Vikan


Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 5

Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 5
Ljósm.: Ólafur Jónsson og Kristín Sigurðardóttír Af og til eru framkvæmdir við Hrauneyjafoss í fréttunum. Þar er verið að reisa virkjun sem á að verða 210 megavött að stærð, álíka stór og Búrfells- virkjun. Síðastliðið sumar störfuðu þar hvorki meira né minna en 6-700 starfsmenn, flestir íslendingar, en þó um hálft hundrað útlendinga. Fjölmenni þetta er þó ekki það mesta sem hefur verið á einum stað á hálendinu við virkjunar- störf. Það er síður en svo að mönnum þyki miður að fara í óbyggðir og vinna heilt sumar og jafnvel lengur, því mjög er sóst eftir að komast þangað til vinnu. Helst eru það auðvitað tekjumöguleikar sem heilla en menn verða líka að vinna fyrir kaupinu sínu. Flestir dvelja langtímum saman fjarri fjöl- skyldum og heimili, þó helgar- leyfi séu löng aðra hverja helgi og gel'i flestum færi á að hitta fólkið sitt en styttri leyfin nýtast mörgum einnig. Þó er tilhögun vinnutíma og helgarleyfa nú í miklu betra lagi en áður var og unnið í samvinnu við verkalýðs- félögin að þeim málum. Farand- verkamenn í öðrum atvinnu- greinum vitna t.d. í tilhögun Hvað skvldi vera hægt að bvgfija mörg einbýlishús úr þessari steypu? 1 einum vcgg i virkjuninni er steypa í 14hús. mála hjá þeim sem vinna við virkjanir þegar þeir leita eftir leiðréttingu sinna mála. Að þessu sinni verður komið að Hrauneyjafossi einkum með það í huga að grennslast fyrir um hvað er sér til gamans gert utan vinnutíma, því þótt vinnu- dagur sé langur (það þykir ekki tiltökumál að vinna frá 7-7) eru alltaf einhverjar frístundir sem gefast og kannski færra sem glepuren í þéttbýlinu. Tómstundastarf þeirra sem vinna lengst uppi á hálendinu er um margt með öðru sniði en á láglendinu þar sem flestir landsmenn búa og starfa. Staðurinn setur auðvitað viss takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. Menn hlaupa ekki á úrslitaleikinn í 1. deildinni nema hann beri upp á helgi en hins vegar eru fjörugir íþrótta- viðburðir á staðnum, menn rölta ekki á hvaða kaffihús sem er i síðdegiskaffinu en það þykir víst lítið gera til því kaffið hjá ráðs- konunni sé einstakt í sinni röð, menn renna ekki á bíó í bæinn hvenær sem er en það gerir heldur ekkert til því þeir geta skroppið í bíó á staðnum en kvikmyndasýningar eru 4 kvöld i viku við Hrauneyjafoss. Hins vegar eru ýmsir staðir sem ekki eru í alfaraleið rétt handan við næsta malarkamb. Landmannalaugar varla í klukkutíma fjarlægð og hálftímanum lengra eða svo í aðra átt eru Veiðivötn. Paradís skokkara? Einhverjir þeirra sem vinna við virkjunina hafa komið auga á fjölbreyttar leiðir sem hægt er að skokka og á kvöldin er sagt að sjáist til einhverra uppáklæddra í „jogging”-galla, hlaupandi um svæðið. Víst er um það að vegir eru fjölbreyttir innan svæðisins og eflaust hægt að finna sér góðan hring til að skokka. Útivist er hægt að stunda með öðru móti einnig. Margir taka upp veiðistöngina og fá víst sæmilega þarna í nágrenninu. Fyrir Heklugos var farið að bera á berjum en gosið setti óneitan- lega strik í reikninginn fyrir berjaglaða. 38. tbl. Vikan 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.