Vikan


Vikan - 08.05.1980, Síða 15

Vikan - 08.05.1980, Síða 15
Það þótti víst ósköp skrítin sjón að sjá mig á skemmtigöngu um túnið með alla strolluna á eftir mér. mitt síðasta verk var að slökkva á elda- vélinni svo það kviknaði ekki í út frá henni. Við flýttum okkur í gúmmí- bátana og vorum rétt búin að ýta frá þegar báturinn sökk. Þrátt fyrir að við værum hundblaut og köld voru allir æðrulausir og þegar við horfðum á eftir bátnum i hafið sagði einn félaganna: — Og þarna fer líka þessi indælis kjötsúpa. — Eitt aðalvandamálið með gúmmi- bátana er hvað þeir sjást illa svo við geymdum blysin þar til við sáum bát nálgast. Eftir tveggja tíma volk var okkur svo bjargað um borð í Jón Vídalin sem fór með okkur til Þorlákshafnar. Þar tók formaður Slysavarnafélagsins á móti okkur ásamt dóttur sinni og fór með okkur heim til sin. Mér var skellt i bað og gefið heitt kaffi og brennivin. Ég fékk ekki einu sinni svo mikið sem kvef í nös á eftir. 1 hitt skiptið lenti ég í skips- bruna. Ég var þá vélstjóri á rækjubát á sérstakri undanþágu frá Vélstjórafélagi lslands. Það kviknaði í út frá rafmagni og báturinn varð alelda á svipstundu. Við komumst i gúmmíbátana en því miður er ég hvergi sjóveikari en einmitt í gúmmíbáti. Þetta var algjör hryllingur. Það var að vísu ágætis veður en ég var dauðhrædd um að neisti kæmist að gúmmibátnum og kveikti í honum líka. Eða að stóru bátarnir sem komu á vettvang mundu einfaldlega keyra niður þessa litlu skel. En okkur var bjargað heilu og höldnu i land. Á eftir gengu sögusagnir um það að við hefðum kveikt í bátnum. Það var haugalygi. Ég vil leyfa mér að halda þvi fram að enginn sjómaður leggur sig í slíka lífshættu eingöngu til að svíkja út fé. Sveitasæla og Iðunnarskór — Og svo geristu einyrkjubóndi? — Já, og það er tvímælalaust það mesta andlega frí sem ég hef komist í um dagana. Ég settist að í Þernuvík við léleg húsakynni og rafmagnsleysi og bjó þar í eitt ár. Lýsingin hjá mér var bara oliulampi og kertaljós. Ég hélt þarna hross, kindur og aligæsir fyrir utan hunda og ketti. Ég hafði kviðið mest Og þá sagði þessi frómi maður: — Hvaða fjárans pakk er þetta að senda þér ekki skó nema á aðra löppina? fyrir smalamennskunni en leysti það mál með því að gera kindurnar svo spakar að ég þurfti ekki annað en að fara út á hól og kalla á þær á meðan aðrir bændur hlupu á eftir þeim upp um fjöll og firnindi. Reyndar urðu allar skepnurnar mínar svona hændar að mér og það þótti víst ósköp skritin sjón að sjá mig á skemmtigöngu um túnið með alla strolluna á eftir mér. — Ég hef aldrei haft jafngóðan tíma til að grúska fyrir sjálfa mig og sinna mínum áhugamálum. Og svo var það þessi dásamlega kyrrð og einkennilega birta. Mér fannst ég í rauninni aldrei verða vör við neitt myrkur þegar Snæfjallaströndin blasti við mér með sín snæviþöktu fjöll. Fegurðin er svo tignar- leg þarna i Djúpinu. Ég átti lika afar elskulega og hjálpsama nágranna sem léttu mér lifið á allan hátt. Reyndar eru allir Djúpbændur miklar hetjur. Þarna eru allar aðstæður með afbrigðum erfiðar og eiginlega heilmikið afrek að komast yfirleitt af. Til dæmis er ekki um neina læknishjálp að ræða og samgöngu- leiðir við lsafjörð oft tepptar. En Djúp- bændur hafa lært að vera sjálfum sér nógir, þeir byggja sína eigin bæi, gera sjálfir við vélarnar sínar og vila ekki fyrir sér að moka snjó í heilan dag til að koma mjólkinni frá sér. Og lækna alla kvilla með hylkjunum eins og þeir kalla pembritinið sem allir eiga uppi á hillu hjá sér. Ég á satt að segja engin orð til að lýsa aðdáun minni á þessu fólki. — Og svo er það þessi dýrlegi sveita- sími sem öllum þykir sjálfsagt að hlera i. Einu sinni var hringt til min frá Isafirði með þau skilaboð að ég mætti eiga von á pakka með Iðunnarskóm, ég mætti svo bara skila þeim ef þeir pössuðu ekki. Maðurinn sem kom með pakkann var ákaflega forvitinn að sjá þessa skó sem hann hafði frétt af I gegnum símann og beið meðan ég opnaði hann. En í pakkanum voru engir skór, bara flaska Fólk verður að vera andlega skylt til að lifa saman í hamingjuríkri sambúð. af Dubonnet. Og þá sagði þessi frómi maður: — Hvaða fjárans pakk er þetta að senda þér ekki skó nema á aðra löppina. — Eftir að ég fluttist til tsafjarðar hefur þessi maður oft hringt til mín ef einhver hátíð stendur fyrir dyrum og beðið mig að senda sér Iðunnarskó. — Hvers vegna ég kom heim? Ég hef alltaf verið mikill Islendingur í mér og get ekki hugsað mér að búa neins staðar annars staðar til langframa. — Nú eruð þið Skúli tiltölulega nýgift? — Já, við Skúli gengum í hjónaband í maí sl. Eitt af þvi allra kaldhæðnislegasta við lífið er einmitt það að fólk er alls ekki fært um að velja sér réttan maka fyrr en á miðjum aldri. Áður er það bara tilviljun og alls kyns aukaatriðum háð hverjir taka saman. Svo þroskast fólk líka misjafnlega. Og uppgötvar svo allt of seint að það á enga samleið. Fólk verður að vera andlega skylt til að lifa saman i hamingjuríkri sambúð. Því miður lærist manni ekki nema með aldrinum að meta þá staðreynd að fullu. JÞ j Skop til að byrja tneð. 19. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.