Vikan


Vikan - 08.05.1980, Page 12

Vikan - 08.05.1980, Page 12
Viðtal Vikunnar Ég byrjaði á skaki í Sandgerði og í fyrstu gerði fólk góðlátlegt grín að þessum kven- manni sem vildi sýnast „maður”. — Og heimur hafsins er svo sannar- lega alveg sérstakur. Kannski sér maður það lika enn betur þegar maður kemur inn i hann sem fullorðin manneskja og hefur ekki alist upp við hann. Þessi heimur býður upp á svo stórkostlega fjölbreytni, þar er aldrei neinn dauður tími. Ég var fljótlega heltekin af veiði- bakteríunni. Ég var geysilega sjóveik allan timann en þegar sjórinn moraði i fiski hvarf allt annað í skuggann. Ég stóð bara titrandi og skjálfandi af spenningi eins og eiturlyfjaneytandi. Eftir fiskitarnirnar var ég oft svo þreytt að ég komst varla niður i lúkar. Ég skil svo sannarlega af hverju menn hætta lífi stnu i vondum veðrum þegar vel fiskast. — Seinna fór ég á stærri línubáta og alls staðar var mér tekið sem félaga. Og íslenskir sjómenn eru vissulega góður félagsskapur, alveg i sérflokki hvað dugnað og heiðarleika snertir. Þetta er ægileg stritvinna, ef vel fiskast kemst maður kannski ekki í koju nenta 1-2 tima á sólarhring. Ég var alveg lúsfiskin en það kom fyrir þegar ég fékk þá stærstu að ég varð að fá hjálp til að draga þá inn. Mér var alveg djöfullega við það. En því miður er það staðreynd að við konur höfum ekki líkamskrafta á við karlmenn. Félagar mínir sýndu mér ýmsa aðra tillitsemi, þeir gengu t.d. alltaf frá fiskinum niður i lest, en ég bjó þá heldur til mat á meðan. Ég held að það sé einhver misskilningur þegar konur halda því fram að karlmenn vilji ekki viðurkenna þær sem jafningja, einhver misskilin minnimáttarkennd í þeim sjálfum. Konur hafa einfaldlega ekki sótt nógu mikið fram i atvinnu- lifinu. Allavega get ég fullyrt aðég varð aldrei vör við neitt kynjaspursmál í sjómennskunni. — Lentirðu aldrei i lífsháska? — Jú, tvisvar. 1 fyrra skiptið var það Ásdís frá Þorlákshöfn sem fórst. Við vorum fjögur í áhöfn og ég var ein fram í að elda þegar kallið kom. Ég man að Það var að vísu ágætis veður en ég var dauð- hrædd um að neisti kœmist að gúmmí- bátnum og kveikti í honum líka. Eða að stóru bátarnir keyrðu niður þessa litlu skel. Það eirta sem ég þoli ekki er aðgerða leysi . . . kæruleysi og verður alveg eins. Ég er alveg klár á því að landslag og loftslag á snaran þátt í að móta fólk. Suður- Ameríkumenn eru afskaplega opinskáir og kátir, þarna varð ég t.d. aldrei vör við önnur eins áfengisvandamál og hér þar sem þyngslin eru miklu meiri. Sjómennska og lífsháski — Og svo kemurðu heim og ástin grípur á ný inn í líf þitt. — Já, ég var fráskilin þegar ég kom heim, kynntist sjómanni og við giftumst. Og mér fannst alveg sjálfsagt að reyna að setja mig inn i hans heim. Ég byrjaði á skaki í Sandgerði og í fyrstu gerði fólkið góðlátlegt grín að þessum kvenmanni sem vildi sýnast „maður”. En það hætti því fljótlega þegar ég stóð mig ekkert síður en hinir. 12 Vikan 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.