Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 49
Framhaldssaga „Þú komst inn í verslunina hjá Bruce þegar [tað skeði,” sagði Claire sem átti erfitt með að komast rétt að orði. Hún byrjaði aftur að flétta fingurna, sá að Noel horfði á hana og hætti þvi strax aftur. „Þú heyrðir þegar ég sagði Bruce að ég hefði séð Dermott, er það ekki?” „Jú, og mér fannst það vera hræðilegt — ógnarbyrði sem þú varðst að bera ein. Ég hafði nefnilega heyrt um þig. Það var það sem ég vildi segja þér Claire. Fay þykir mjög vænt um þig og henni fannst að þú hefðir verið óheppin með Dermott. Hún var að reyna” — allt í einu brosti hann — „að endurhæfa mig. Þegar hún kom til Englands var ég frem- ur illa á mig kominn og hún dró mig með sér hingað til Makeli. Það var ekki erfitt að gegna nafninu Noel í staðinn fyrir John. Það er nefnilega fyrsta skírnarnafn mitt, og það hefur alltaf verið notað innan fjölskyldunnar. „Jæja, en hún sagði mér frá þér kannski til að sýna mér fram á að ég væri ekki eini óhappafuglinn i heimin- um. Hún hafði verið að skamma mig kvöldiðsem þú komst inn þvi aðég hafði I sagt — fyrirgefðu mér — að ég kærði mig ekki neitt um að hitta þig né neinn annan.” ClaIRE hafði ekki ætlað að segja það, en það hrökk út úr henni: „Var það — Marcia Stone?” Noel leit snögglega upp, grá augu hans virtust næstum því svört þegar hann svaraði: „Já, einmitt.” „Elskaðir þú hana mjög mikið?” „Hvað?”Hann var svo undrandi, að Claire missti málið. „Elskaði? Ó, ég veit hvað þú átt við. Nei, aldrei. Það var ekkert slíkt á milli okkar. Marcia var trúlofuð Frakka, ef út í það er farið. Hún eyddi öllum sinum fristundum hjá honum. Við vorum” — hann brosti hæðnislega — „aðeins mjög góðir vinir. Það var dásamlegt að vinna með henni.” Noel baðaði út höndunum og bætti síðan við: „Ég mun aldrei vinna jafnvel með neinum öðrum leikara.” „Fyrirgefðu,” sagði Claire og skammaðist sín fyrir forvitnina. Hann hreyfði sig órólega og sagði allt i einu: „Ég held að ég þiggi einn drykk þrátt fyrir allt, ef ég má. Treystirðu mér til að reyna að blanda einn af þinum? Ég held að ég muni hvernig á að gera það.” Þrátt fyrir þögnina sem varð á meðan hann var að blanda í glösin var það frið- samleg þögn og það ríkti gott andrúms- loft. „Ég held að það hafi verið eftir að þú varst farin þá um kvöldið að ég byrjaði að hugsa um þig í staðinn fyrir sjálfan mig, svona til tilbreytingar,” hélt Noel áfram þegar hann var sestur fyrir framan hana. „Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir jafnheiðarlega og viðkvæma manneskju og þig að vera gift Dermott. En svo þegar hann dó, þá Undir Afríku- himni varstu ekki aðeins sorgbitin, þú varst eins og svefngengill, sagði Fay mér. Þú hafði minnimáttarkennd á stærð við háhýsi, vegna þess að þér fannst einhvern veginn að þú hefðir brugðist honum.” Hann bætti biturlega við: „Falleg, feimin og gjafmild stúlka eins og þú. Minnimáttarkennd! Hvern fjandann gerði hann við þig svo að þú hættir að lifa um leið og hann dó?” „Þeir — þeir fundu hann aldrei,” stamaði Claire. „Það hefði verið betra ef þeir hefðu fundið hann. Þá hefðurðu getað jarðað hann á sómasamlegan hátt og syrgt hann í einhvem tíma. Þessar gamaldags jarðarfarir eiga á margan hátt rétt á sér. Erfisdrykkjan, bænirnar yfir kistunni og moldinni mokað yfir. Þar með er það búið. Claire leit í augu Noels, síðan sagði hún mjúklega: „Ég hef aldrei hugsað um þetta þannig áður." „Hefurðu virkilega ekki gert það? Ég hef varla hugsað um annað síðan mér skildist hvað þessar martraðir hefðu gert þér undanfarin tvö ár.” Hann þagnaði og hristi höfuðið, eins og til að koma reglu á hugsanir sínar. „Þú verður að skilja það, Claire, að þú mátt ekki ásaka sjálfa þig