Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 62
Póstur . ... en ef bróðir minn gerir eitthvað Pósturinn í Vikunni hefur margt að geyma, ástarsorgir, vandamál, sem enginn ætti að gleyma. H.H. Kœri Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona að þú birtir þetta bréf. Mamma heldur mikið upp á bróður minn sem er tveimur árum eldri en ég. Ég tek til og vaska upp en hún er óánægð og setur út á allt sem ég geri. Ef bróðir minn tekur til (sem er mjög sjaldan) þá er mamma ofsa ánœgð og hælir honum mikið fyrir. Hann fær næstum allt sem hann biður um, sérstaklega föt. Það þýðir ekkert fyrir mig að rifast því þá segir hún: Voðalegur kjaftur er á þér, barn! Þetta var allt í lagi, áður en við fluttum, þá var mamma góð við okkur bæði. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, en hvað á ég að gera? Mér þykir vænt um hana en get ekki þolað þetta tuð í henni. Kæri Póstur. Viltu hjálpa mér og ráðleggja mér eitthvað. Vertu sæll. H.H. P.S. Ég ætla að vona að ruslafötuna skorti ekki plastpoka. En ég sendi henni einn ef hana skyldi skorta. Bless. Það er ekki nema um eitt að gera, talaðu um þetta við móður þína og úskýrðu fyrir henni þitt sjónarmið. Gleymdu samt ekki að hlusta á það sem hún hefur að segja líka, þvi vera má að hún líti málin allt öðrum augum. Ekki er ósennilegt að þarna spili inn í gamla, góða viðhorfið að karlmenn eigi að sleppa mun betur frá húsverkunum og kvenfólkið sé ekkert of gott til að sinna þessu. Það er ósanngjarnt að hæla honum fyrir hluti, sem þú ef til vill gerir daglega og enginn tekur eftir, en þetta er mjög algengt vandamál og þú vinnur ekkert með því að rífast. Ef slíkt er rætt í góðu tómi og reynt að líta á málin frá öllum hliðum hljóta allir að geta náð samkomulagi. Ef ekki getur þú huggað þig við að þú vinnur meira en bróðir þinn á þessu fyrirkomulagi, því þetta veldur honum aðeins erfiðleikum síðar í sambúð við annað fólk, en þú hefur ekkert nema gott af reynslunni. Umfram allt skaltu forðast rifrildi, því með þvi leysir þú engin vandamál, frekar skapar fleiri og stærri erfiðleika. Helga ruslafata er mjög gamaldags og plast- pokar fást ekki ofan í hana með nokkru móti. Hins vegar þótti henni ágætt að fá sendinguna. Hún gaf henni Gunnu vinkonu sinni pokann í afmælisgjöf, en Gunna er nýmóðins og þarf marga slíka poka daglega. Hvemig á aö sanna aö þetta sé HANS bam? Sæll, elsku Póstur. Ég hef skrifað þér áður en þú hefur ekki svarað þeim bréfum. Það var nú ekki það sem ég ætlaði að tala um. En þannig er mál með vexti að ég er með strák sem er 9 árum eldri en ég. Ég er búin að vera með honum í 3 vikur og ég hleypti honum upp á mig strax fyrsta kvöldið. Við vorum hvorugt með nokkrar getnaðar- varnir. Og svo er ég ófrísk eftir hann og hann vill eklci viður- kenna að hann sé faðir barnsins. Það kemur náttúrlega ekki til mála að ég láti eyða því og ég vil að barnið eigi föður. En hvernig á ég að sanna að þetta sé HANS barn? Elsku Póstur, hjálpaðu mér! Ein hjálparþurfi Það er varla miklum vand- kvæðum bundið fyrir þig að feðra bamið. Fyrst skaltu láta tímann líða, leyfa baminu að fæðast og athuga hvort þetta jafnar sig ekki allt saman. Ef svo verður ekki og barnsfaðir þinn ætlar að sýna sömu framkomu og þú hefur áður lýst er ekki um annað að ræða fyrir þig en að sækja um meðlag sem allra fyrst eftir fæðingu bamsins. Síðan gengur það rétta leið í gegnum kerfið og ef bamsfaðirinn neitar að eiga bamið verður að taka blóðsýni bæði af honum og baminu. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ekki takist að sanna rétt faðemi bamsins, en þetta getur tekið tíma. Mikið liggur við að þú látir það hafa sem minnst áhrif á þig sjálfa andlega og barnið getur orðið þér til mikillar gleði í fram- tíðinni. Enskt hrossabú Elsku Póstur. Ég þakka gott blað og ég reyni að kaupa Vikuna sem oftast. Þannig er mál með vexti að mig langar til Englands á hrossabú. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Á ég að tala við eitthvert sendiráð eða eitthvað svoleiðis? Elsku Póstur, hjálpaðu mér. Ein hrossasjúk. P.S. Vona að Helga sé ekki svöng. Afsakaðu skriftina. Hafðu samband við breska sendiráðið, annaðhvort símleiðis eða með því að fara á staðinn. Þar verður þér bent á hvaða aðferð við að komast í samband við slíkt bú er heppilegust og hvernig þú snýrð þér í málinu. Nóttin 7. okt Kæri Póstur. Ég er 13 ára og ég held að égsé ólétt. Kærastinn minn, sem er 15 ára, og ég sváfum saman nóttina 7. okt. Ég sagði mömmu að ég hefði sofið hjá vinkonu minni og hún trúði því. Og hérna sit ég og skrifa og vona að þú hjálpir mér, því ég er alveg I öngum mínum út af þessu. Ég get ekki alltaf keypt Vikuna, en ég ætla að reyna að skrapa saman fyrir næstu fórum Vikum. Ef ekkert svar hefur þá birst verð ég að sætta mig við að fá ekkert svar. Eg vona að þú skiljir skriftina. Bestu kveðjur. L.K. Vinnslutími Vikunnar er oft meira en fjórar vikur, og er þá ekki gert ráð fyrir þeim tíma, sem bréfið bíður hjá Póstinum, þannig að þegar þetta birtist eru vikurnar þínar fjórar löngu liðnar. Pósturinn ætlar samt að birta bréfið þitt í þeirri von að það beri fyrir augu þín á ein- hvern máta. Vonandi hefur þetta ekki reynst rétt hjá þér og blæðing- ar tafist af einhverjum öðrum orsökum. í tilviki sem þessu er réttast að snúa sér strax til læknis og láta rannsaka óyggjandi hvort grunurinn hefur reynst réttur. Sé slíkt gert án tafar er möguleiki á að fá fóstureyðingu opinn fyrir stúlkur, sem eru á þínum aldri. Þann möguleika ber að íhuga vandlega, því vandséð er hvað í ósköpunum barn á þínum aldri hefur með afkvæmi að gera. Ef getnaður hefur orðið umrædda nótt verður ekki aftur snúið nú, en eftir sem áður áttu kost á margs konar aðstoð, sem þú ættir að fá allar upplýsingar um á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Hafðu hugfast að þú ert allt of ung til þess að standa ein og óstudd og við allar ákvarðanir þarftu að njóta aðstoðar fullorðinna, t.d. lækna, félagsráðgjafa og for- eldra. Peimaviiiir Catalina Cabahero, c/o Ruiz, Compound, Tabunoc, Talisay, Cebu Philippines 6453, er 27 ára gömul og óskar eftir islenskum bréfavinum. Hún skrifar á ensku og áhugamál hennar eru lestur, leikhús og margt fleira. fcX Vlkan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.