Vikan


Vikan - 08.05.1980, Page 42

Vikan - 08.05.1980, Page 42
Framhaldssaga dottið í hug. Hann hnyklaði brýrnar. Þarna var eitthvað sem ekki passaði. Fólk sem varð fyrir slysi þurfti ekki að flýja lögregluna. „Fyrsl það var slys, hvers vegna í ósköpunum sagðir þú þá ekki lögregl- unni frá því?” „Ég varð sem lamaður af ótta. Ég BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fáanlegt • I 4 geröum. Hver og einn gelur fengiö shampoo viö siff hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. Hcildsölubirgöir. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstræli 12. simar: 12800 - 14878 vissi að enginn myndi trua mér. Allir vissu að við höfðum rifist mikið. Ég hafði líka augljósa ástæðu: Hún hélt við besta vin minn.” „En ef þú varst saklaus . . .?” Chris vissi að hann var að missa fótfestuna. Það var eitthvað svo blátt áfram og heiðarlegt við þennan mann að hann varð að endurskoða afstöðu sína. „Saklaus?” Peter hló biturlega. „Heldur þú virkilega að mér hafi fundist ég vera saklaus? Hjónaband okkar var eitt stórt slys frá upphafi til enda og það var jafnmikið mér að kenna og henni. Við vorum allt of ung þegar við giftum okkur. Hún elskaði að skemmta sér með öðrum ungum mönnum og ég gat ekki jþolað það. Kvöldið sem hún dó höfðuni við bæði drukkið of mikið. Við rifumst enn meira en nokkurn tíma áður. Hún sagði mér að hún héldi við vin minn. Hún striddi mér, já, hæddist að mér ve£na þess . . . og svo kastaði ég henni frá mér. Við áttum þungt marmaraborð ... hún lenti á því með hnakkann." „Nú skil ég þetta betur.” Chris leit riiður á hendur sínar. Hann gat ekki að þvi gert, honum var næstum farið að líka vel við Blake. „Ég ætla ekki halda þvi frani að mér sé léttir að því að þú komst upp um mig. Ég hef verið heppinn að sleppa svona lengi. Ég vildi þó óska þess að Janet gæti sloppið við það sem nú bíður hennar.” Chris sat stundarkorn djúpt hugsi. Síðan sagði hann: „Hún þarf ekki að fá að vita neitt.” Andartak var sem loftið væri rafmagnað. „Hvernig . . . hvað áttu við?” stamaði Peter. Allt í einu tók Chris upp myndina af í leitað lifsjafa Peter og blaðaúrklippurnar og reif í tætlur. Hann ýtti pappírssneplunum yfir til Peters og sagði: „Gjörðu svo vel. Brenndu þetta bölvaðdrasl eins fljótt og þú getur.” Peter Blake starði undrandi á hann. „En, hvað finnst þér eiginlega að ég ætti að gera?” „Farðu til Janetar og haltu upp á trúlofun ykkar. Þegar þú hefur lagt líf þitt að veði til að koma til Englands og bjarga Karen ertu líka nógu góður fyrir móður hennar.” Chris fann ekki lengur til biturleika. Hann vissi að nú var allt eins og það átti að vera. Og hann hefði þrátt fyrir allt misst Janet. „Hvað með lögregluna?” spurði Peter lágt. „Lögreglan fær ekkert að vita. Málinu er lokið. En ég vona að þú viljir þiggja gott ráð. Í hjónabandi er ekki hægt að lifa með slikt leyndarmál. Þú verður að segja Janet sannleikann. Og það strax. Ég er viss um að hún sér málið á sania háttog ég geri.” „Já. en gestirnir eru að koma núna. Það myndi eyðileggja kvöldið fyrir henni og ég verð að gefa henni umhugsunarfrest.” „Ef það reynist nauðsynlegt þá getið þið látið ykkur nægja að halda upp á bata Karenar i kvöld. En hertu þig upp og segðu Janet að þú verðir strax að fá að ræða við hana. Að þú hafir nokkuð að segja henni sem ekki geti beðið. Þá verður hún að hlusta á þig. Það er ekki rétt gagnvart henni að segja henni ekki sannleikann fyrr en eftir að þið eruð trúlofuð.” „Ég held að þú hafir rétt fyrir þér, Chris. Ég gæti heldur ekki þolað þá raun að lifa lífinu með henni og lygunum sem fylgdu því að segja henni ekki allt af létta. Við Janet verðum að hafa allt á hreinu okkar á milli. Okkar samband verður að halda eða hrökkva.” Seint, næsta kvöld. sat Peter um borð í flugvélinni á leið til Ástraliu. Janet hafði ekki einu sinni hugsað sig um þegar hún fékk að vita sannleikann. Það fyrsta sem hún sagði var aðeins: „En hvað þér hlýtur að hafa liðið hræðilega, Peter.” Hún geislaði bókstaflega af hamingju þegar hún sagði gestunum frá því að bráðum myndu hún og Karen flytjast til Ástraliu, og ef það var mögulegt var Karen jafnánægð yfir að Peter yrði faðir hennar og að þau ættu öll að búa i landi kengúrunnar. Það eina sem skyggði á var hik ömmu hennar. Átti hún að fara með þeim eða ekki? Gat hún sest að svo fjarri þeim stöðum sem höfðu verið heimkynni hennar alla ævi? Hún myndi sennilega reyna í eitt ár því að tilhugsunin um að vera án Janetar og Karenar var jafnvel enn þungbærari. Á meðan þotan kleif upp í alstimdan himininn sat Peter og hugsaði um að jafnvel fyrir hann sæist nú Ijós i myrkrinu og að fljótlega yrði dagur á ný. 1 fyrsta skipti í mörg ár gat hann nú litið framtíðina björtum augum. Hann var á leiðinni til landsins sem hann nú leit á sem föðurland sitt, atvinnu sinnar og Owens Jenkins sem alltaf hafði tekið Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Hósaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. BIABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 42 Vikan 19. tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.