Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 45
Framhaldssaga UNDIR „Ég held ekki að Dermott hafi verið svindlari, ef það er það sem þú ert að reyna að gefa í skyn.” „Hver var að tala um svindl? Hvað er að því að sjá um svona viðskipti og græða svolítið sjálfur um leið? Þetta er einmitt það sem málverkasalar gera all- an tímann.” „Dermott var enginn sölumaður.” Bruce hló og Claire tók enn einu sinni eftir þvi hve hvítar tennur hans voru þar sem þær bar við sólbrúnt andlitið, jafn- vel þó að liturinn væri tekinn að fölna upp á síðkastið. Hún fann allt í einu til með honum. Hann vann baki brotnu. Sennilega háði hann töluvert harðari baráttu en hana hafði nokkurn tíma grunað. Og svo hafði hann þennan — mótþróa? — á móti öilu sem viðvék Dermott. Það var eins og hann hataði hann; nokkuð sem var mjög barnalegt þar sem Dermott var dáinn. Rebecca hringdi bjöllunni til að gefa til kynna að kvöldverðurinn væri tilbú- inn, og Claire lagði fegin frá sér glasið. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir hve svöng hún var. Þegar þau settust að borðinu hugsaði Claire með sjálfri sér að það ætti að vera mögulegt að hjálpa Bruce út úr erfiðleik- um hans. Það mætti halda lítinn kynn- ingarfyrirlestur í útvarpinu — og kann- ski sjónvarpinu líka. Það mætti fá námu- félagið til að lána út salarkynni sín til málverkasýningar, ef Bruce tækist að ná nógu mörgum myndum. Síðan voru evr- ópsku ræðismennirnir, erlendu sendi- ráðsstarfsmennirnir og hr. Halliday hugsanlegir kaupendur... Claire brosti yfir borðið til Bruce og byrjaði á súpunnj. Eftir að þau höfðu snætt og Rebecca var farin gerði Bruce sig líklegan til að fara. Allt i einu var barið að dyrum. Þegar Claire opnaði sá hún Noel standa fyrir utan. Hann lyfti hendinni um leið og hann heilsaði henni og hún tók eftir því að hann var ekki með gleraugun í þetta skiptið. „Má ég koma inn?” spurði hann. „Auðvitað,” svaraði Claire. Hún gekk aftur á bak og opnaði dyrnar upp á gátt og henni varð hugsað til þess að Bruce var inni í stofunni fyrir aftan hana. „Eh — Bruce var einmitt að fara. Þú ert að sækja sígarettuhulstrið, er það ekki?” „Ó, jú, einmitt, sígarettuhulstrið.” Noel gekk á eftir henni inn, á sinn lið- lega og fallega hátt. Hann líktist einna helst ketti þegar hann hreyfði fæturna á sinn örugga hátt. BrUCE STÓÐ inni i miðju her- berginu og var einmitt að klæða sig í 52. tbl. Vlkan 45 AFRÍKU- HIMNI Framhaldssaga eftir Hildu Rothwell „Hvað er hann eiginlega að gera hér?” „Hann er að skoða Afríku, býst ég við. Þú veist, svona eins og Bandaríkja- menn gera stundum.” „Ég skil ekki hvar þeir grafa upp pen- inga til að flækjast þetta um allan hnött- inn alla tíð. Skyldi þeim nokkurn tíma verða nokkuð úr verki?” Bruce virðist þreyttur, hugsaði Claire meðsjálfri sér. „Þetta er allavega sami maðurinn,” sagði hún að lokum. „Ég man núna að frú van Druitt sagði að hann ætti lista- safn í New York. En, Bruce, hefur Tim Reilly ekki haft samband við þig ennþá? Frú van Druitt sagði eitthvað um að út- varpsstöðin vildi gjarnan hafa tal af ykk- ur báðum, einhvers konar samræðuþátt. Það gæti einmitt verið stóra tækifærið þitt. Sérðu það ekki?” „Getur verið, getur verið.” Bruce gekk yfir i hinn endann á stofunni og hellti aftur í glasið. „Þó verður það einskis virði, það get ég sagt þér.” „Hvers vegna? Þú sagðir sjálfur að ef þú gætir keypt allt sem þú fyndir...” „Já, ef. En ég er ekki einn þeirra sem detta þannig í lukkupottinn. Það eru aðeins svona náungar eins og Dermott.” ClAIRE starði undrandi á hann, á meðan hún hugsaði um þá hugarfars- breytingu sem átt hafði sér stað hjá hon- um síðan hann kom síðast. „En,” sagði hún að lokum, „Dermott seldi ekki Halliday þessar myndir. Það gerði frændi þinn.” Bruce leit til hennar yfir glasið. „Og hver var milliliðurinn? Hver kom mál- verkum Papes til Calebs og fékk hann til að kaupa þau? Hver benti Halliday síðan á Langleyverslunina og málverkin þar? Vertu nú ekki eins og barn, Claire.” Hún leit beint I augu hans og svaraði: ÁTTUNDI HLUTI -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.