 6 ára aldurs en eftir þann aldur breytast oft hugsanir barna um dauðann. Þær verða ekki eins mikið í spurningarformi en einkennast oft af hræðslu. Ef börn á aldrinum 7-12 ára eru spurð um hvað þau séu hrædd við svara þau gjarnan: „Við að deyja,” „að pabbi og mamma deyi,” „að afi og amma deyi.” Árið 1975 gáfu tveir sænskir sálfræðingar út mjög athyglis- verða bók um hugsanir barna um dauðann, — Barns tankar um döden. Bókin sýnir vel fram á að börn hugsa oft um dauðann. Það kemur hins vegar í ljós að það er aðeins um helmingur 6-8 ára barna sem gerir sér grein fyrir að þau eigi einhvern tímann sjálf eftir að deyja. Hugsanir barna um dauðann eru miklu áþreifanlegri um 10 ára aldur. Ótal raunverulegar spurningar geta þá komið fram t.d.: „Hvernig er að deyja? Hvað gerist á eftir? Hvað er það að verða að engu?” o.s.frv. Börnin segja að þau hafi löngun til að tala við einhvern um dauðann, en það er aðeins um helmingur barna í rannsókn- inni sem hafði gert það eða hafði haft möguleika til þess að gera það. Með öðrum orðum, börn hafa mikla þörf fyrir að tala um dauðann og vinna sjálf úr þeim upplifunum sem fyrirbrigðið dauði býður þeim upp á. Fullorðnir þora ekki að tala um dauðann Með aldrinum skýrist dauða- hugtakið fyrir börnum. Um 12 ára aldur vita nær öll börn að allt fólk deyr einhvern tímann. En börn eru hrædd við hugsanir um dauðann fram eftir öllum aldri. Amerísk rannsókn vitnar um að 80% af börnunum í rannsókninni hafi verið hrædd við dauðann en aðeins 10% af mæðrum þeirra héldu að þau hefðu slíkar hugsanir. Margir fullorðnir ýta hugsun- um um dauða til hliðar. Þeim finnst sjálfum erfitt að hugsa um hann, tala um hann, og þess vegna kæra þeir sig heldur ekki um að börnin séu að hugsa of mikið um hann. Börn fá því oft ekki tækifæri til að koma fram með spurningar sínar og þau heyra alltof oft: „Vertu ekki að hugsa um það, þú skilur þetta þegar þú stækkar.” Ef börn gætu haft á orði ímyndanir sínar og tilfinningar um dauðann væri oft hægt að koma í veg fyrir ýmsar sálrænar truflanir og hugsanlega óheppi- lega atburði. Það kom fram í áðurnefndri sænskri rannsókn að sjálfsmorðshugleiðingar eru algengari hjá börnum en almennterálitið. l/4barnannaá aldrinum 7-12 ára hafði haft sjálfsmorðshugmyndir. Umræður um dauðann gætu hjálpað mörgum börnum yfir erfið tímabil í ævi þeirra, t.d. við ástvina- eða dýramissi. Fullorðnir gætu að minnsta kosti reynt að vera opnir við börn um þetta mál, það hjálpaði ef til vill lika þeim sjálfum að öðlast afslappaðri afstöðu til dauðans. 6 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.