Vikan


Vikan - 08.05.1980, Side 40

Vikan - 08.05.1980, Side 40
Framhaldssaga Patricia Johnstone: í lcil el< líf&iafa „Farðu til Janetar og haltu upp á trúlofun ykkar. Þegar þú hefur lagt líf þitt að veði til að koma til Englands og bjarga Karen ertu líka nógu góður fyrir móður hennar." Hún leit um öxl þegar hún heyrði dr. Muir koma inn. „Ertu kominn til að rannsaka hana?” spurði hún. Rödd hennar var blæbrigðalaus. „Já. eftir augnablik, góða min. En ég vildi ræða aðeins við þig fyrst.” Augu hennar urðu stór og dökk. Hann sá von blandast orðlausum ótta. Þegar þau voru komin út fyrir dyrnar sagði hann blátt áfram: „Við höfum unnið, Janet, Mergur Karenar er byrjaður að framleiða hvít blóðkorn.” „Er það öruggt?” Rödd hennar var aðeins hvisl. „Ég sá það sjálfur.” Hann þakkaði Harlow í huganum fyrir að hafa sótt hann svo að hann gæti sjálfur sagst hafa séð blóðsýnin. Taugar Janetar voru þandar til hins ýtrasta og hún þorði næstum ekki að trúa því að þetta væri satt. Hún lokaði augunum og hann lagði höndina hughreystandi á handlegg hennar. ,,Nú ætla ég aðeins að skoða Karen. Ef hún er álíka hress og í gær getur þú byrjaðaðundirbúa heimkomu hennar.” Og allt í einu varð hinn langi tími óttans Janet ofraun. Hún greip höndun um fyrir andlit sér og brast í grát. Hann horfði ráðþrota á hana, hann gat ekkert gert. Þetta voru tár sem hún varð aðfá aðfella. Hann opnaði dyrnar og kallaði á Peter. — „Viltu koma hingað sem snöggvast og hugsa um Janet!” Síðan flýtti hann sér inn. að rúmi Karenar, tók spilin úr höndum Peters og ýtti honum í áttina að dyrunum. „Þið getið haldið áfram að spila seinna,” sagði hann. Síðan tók hann niður plasthengið sem verið hafði allar þessar vikur í kringum rúm Karenar. Læknisfræðilega séð mátti næstum kalla þetta kraftaverk. Og kraftaverk eru ákaflega sjaldgæf. I huga sér fór hann með þakkarbæn vegna þess að slík kraftaverk áttu sér stað þrátt fyrir allt. En hann hugsaði ekki aðeins um þetta eina barn. Það voru önnur sem þörfn- uðust lækningar, sum þessara barna höfðu ekki einu sinni verið rannsökuð að fullu ennþá. Og björgun Karenar gaf þeim öllum von. Chris hafði reynst ómögulegt að koma nokkru í verk allan morguninn. Hann gat ekki unnið sig frá hugsunum sinum. Þær þyrluðust um í höfði hans, frá sjúkrahúsinu til Janetar, Karenar. . . og síðast en ekki síst, Peters Blake! Ef hann aðeins gæti náð tali af henni. þó ekki væri nema augnablik! Bara svo að hann gæti sannfært sjálfan sig um að allt væri í lagi . . . að Blake hegðaði sér skikkanlega. Hann efaðist um að hún vildi tala við hann en hann ætlaði alla vega að reyna. Hann var einmitt á leiðinni upp þrepin að aðalinngangi sjúkrahússins þegar hann heyrði kallað: „Chris!” Hann leit upp, og þarna var hún, geislandi af hamingju. Hún leiddi litla stúlku, stúlku í skotapilsi og gulri blússu. Ijóshærða stúlku, sem hafði jafnstór og falleg augu og móðir hennar. Hann hljóp upp siðustu þrepin: „Janet!” Hann sá það á brosi hennar að hún var honum ekki lengur reið. „Góðar fréttir?” spurði hann. „Dásamlegar.” Karen bar leikfanga- kengúru í fanginu. „Heilsaðu hr. Jennings,” sagði Janet. „Komdu sæll. Ert það þú sem keyrir rauða bilinn?” Hann vissi að hún hafði séð hann frá glugganum áður fyrr og svaraði: „Því miður er ég ekki á bílnum i dag. Annars hefðir þú getað fengið bíltúr.” „Peter á líka bíl. Hann kemur bráðum.” Blake. allt snerist um Blake. En nú myndi honum takast að losna við hann. „Fer hann heim i dag?” spurði hann. Janet kinkaði kolli. „Hann flytur inn á hótel þar til hann fer aftur til Ástralíu.” Það munaði mjóu að Chris hefði beðið of lengi. Nú varð hann að hafa augun á Blake. „Chris. Við mamma höldum smáboð i kvöld. Bara svona til að bjóða bestu vinum okkar I glas. Þú kemur, er það ekki?” „Kemur Peter lika?” „Auðvitað.” Hann leit á Karen en hún hlustaði ekki lengur á fullorðna fólkið. Hún fylgdist með fólkinu sem gekk út og inn á sjúkrahúsið. Hann reyndi að leyna biturleika sinum þegar hann sagði: „Það er tvöföld ástæða?” „Já.” Augu hennar mættu hans af staðfestu. Hún vissi ekki enn að það yrði ógjörningur. Á þessari stundu óskaði hann þess eins að hann gæti hlíft henni við því áfalli sem óumflýjanlegt var. Bíll stansaði fyrir framan innganginn og Blake veifaði til þeirra. Hann var hár og myndarlegur. Chris kinkaði kolli: „Ég kem.” Chris mætti næstum klukkustund of snemma til veislunnar. Hann hugsaði með sjálfum sér að e.t.v. kæmi Blake einnig snemma og hann hafði hugsað sér aðstöðva hann. Hann hafði hugsað um þetta svo oft. Þetta snerist aðeins um Janet. Janet og Karen. Hann hafði lagt bílnum tíu metra frá húsinu þar sem þær bjuggu. Það voru ntörg tré við Branfield Avenue og ekki var hægt að sjá btlinn frá húsinu. Hann sat við stýrið og beið. Á sætinu við hliðina á honum lágu pappírar og mynd af Michael Hodgson ásamt gömlum blaðaúrklippum. Hann hafði einmitt kveikt sér í sígarettu þegar bill Peters beygði inn götuna. Hann lagði honum sömu megin og Chris, siðan fór hann út úr bílnum og tók stóra körfu úr aftursætinu, læsti bilnum og gekk i áttina til Chris. Þegar hann var næstum þvi beint fyrir framan bilinn beygði Chris sig út um gluggann og sagði: „Ég vildi gjarnan fá að ræða aðeins við þig áður en við förum inn.” Um leið opnaði hann dyrnar fyrir Peter. Ef Blake renndi grun í hvert erindið var þá lét hann alla vega ekki á þvi bera. „Sæll Chris. Þú ert snemma á ferðinni,” sagði hann. Rödd hans var eðlileg og vingjarnleg og hann settist inn í bílinn. „Jú, ég kom snemma af því ég vildi ræða við þig fyrst.” 40 Vlkan 19. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.