Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 21
Sönn frásögn einhverjum öðrum. Ég vissi, að þetta sár var á minum eigin likama, en ég fann engan sársauka, engan ótta, ég var tilfinningalaus. Dyrnar opnuðust skyndilega, og myndavélin mín datt út. Ég brá við og ætlaði að bjarga henni, svo klifraði ég út úr flugvélinni. Kuldinn skall á mér eins og veggur. Ég hnaut um stein, en ég brölti að myndavélinni og ætlaði að fara að taka hana upp, þegar ég heyrði Jay öskra: „Hættu að hugsa um þessa fjandans myndavél!” Ég leit á hann, og mér brá illilega. „Guð minn góður, Jay, andlitið á þér.” Rödd mín varð að hvísli. Andlit hans var blóði drifið. Á höfði hans var opið sár, sem nú var hætt að blæða úr. Blóðið, sem þakti andlit hans, var byrjað að storkna, og það myndaði skán, sem minnti á djöflagrimu. „Jean er meðvitundarlaus,” rumdi hann. „Komdu þér yfir að hinum dyrunum og hjálpaðu mér að ná henni út.” „En andlitið á þér,” mótmælti ég. „Gleymdu þvi, hjálpaðu mér með Jean.” Rétt. Ég varð að hlýða. Ég mátti ekki hugsa um neitt annað. Ég átti að fara hinum megin við flugvélina og klifra upp i hinar dyrnar. Jay var að segja mér, hvað ég ætti að gera. Ég varð að hreyfa mig. Flugvélin hafði brotlent aðeins nokkra metra frá brún fjallshryggjarins. Hún hafði snúist lítils háttar og hallaðist þannig, að vinstri vængurinn nam við jörðu, sá hægri vísaði upp. Stélhlutinn hafði rifnað aftan við sætið mitt, en hékk þó við búkinn. Þama stóð hún, þessi litla flugvél, og hér vorum við, á toppi alheimsins. Við urðum að stíga með varúð á steinana, eins og þegar maður gengur um hála steina á sjávarströndu. Munurinn var þó sá, að í stað þess að eiga á hættu að detta i sjóinn, máttum við varast það að steypast fram af björgum. Ég horfði á sárið á fæti mér, vissi ekki, hvernig það hafði orðið til eða hvenær og hvemig það hafði getað farið fram hjá mér. Ég greip andann á lofti við hvert skref, reyndi árangurslaust að fylla lungun lofti. Bensin lak úr geyminum undir vinstri vængnum. Ég stóð lengi og horfði á hægt, stöðugt rennslið. „Flýttu þér!” hrópaði Jay. Ég ætlaði að kalla, aö ég værí að koma, en ég gat það ekki. Mér var of þungt fyrir brjósti til að koma upp orði. Þetta var eins og martröfl Ég klifraði af einum steini á annan. Mér fannst ég vera heila eilifð að komast þessi fáu skref fram fyrir flugvélina. Þegar ég stóð þar og horfði á hreyfilinn, gerðist eitthvað innra með mér. Guð minn góður, hugsaði ég, að sjá þettal Ég FLUGSLYS Á FJALLSBRÚN horfði og reyndi að muna, hvernig þetta átti að lita út. Þannig fór það, hugsaði ég. Skaðinn er skeður. Við verðum ekki komin heim fyrir kvöldmat. Þá mundi ég eftir bensín- lekanum. Flugvélin gæti sprungið. Hún gæti spmngið í loft upp og bmnnið tii ösku, og við urðum að koma Jean út úr henni undir eins. Góði guð, hjálpaðu mér að komast úr sporunum. Ég vildi flýta mér, en gat það ekki. Fæturnir vildu ekki hreyfast í þá átt, sem ég vildi beina þeim. Ég gat ekki andað að mér nægu lofti, og steinarnir þvældust fyrir mér. Þetta var eins og martröð, þegar þú veist þú verður að flýta þér, og allt er glatað, nema þú getir flýtt þér, að llf þitt liggur við, ef þú flýtir þér ekki, en þú getur það ekki meö nokkru móti. Ég barðist við að reyna að opna dyrnar, og loksins tókst mér það. Jean var spennt niður í sætið, og líkami hennar hallaðist í átt til hinna dyranna, þar sem Jay beið þess að gripa hana. „Losaðu sætisólamar,” skipaöi hann. Það var allt annað en auðvelt. Jean var þyngri en ég, og hún var gjörsamlega máttlaus. Ég reyndi að halda henni upp með höfðinu og barðist við að losa óiarnar, og loks gáfu þær eftir. Jay reyndi að finna sléttan flöt að hagræða henni á, en árangurslaust, og. loks lét hann hana hiunkast niöur i grjótið. Svo settist hann til að hvíla sig, örmagna af áreynslunni. Þá mundi ég