Vikan


Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 25

Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 25
— Uh . . . pólsk. — Gott. Pólverjar nenna að vinna. Ahhh . . . hvaða máli skiptir það ann- ars? Þetta er harmleikur, hneyksli. — Hún er indæl kona. Hún ætlar að koma hér á hverjum degi og gera það sem gera þarf. — Hneyksli. Þessi kona. Hún er dræsa. Dræsa! — Mamma, það má sjálfsagt kalla Jóhönnu ótal nöfnum, ég veit ekki einu sinni sjálfur hverjum. En dræsa. . . Hann reyndi að byrgja niðri i sér hlátur- inn. — Hvernig geturðu komist að þeirri niðurstöðu að hún sé dræsa vegna þess arna? — Dræsa, sagði hún ákveðin. — Hóra, sagði faðir hans til frekari áréttingar. Hann hafði reynt að gera þetta eins snyrtilega og hann gat. En það hafði ekki tekist nægilega vel. Hann barðist enn við hláturinn þegar hann lagði á. Hvernig gátu þau fengið dræsu og hóru út úr þessu dæmi? Hún kallaði hann William, hann kallaði hana frú Willewska. Ted kallaði hana líka frú Willewska, hún kallaði hann herra Kramer. Ted fannst þessi formfesta helst líkjast því að þeir væru af gamalli gróinni ætt eins og Kennedyarn- ir, vanir að hafa þjónustulið í kringum STÓRKOSTLEGT ÚRVAL (fítilt SÍÐUMÚLA 15 - SÍMI 33070 með áfengi. Eða læknir eins og sonur Simons. — Hvað hafið þið eiginlega verið að gera? — Eyðileggja hjónaband. — Ég hef bara aldrei heyrt annað eins. — Þaðermjögmikiðítisku. — Hver leyfir svona hluti? — Ted? Faðir hans hafði nú yfirgefið sjónvarpsskerminn eftir að hafa skirrst við í lengstu lög að ganga úr skugga um að símtalið væri það mikilvægt að hann ætti aðfara i simann. — Hvernig líður þér, pabbi? — Léstu það viðgangast að konan færi frá þér? — Þessi ákvörðun var ekki tekin á lýðræðislegum grundvelli. — Og hún fór frá litla barninu sínu. Ahhh! Nú vældi hann líka. Þessi skömm hlaut að vera honum óbærileg því hann hafði aldrei fyrr heyrt föður sinn væla einsogmóðursína. — Ég er búinn að koma lagi á þetta allt saman. — Lagi, æpti móðir hans. — Hvernig getur nokkuð verið i lagi? — Mamma, hlustaðu nú ... — Konan þin er hlaupin frá þér... — Ég er búinn að fá húshjálp. Alveg stórkostlegan kvenmann. Hún ól upp sinn eigin son og hefur lika unnið við barnagæslu. — Hvaðan er hún? spurði hún Tjótmælt. sig. Hún var blíðlynd og skynsöm kona sem virtist hafa meðfætt hyggjuvit varð- andi barnauppeldi. Fyrir Billy var sú staðreynd að mamma hans var farin fyrir fullt og allt enn óskiljanleg. Fyrir hann var raunveruleikinn öll smáatriðin i lífi hans: Hver fer með mig i leikskól- ann? Hver sækir mig? Hver gefur mér að borða? Hvenær má ég horfa á sjón- varpið? Hver gerir það sem mamma gerði? Þetta voru honum áþreifanlegir hlutir og hann óttaðist aðeins að hann gæti ekki reitt sig á þetta. Fjarvera móður hans var enginn heimsendir fyrir hann, hins vegar var það heimsendir ef hann hafði engan lengur til að gefa sér samloku með hnetusmjöri. Þetta voru aðaláhyggjuefni Billys á meðan Ted leitaði að húshjálp. Og það lýsti sér i taugaveikluðum spurningum um klukk- an hvað hann færi í leikskólann, klukk- an hvað hann yrði sóttur og hvenær yrði borðað — hver gerir hvað, hver stendur hvar? Strax og frú Willewska kom fékk hann svar við öllum sinum spurningum nema þessari óskiljanlegu staðreynd — engin mamma? Eftir nokkra daga var Billy farinn að segja: — Pabbi, frú Will- ewska segir að ég megi ekki fá aðra smá- köku. Ég fékk eina áðan. Morgun einn, er Ted fylgdist með þeim til leikskólans, fékk hann áminningu þegar hann ætlaði að leggja af stað yfir götuna á rauðu Ijósi: — Það er rautt Ijós, pabbi. — Við förum bara yfir ef Ijósið er grænt, herra Kramer. Svo að hann læri að virða ljósin. — Það er rétt. Þér ættuð lika að taka um hönd mér, frú Willewska og leiða mig yfirgötuna. Hún færði þeim öryggi. Innst inni voru þeir báðir dálitið ruglaðir. En öll smáatriði — samlokur með hnetusmjöri og hvenær má ganga yfir götu — um þau sá frú Willewska. Hann tilkynnti vinnufélögum sínum að: — Konan min stakk af frá mér og barninu, en bætti svo venjulega við: — En við bættum úr því með því að fá okkur alveg stórkostlega húshjálp. En hann reyndi að segja þetta svo hratt að það örvaði ekki til frekari spurninga. Eftir að allt hafði gengið sinn vana- gang i vinnunni i nokkra daga og heim- ilislifið var komið í fastar skorður ákvað hann að hringja ti! foreldra Jóhönnu þar sem hann hafði ekkert heyrt frá þeim. Kannski vissu þau hvar Jóhanna var. Þau gerðu það ekki. Hún hafði látið Ted um að segja þeim frá þessu. — Vitið þið þá ekki neitt? — Vitum við hvað? — Jóhanna yfirgaf okkur, Harriet. Hún er farin. Hún yfirgaf okkur Billy til að fara og finna sjálfa sig. Þú ert svei mér kræf. Svo að þú lætur mig um að segja þeim frá þessu? Dauðaþögn við hinn endann á síman- um. — Ég var að vona að hún hefði sjálf sagt ykkur frá þessu. — Fór hún frá syni sinum? Sinu eigin barni? — Og eiginmanni. Hún fór líka frá mér. — Hvað gerðirðu henni? • — Ekkert. Harriet. Ég bað hana ekki um aðfara. — Égheldaðégséaðfáhjartakast. — Vertu nú róleg, Harriet. Hvar er Sam? — Inniístofu. — Náðu í hann. Ég bíð í símanum. — Égeraðfá hjartakast. — Ekki fá hjartakast. Náðu heldur í Sam. Hann grunaði að sú manneskja sem hafði tíma tii að tilkynna hjartakast mundi í rauninni ekki fá það. — Halló. — Sam, er allt í lagi með Harriet? — Húnsitur. — Sagði hún þér fréttirnar? — Hvernig vogarðu þér að færa okkur aðrar eins fréttir? .Framhald í nœsta blaði. 19« tbl. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.