Vikan


Vikan - 08.05.1980, Síða 51

Vikan - 08.05.1980, Síða 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson ^7' Jórunni dóttur sinni og bað hana að finna sig i svefnhúsi sínu. Hún brá við skjótt. En þegar hún kom til föður síns sá hún að hann var blóðugur í andliti. Henni varð bilt við en biskup sagði henni upp alla sögu. Jórunn bað föður sinn mikillega fyrirgefningar á högginu og kvað biskup hana auðfengna. Eftir þetta vandaði hann aldrei um þótt Jórunn léki sér við skóla- sveina. Um það leyti sem Jórunn var um fermingu var fjósapiltur á Hólum sem Stefán hét Einarsson. Hann var ættaður úr Skagafirði, litilla manna. Ekki var hann fríður sýnum en mjög greindur. Páskadagsmorgun einn gekk Stefán til lækjar þegar hann hafði mokað flórinn til þess að þvo sér. í sama mund gekk Jórunn biskupsdóttir lika til lækjar út um bakdyr bæjarins. Þegar hún gekk frá læknum gekk Stefán til lækjarins og mættust þau. Stefán var mykjugur um hendur en Jórunn á rauðum skarlats- upphlut I fannhvítri línskyrtu. Þá yrti Stefáii á Jórunni og sagði: „Má ég nú ekki klappa þér?” Hún tók þessu snúðuglega og sagði: „Því læturðu svona, strákur?” Þá sagði Stefán þessa einkennilegu setningu: „Þvi læturðu svona, Jórunn min. Ég verð þó maðurinn þinn!” Ekki ræddust þau meira við í þetta skiptið. En haustið eftir var Stefán tekinn I skólann á Hólum og gekk honum námið ágætlega svo hann útskrifaðist með besta vitnisburði þegar tími var til kominn. Um sama leyti giftist Jórunn Hannesi Scheving sýslumanni og tók hann Stefán sem skrifara. Hannes var hinn mesti ágætismaður en lifði skamma stund. Hann dó 1. maí 1726 og er mælt að hann hafi sagt að Stefán myndi kvænast Jórunni eftir sinn dag. Hannes sýslumaður bjó að Munka- Þverá og Jórunn eftir hann og var Stefán fyrir búi hjá henni svo árum skipti. Að lokum fór samt svo að Jórunn varð þunguð af hans völdum. Hún skrifaði föður sínum og sagði honum hvemig komið var og bað hann að stuðla að þvi að hún fengi að giftast Stefáni. En foreldrum hennar þótti gjaforðið _ of lítilmótlegt fyrir dóttur sína og dróst því að biskup svaraði bréfinu. Þegar Jórunn sá hvað verða vildi lét hún söðla hest og reið sjálf vestur að Hólum, þótt hún væri harðólétt. Þar hitti hún föður sinn og talaði svo um fyrir honum að hann lét það eftir að hún ætti Stefán og útvegaði hann dóttur sinni svo uppreisn árið eftir. Síðan voru þau gefin saman og var Stefán prestur að Munkaþverá 1730-1734. En árið 1738 fluttu þau hjónin búferlum að Laufási og var Stefán þar prófastur i 16 ár. Það var einhvern tima á prófastsárum séra Stefáns I Laufási að hann messaði sunnudag einn siðla vetrar en dvöl varð á messugjörðinni þvi fólk kom ekki til kirkju. Prófastur var þá að ræða við nokkra góða bændur, sem voru staddir þarna i kórnum hjá honum, um sitt af hverju en einkum lífsferil sinn. Þá varð prófasti þessi visa af munni: Man ég það, ég mokaði flór með mjóum fingrabeinum, er ég nú kominn innstur I kór með öðrum dándissveinum. Vísan minnti auðvitað á það þegar séra Stefán var fjósamaður á Hólum I æsku, eins og sagt var frá hér að framan. Séra Stefán þótti lærdómsmaður mikill. Hann dó árið 1754. Eftir lát hans flutti Jórunn búferlum áð Grund i Höfðahverfi og bjó þar I 21 ár. Hún andaðist 1775. Jórunn hafði marga kosti og mikla. Þau séra Stefán áttu börn sem upp komust og lifa afkomendur þeirra enn i dag. □ 19. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.