eftir bensínlekanum. „Jay!” hrópaði ég. „Það lekur af bensín- geyminum. Flugvélin gæti sprungið.” Hann horfði á mig og deplaði augunum, og mér fannst eins og hann skildi ekki orð mín. Þetta var einkenni- leg tilfinning. „Nei, hún springur ekki,” sagði hann. Hann tíndi út úr sér orðin hljómlausri röddu. Þá sá ég, hvemig Jean var útleikin Ég klifraði út og brölti aftur kringum flugvélina. Mér fannst munnurinn á mér fullur af sandi, og ég velti fyrir mér, hvernig í ósköpunum hann hefði komist þangað. Svo spýtti ég á grjótið og sá þá, að þetta var hvít mylsna, brot úr tönn- um mínum. Ég renndi tungunni eftir tönnunum og fann skörðin. Milli fótanna fann ég eitthvað vott og hlýtt, og ég vissi, að það var blóð, en það virtist ekki mikil blæðing, og ég bjóst ekki viö, að það væri slæmt. Sárið á fót- leggnum var hræðilegt að sjá, en það virtist ekki há mér neitt að ráði. Þegar ég sneri til fætinum, fann ég, að eitthvað hafði losnað. Einnig fann ég til í öðrum handleggnum, en ef ég gætti þess að beita honum rétt, gat ég notað hann. Jay sat í hnipri við hlið Jean. „Við verðum að halda hita á henni,” sagði hann. „Bíddu hérna, meðan ég sæki jakkann hennar.” Ég strauk hárið frá andliti hennar, og þá sá ég, hvernig hún var útleikin. Á vinstri kinn voru þrír djúpir skurðir alveg frá munni og aftur að eyra. Mér varð hugsað til þess, hvernig hún myndi líta út, þegar þetta allt væri yfirstaðið. Andlit hennar yrði þakið örum, hún myndi þarfnast mikillar aðgerðar. Það fór skjálfti um líkama Jean. Hún hreyfði sig, eins og hún vildi reyna að koma sér betur fyrir á hörðu grjótinu, en um það var ekki að ræða. Við sátum þannig lengi. öðru hverju hnipraði Jay sig saman og stundi. „Ég hef kvalir innan um mig,” sagði hann. „Líklega hefur sætisbeltið þrýst að mér.” Ég skildi hann. Mér leið nú sjálfri verr en áður. Mér gekk illa að draga andann, og Jay útskýrði, að við fengjum ekki nóg súrefni í þessari hæð. „En við venjumst því, þegar frá líður,” sagði hann. Þegar frá líður! Mér var ljóst, að ég hafði misst allt tímaskyn. Jay virtist detta það sama í hug, því hann leit á úrið sitt. „Það hefur stansað ki. 2.15," sagði hann. „Sennilega hefur áreksturinn orðið þá.” Hann sagði þetta áherslu- Isust, eins og það skipti ekki miklu máli, frekar en annað. Vifl urflum að fá hjálp öðru hverju vatt Jean upp á líkama sinn og kipptist til, og ég óttaðist, að hún hrapaði lengra niður eða skæri sig á brotnum bjórflöskum, sem lágu i kringum okkur. Ég tíndi upp stærstu brotin og henti þeim niður hlíðina. Ég heyrði brothljóðin langt, langt fyrir neðan okkur. „Reyndu að kalla í talstöðina, meðan ég gæti að Jean,” sagði ég við Jay. Við urðum að fá hjálp. Ég reyndi af öllum mætti að styðja við Jean, sem kipptist stöðugt til og gat þá og þegar steypst lengra niður fjallið. Ég óttaðist, að hún tæki mig með sér, en ég þorði heldur ekki að víkja frá henni. Jay reyndi að kalla á hjálp, en fékk ekkert svar. Ég heimtaði, að hann héldi áfram. „Við verðum aö reyna,” sagði ég. „Það er senditæki i stélhlutanum. Það sendir stöðugt út merki, sem ættu að hjálpa leitarflokki að finna okkur.” Jay sagði þetta hægt, án þess að lita á mig. Leitarflokkur. Auðvitað! Einhver færi að leita að okkur. En hvenær? „Verðum við ekki samt að halda áfram að kalla i talstöðina?” spurði ég. En Jay svaraði engu. Ég hélt áfram að nauða: „Já, við verðum að halda áfram að reyna.” „Þú getur kallað sjálf, ef þú vilt,” sagði hann. „En ég veit ekki, hvernig á að fara að því. Þú veist það, þú verður að gera það.” Ég beiö, en hann svaraði engu. Hann húkti bara þarna við hliðina á Jean, steinþegjandi. „Allt i lagi,” sagði ég. „Ég skal gera þaö. En þú verður að segja mér nákvæmlega, hvaðég þarf aðgera.” „Þú bara kveikir á tækinu . . . það er takki...” S2. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.