fyrir neitt. Það gerði ég. Þó fékk ég jarðarför með öllu tilheyrandi. „Marcia var kaþólsk og það var unnusti hennareinnig. Engu vargleymt. Allir voru yfir sig hrifnir af krönsunum og blómunum, kórnum og prestinum. En það gat ekki hjálpað mér. Því að það var ég sem drap hana.” Claire sat um stund eins og stein- gervingur, siðan sagði hún hvasst: „En þetta er tóm vitleysa! Ég las blaðagrein- ina og það var hún sem ók bilnum. Hún lést í bilslysi —” „ — sem var mér að kenna,” greip Noel fram i fyrir henni. „En —” „Biddu,” greip hann aftur fram i fyrir henni um leið og hann leit á hana. Augu hans lýstu sársauka, sama sársaukanum og kvöldið sem hún hafði séð hann hjá Fay, og munnsvipur hans var bitur þegar hann bætti við: „Veistu, Claire, að ef það sem skeði í hreinsunarstöðinni hefði skeð aðeins nokkrum vikum fyrr, þá hefði ég barist á móti þér þegar þú reyndir að ná mér út.” HaNN færði sig og settist við hbð hennar, síðan hélt hann áfram: „Ég kom hingað í kvöld til að segja þér frá þessu öllu. Mér fannst ég skulda þér það.” Hann hló stuttum hlátri. „Þekkirðu gömlu austurlandaregluna, sem er þannig að ef þú bjargar lifi einhvers þá berir þú ábyrgð á því það sem eftir er?” „Ekki — gerðu það fyrir mig,” bað Claire. „Við erum kvitt hvort eð er. Ef þú hefðir ekki barið á dyrnar hjá m'ér þarna um nóttina hefði ég misst vitið.” Hún fór að titra og Noel dró hana til sín og lagði handlegginn utan um hana. Eftir augnablik tautaði hún niður í mjúkt silkið í skyrtunni hans: „Og ég þakkaði þér aldrei fyrir. Ég — þú reittir mig alltaf til reiði.” „Fyrirgefðu mér, fallega Claire, mér þykir það leiðinlegt.” „Það þykir mér ekki. Ekki lengur. Mér líður einhvern veginn öðruvísi. Þú sagðir allt það sem enginn annar þorði að segja við mig, því að allir aðrir voru of varkárir. Þú fékkst mig til að byrja aftur að lifa. Þú virtist vera svo sár og bitur.” „Ég var bitur og sár, þín vegna, því að þú eyddir ungu lífi þínu á þennan óeðli- lega hátt og syrgðir enn, eftir tvö ár, mann sem aldrei átti þig skilið, og ég var reiður Dermott fyrir að hafa gert þig svona. Ekkert okkar getur lifað án snefils af sjálfsáliti, Claire. Hann hafði skilið við þig fulla af sjálfsgagnrýni vegnaþessað þér tókst ekki að halda i hann. En eftir því sem ég best get heyrt hefði engin kona getað gert það, alla- vega ekki lengi.” Þögnin var aðeins rofin af gluggahlera sem skrjáfaði einhvérs staðar í húsinu, síðan sagði Claire: „Segðu mér frá sjálfum þér,” og fór strax að hafa áhyggjur af að hún hefði sagt eitthvað rangt. Noel átti erfitt með að byrja. Hann tók upp glasið, tæmdi það i einum teyg, leit hugsandi á flöskurnar hinum megin í herberginu, setti siðan glasið á borðið um leið og hann sagði: „Þetta leysir aldrei nein vandamál, eða hvað?” Að lokum sagði hann: „Við vorum við bæjarleikhúsið i Chichester þegar þetta skeði. Ég vildi komast til London yfir helgina — ég er með íbúð i Knights- bridge — og Marcia hafði hugsað sér að dvelja hjá vinum sínum í Farnham. En þar sem hún hafði skilið bilinn sinn eftir í London vegna viðgerða hafði ég ekið henni til Chichester i minum. Það þýddi auðvitað að hún treysti á að fá far með mér til Farnham á laugardagskvöldið.” Noel leit allt i einu upp og spurði: „Hvað hefurðu ekið mörgum tegundum bila?" Framh. i næsta blaði. PAIJFJRSHLFICH MKD AFÓSTCM I’I.ASTIKBl’XUM Undramjúkt cfni PAMPEKS hvilir næst hörundinu, on rakinn drcifist í pappirslÖK sem taka mikla va-tli. Ytrabyrði cr úr plasti. Kúm og ytri- Inixiircru þviávallt þurr. PAMPEKS cru scm tilsniðnar fyrir barnið og gcfa mikið frelsi til hreyfinga. Limbönd á hliðum gcra ásetningu cinfalda. cMmeriáka ", SX.tM. VlkM 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.