Vikan


Vikan - 08.05.1980, Page 37

Vikan - 08.05.1980, Page 37
UMHVERFI Á VINNU STÖÐUM Allt umhverfi, þá líka vinnuumhverfi, er afgerandi þáttur í að hindra eða auðvelda fólki að ná markmiðum sínum í lífinu, það mótar viðhorf og afstöðu manna til sjálfra sín, annarra og flestra hluta. Erna Ragnarsdóttir lauk námi í innanhúss- arkitektúr frá Leicester Polytechnic í Englandi 1966 og stundaði síðan eins árs nám í grafík- hönnun við Liverpool College of Art. Hún hefur átt aðild að rekstri Teiknistofunnar Garðastræti 17 síðan 1969. Erna er nú formaður Félags húsgagna- og innanhússarkitekta. Vinnuumhverfi hefur öðlast nýja og víðtæka merkingu hin síðari ár, enda beinist athygli manna í vaxandi mæli að umhverfinu í heild. Fólk gerir sér ljósari grein fyrir því en áður hversu afgerandi þáttur umhverfið er í að hindra eða auðvelda fólki að ná markmiðum sínum i lífinu, mótar viðhorf og afstöðu manna til sjálfra sin, annarra og flestra hluta. Mefifylgjandi myndir eru frá íshúsfélagi Ísfirðinga á Ísafirði. Vestfirskt landslag á leirflisum umlykur vinnslusal bæði sumar og vetur. Titraun er gerð til þess að gefa lif og lit vinnuumhverfi sem býður upp á fáa möguleika til slíks. Hönnun: Teiknistofan Garðastræti 17. Jafnframt þvi sem þekking okkar hefur aukist með rannsóknum og tækni- framförum hafa möguleikarnir orðið fjölþættari til þess að hafa áhrif á og bæta þetta umhverfi. Talsverð umræða hefur átt sér stað hér á landi að undanförnu um aðbúnað á vinnustöðum, einkum með tilliti til öryggisráðstafana gegn slysum, hættulegum eiturefnum eða beinu heilsutjóni sem hljótast kunni af starfi fólks á vinnustöðum. Slik umræða er brýn þar sem úrbóta er víða þörf, þó margt hafi færst til betri vegar á síðustu árum. Hvati að framförum á umhverfi vinnustaða hefur verið af ýmsum toga frá því iðnbylting og sérhæfing hófst og mannmargir vinnustaðir fóru almennt að tíðkast og hafa margir aðilar beitt sér fyrir bættu umhverfi á vinnustöðum á undanförnum áratugum. Lever bræður reyndust brautryðjendur á þessu sviði í lok síðustu aldar í Englandi er þeir byggðu hinar frægu Port Sunlight verksmiðjur og hibýli verkafólksins í tengslum við vinnustaðinn. Þegar mannvirki þessi og heildarumhverfi er skoðað er augljóst að þeir hafa litið á verkafólkið sem mannlegar verur en ekki fyrst og fremst sem framleiðsluafl, auk þess sem þeir hafa skilið að góður hagur starfsfólks og almenn vellíðan er liklegra en flest annað til þess að skapa góðan starfsanda og vinnuafköst. Kröfur neytenda um bætta þjónustu 19. tbl. Vlkan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.