Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 23
matnum okkar og kassana, sem bjórinn var í. „Líklega ættum viö að reyna aö boröa eitthvað,” stakk ég upp á, þegar ég fann nestiskassana. Mér hafði ekki dottið matur í hug allan daginn, og ég var heldur ekki svöng núna, en það virtist skynsamlegt að nærast eitthvað. Ég rétti Jay samloku og beit sjálf í brauðsneið með hnetusmjöri. Það reyndist ekki heillaráð, þvf ég var logsár i munninum og gat ekki rennt niður bitanum, svo ég varð að spýta honum út úr mér. Eldurinn var einkennilega daufur og flöktandi, líkt og eitthvað, sem töfra- maður hefði galdrað fram og þú veist ekki, hvort er raunverulegt, né hvort það hverfur á næsta andartaki. Súrefni. Auðvitað! Hér var einfald- lega ekki nægilegt súrefni til að halda eldinum við. Við reyndum að orna okkur sem best við máttum við þennan veika, flöktandi eldsloga. Ég hnipraði mig saman eins og ég gat og tróð nefinu niður i stakkinn minn til að reyna að anda að mér minum eigin líkamshita. Jean hlaut að vera dáin Eldurinn var að deyja út, svo að ég tók tóma bjórflösku, skreið undir flug- vélarvænginn og lét bensinið leka í flöskuna. Það gladdi mig að sjá eldinn lifna við, þegar ég skvetti bensíninu á bálið. En við þurftum fleiri flöskur. Eldurinn var að deyja út fyrir augum okkar. Jay opnaði flösku og drakk úr henni. Ég skreið um i leit að tómum flöskum og fann þrjár. „Við ættum að reyna að drekka eins mikið og við getum,” stundi Jay upp á milli sopa. „Vökvatap getur verið hættu- legt.” Þegar ég hallaði höfðinu aftur til að ljúka úr flöskunni, fann ég eitthvað hart við tunguna. Við nánari athugun reyndist það vera is. Bjórinn var farinn að frjósa, og sólin var enn á lofti. Drottinn minn! Ég safnaði saman þeim tiu flöskum, sem eftir voru. Myrkrið skall á. Við hefðum eins getað verið niðurkomin á annarri plánetu úti i geimnum. Myrkrið og íuldinn voru algjör. „Vesalings Jean,” sagði Jay. „Hvað heitir hún meira en Jean'’" spurði ég. „Noller,” svaraði Jay. „Seinna nafnið hennar var Noller.” Var, sagði hann. „Hún lifir þetta ekki af, ekki í þessum kulda,” sagði ég og klæddi hugsanir okkar þar með í orð. „Nei,"svaraði Jay. Jean var dáin. Hún hlaut að vera það. Það var staðreynd, eins og kuldinn. Grimmdarleg, bláköld staðreynd. Ég veit ekki, hvenær ég vissi, að hún hlaut að vera dáin, né hvenær Jay vissi það. Við töluðum um það í sem fæstum orðum, meðan við horfðum i flöktandi eldslogann, það eina, sem skildi okkur frá jökulkuldanum og dauðanum, sem þegar hafði boðið Jean sinn náðarfaðm. I næstu Viku: NÓTTIN LANGA Þýö.:K.H. Hvers vegna ertu að eyða pening- unum í þessi bölvuðu póstkort? HiirliífiirM ® ®,® 0 0 GOmSÆT 10-12 manna ísterta- framleidd úr úrvals jurtaís. ísterturnar frd KJÖRlS skapa veizlugleði á hvers manns borð. Ljúffengar og girnilegar standa þær ekki við stundinni lengur — og svo eru þær ótrúlega ódýrar. MOKKA ISTERTA með kransakökubotni og súkkulaðihjúp NOUGAT ISTERTA með súkkulaðihjúp. COKTAIL ISTCRTA með ekta muldum coktailberjum. SZ. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.