Vikan


Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 41

Vikan - 08.05.1980, Qupperneq 41
,.Um hvað?" Chris tók eftir því að andlitsdrættir Peters voru nú spenntir. „Mér er illa við að tala um það hér." „Þá litur út fyrir að það verði að bíða því að ég verð að drifa mig að skila körfunni." Röddin virtist eðlileg en þó var sem andardráttur hans væri spenntari. Nei. þetta getur ekki beðið. Við verðum að halda Janet fyrir utan þetta." Nú starði Blake orðlaus á hann. Einhvern veginn fór það í taugarnar á Chris að hafa manninn svo gjörsamlega á sínu valdi. Hatur hans hafði nú breyst i óbeit og óþægindi og þessa stundina gat hann ekki annað en fyrirlitið sjálfan sig fyrir þaðsem hann gerði. Hann flýtti sér að segja eitt einasta nafn: „Michael Hodgson ...” Hann tók eftir þvi hvernig Michael — Peter Blake — seig bókstaflega saman í sætinu. Allur kraftur hans virtist nú hafa fjarað út. Einhvern veginn virtist það grátbroslegt hvernig hann righélt í körf- una sem hann bar í fangi sér. Allir vöðvar hans virtust nú kraftlausir. Hann bærði varirnar áður en hann kom upp nokkru orði. Loksins kom það þó: „Allt í lagi. Við hvað áttu?” „Það er krá hér í nágrenninu, þar getum við rætt saman i friði. Við getum skilið körfuna eftir í bílnum á meðan. Hvaðer i henni?” „Kettlingur til Karenar." Rödd hans var nú aftur ákveðin: „Ég skil hann ekki eftir í bilnum.” Chris fannst sem hann hefði fengið högg undir beltisstað. SÖGULOK Það var enginn inni á kránni og þeir settust við eitt hornborðið. Peter lagði körfuna með kettlingnuni á stólinn við hliðina á sér. „Hvað hefurðu hugsað þér að gera?” spurði hann. „Þú getur ekki gifst Janet." sagði Chris og tók fram gömlu myndina af Michael Hodgson. „Ég held að þetta hljóti að vera nægar sannanir fyrir lögregluna," sagði hann þunglega. Blake drakk sopa úr glasinu og lagði þaðsíðan frá sér. „Það er undarlegt hvernig hlutirnir eru. Hugsunin um þetta hefur fyllt mig hræðslu i átta ár og nú hefur það gerst.” Chris leit undrandi á hann. Hvað hafði hann eiginlega hugsað sér að maðurinn myndi gera? Slást? Stinga af? Hann vissi þaðekki en þessi rólega fram koma kom honum á óvart. „Við verðum að sjá til þess að þetta skaði ekki Janet." sagði Peter Blake. Chris varð að taka á öllu sinu til að muna eftir því að þessi maður var morðingi. Hann hafði myrt eiginkonu sína og flúið réttvísina. „Þú hefðir átt að hugsa um það eitthvað fyrr." sagði hann. „Hugsa um það. Ég hef ekki hugsað um annað siðan ég sá hana fyrst — í Ástralíu. Ég vildi ekki koma. Ég hefði aldrei stigið fæti aftur á þetta land ef það hefði ekki verið vegna hennar." Chris starði á hann: „Nei en þú hefðir getað gætt þess að samband ykkar yrði ekki svona persónulegt," sagði liann biturlega. „Þú mátt ekki halda að ég hafi ekki hugsað um |retta sjálfur. Bæði dag og nótt. En það fór bara svona ...” Chris varðallt i einu reiður. Þetta var umræðuefni sem hann átti erfitt með að tala um. „Fór svona... . kannski eins og þegar þú myrtir konuna þina?" Peter lét sem hann tæki ekki eftir reiði hans. „Einmitt. Það var líka bara eitt af því sem hendir. Slys sem enginn gatséðfyrir." „SLYS!" Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta hafði Chris aldrei Glæsileiki einkennir heimiUstœkin frá KPS, Noref>i. Þú fœró allt í eldhúsiö í tízkulitum, eldavélar f’ufuf’levpa, kœliskápa, frystiskápa, frvstikistur of> uppþvottavélar. Tryggur heimilisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Simi 16995. 19. tbl. Vlkan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.