Vikan


Vikan - 08.05.1980, Page 27

Vikan - 08.05.1980, Page 27
Kolbrún Vigfúsdóttir rekur hér band í uppistöðuna. Það er smekksatriði hvaða tegund bands er notuð en gott er að byrja með grettisgarn (sjá lið 2 i skýringartexta). ýmissa nota. Auk axlabanda,< styttubanda og belta voru gjarðir, beislistaumar, hnakka- bönd, söðulbönd, sessubönd o.fl. spjaldofin. Eins er hægt að spjaldvefa munnþurrkuhringi, merkibönd ýmiss konar (t.d. á lykla), hillubönd og allt það sem ykkur annars kemur í hug. Við spjaldvefnað þaif ekki önnur tœki en spjöldin. Gömul spjöld eru flest úr tré, sum úr beini eða horni. Nú eru þau oftast gerð úr hertum pappa eða plasti. Algengustu spjöldin, og þau sem hér verður aðallega fjallað um, eru ferhyrnd, 6-8 sm á hvern veg, með sveigðum hornum, þykktin er 1-2 mm. 1 hverju horni er kringlótt gat, 4-5 mm í þvermál, um 12 mm frá brún. 1 hvert gat er dreginn einn þráður, í hvert spjald koma því fjórir þrœðir. Fjöldi spjalda og grófleiki þráðanna rœður mestu um breidd vefsins. — Ef lesendur hafa hug á að búa sér Mynstrin réðast af þvi hvernig litunum er raðað i götin. Hér er Ásta Svavarsdóttir að draga i eitt spjaldið (sjá lið 3 í skýringartexta). til spjöld sjálfir er bent á þykkan pappa, eða jafnvel spil, en annars fást spjöldin hjá íslenskum heimilisiðnaði og kostar búntið (24 spjöld) 2.200 krónur. HS en sá einfaldi, flóknara mynstur og litasamsetning, en var samt sem áður mun vinsælli en sá einfaldi hér áður fyrr. Þegar ofið er er spjöldunum öllum snúið í einu 1/4 úr hring og sýnir Sigur- björg Jónsdóttir okkur hvernig best er að gripa um spjöldin (sjá lið 6 i skýringartexta). Hér vindur Asta Bemhöft (t.v.) ivafið i skilhönk (sjá lið 5 i skýringartexta). Við hlið hennar er Helga Jónsdóttir og sjáum við hvernig hún bregður fingri inn i skilið upp við spjöldin og þrýstir með reglustiku á ívafið (sjá lið 6 i skýringar- texta). Hér sjéum við kennarann, Sigríði Halldórsdóttur, og einn nemandann á námskeiðinu, Guðrúnu Guðmundsdóttur, bera saman bækur sinar. Guðrún hefur gengið þannig frá böndum sinum að hún lætur uppistöðuendana mynda skúf (sjá lið 8 i skýringartexta). 19. tbl. Vikan Z7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.