Vikan


Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 20

Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 20
Framhaldssaga En i hjarta mínu held ég alltaf áfram að vtra mamma þín. Og ég mun senda þér ko;sa sem þú finnur fyrir þegar þú sefur. En núna • erð ég að fara til að finna þá manneskju sem ég verð að vera. Vertu hlýðinn við pabba. Hann verður þér eins og vitri bangsinn þinn. Ástarkveðjur, mamma. Andartak fann Ted fyrir þeirri kvöl sem það hlaut að hafa kostað hana að skrifa þetta bréf — sams konar kvöl og það kostaði hann að lesa það. Billy tók bréfið og hélt því i höndum sér. Svo setti hann það niður í skúffuna þar sem hann geymdi alla sérstaka fjársjóði og afmæliskortin sin. — Fór mamma í burtu? — Já.Billy. — Kemur hún aldrei aftur, pabbi? Fjandinn hirði þig, Jóhanna. Fjand- inn hirði þig! — Það sýnist svo, Billy. — Ætlar hún að senda mér leikföng? — Já, hún ætlar að senda þér leik- föng. — Mér þykir gaman að leikföngum. Np var ekki lengur komist hjá því að horfast í augu við staðreyndina. Hún var farin frá þeim báðum. Þegar hann fór með Billy í leikskólann á mánudaginn dró hann fóstruna til hliðar og sagði: — Við frú Kramer höfum slitið samvistum. En Billy yrði áfram hjá honum og hún varð þvi að sýna honum sérstaka tillitssemi ef hún yrði vör við að hann tæki þetta nærri sér. Fóstran sagði að sér þætti leitt að heyra þetta og fullvissaði hann um að Billy mundi njóta bestu aðhlynningar — hann gæti fengið að deila út kökunum þennan morguninn. Ted hefði líka kosið það miklu heldur þennan morgun að fá að deila út kökunt en vera fyrirvinna. En hann varð að gæta vinnu sinnar, sérstaklega núna. Nú hvildi öll framtíð Billys á honum einum. Ef það var rétt sem hann grunaði, að hann hefði vaxið I áliti hjá fyrirtækinu og fengið kauphækkun fyrir það eitt að kvænast, mundu þeir þá draga það til baka þegar hann var orðinn einn og kokkálaður? Nei, maður var ekki kokkálaður nema um framhjáhald væri að ræða. Hvað var hann eiginlega? — Aumingja þú, sagði yfirmaður hans, Jim O’Connor. — Svo að hún fór bara? — Já. — Komst hún kannski að einhverju framhjáhaldi. — Nei. — Hélt hún kannski fram hjá? — Það held égekki. 20 Vikan 19. tbl. Copyrighl 1979 bv Avery Corman. Vinir hans sögðu: — Þú færð aldrei manneskju sem er fullkomin í öllu, og eyðilögðu þar með drauma hans um eins konar Mary Poppins sem kæmi og leysti allan hans vanda. Hann vildi ekki að Billy væri í leikskóla allan daginn. — Þú ert i mestu klipu, Ted. — Mig langar til að taka mér viku frí. Til að ganga frá mínum málum. — Það er alveg sjálfsagt. — Auðvitað vil ég ekki að þið eða vinna mín þurfi að liða neitt fyrir þetta. — Ted, þú stendur þig alveg Ijómandi vel. Miklu betur en sjálft fyrirtækið. Við neyðumst kannski til að lækka kaupið aftur. Ted herptist i framan. Féll hann þá svona hratt I verði? — En vegna kringumstæðna þinna mununt við hlifa þér. Þú getur meira að segja litið þannig á að þú hafir fengið kauphækkun við að þurfa ekki að taka kauplækkun. — Ef ég gæti bara komið bankanum mínum í skilning um það. — Hvað ætlarðu að gera við krakk- ann? — Hvaðáttu við? — Ætlarðu að hafa hann? — Hann er sonur minn. — Á hann ekki afa og ömmu? Þetta verður erfitt. Ted hafði aldrei dottið neitt annað í hug en að hafa Billy. En O’Connor var skynsamur maður. Hann bar fram spurningu. Ted velti því fyrir sér hvort O’Connor vissi eitthvað sem hann sjálfur vissi ekki. — Ég reyni bara að gera mitt besta. — Ef þaðer það sem þú vilt. Hvað vildi hann? Hann ákvað að rannsaka spurningu O’Connors niður I kjölinn. Átti hann að hafa Billy? Hann gæti átt annarra kosta völ. Hann gæti neytt Jóhönnu til að taka Billy. En þá yrði hann að finna hana fyrst. En mundi hún nokkuð skipta um skoðun þó hann fyndi hana? Hún sagðist hata líf sitt. Var að kafna. Ted gat ekki ímyndat) sér áð hún mundi skyrtdilega taka á sig allt það álag sem hún var að flýja bara af því að honum tækist að finna hana einhvers staðar á Holiday Inn með einhverri tennishetju — nei, nú var hugmynda- flugið farið að hlaupa með hann I gönur. Ég verð að gleyma Jóhönnu. Þér tókst svei mér upp með þinn skerf til tvöhundruðárahátiðahaldanna, frú mín. Hvað með aðra kosti? Ekki gat hann Avery Corman:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.