Vikan


Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 14

Vikan - 18.09.1980, Qupperneq 14
Erlent Fjölskyldumál — Ný stjarna? Susan Anton er nafn sem nú ný- verið skaut upp á stjörnuhimin- inn. Hún leikur aðalhlutverkið í kvikmynd sem ber nafnið Gull- stúlkan (The Golden Girl) og fjallar um gullinhærða stúlku sem alin er upp með það fyrir augum að verða ólympíu- Hver var aí> tala um a» einhverju máli? Susan Anton með vini sínum, enska grínleikaranum Dudley Moore. methafi í spretthlaupi. Allar upptökur voru gerðar í Kaliforníu og leikarar með Susan eru m.a. James Coburn, Curt Júrgens og Leslie Caron. Ekki dónaleg byrjun það! Fæðing og hvernig fæðing fer fram er eitt af þeim efnum sem ekki er talað mikið um. Það er í rauninni íhugunar- vert hvernig staðið getur á því að konur hafa sáralítið gert að því að opinbera reynslu sina um fæðingar. Fæðing tilheyrir þó þeirri reynslu sem flestar konur eiga sameiginlega og lenda ein- hvern tímann í og hún er gjarnan sú mesta tilfinningalega reynsla sem konur verða fyrir. Fæðing er einnig erfið líkamlega vinna. samfara miklum sárs- auka, áhyggjum og sálrænni streitu. Flestar konur tala aðeins um fæðingar vinkvenna á milli og sem nokkurs konar leyndarmál sem er aðeins fyrir konur. Þessi tilhneiging til að gera fæðingar að leyndarmáli er háð ýmsum goðsögnum sem enn eru um fæðingar, eins og að fæðing sé hápunktur tilver- unnar fyrir konur, nokkuð sem sé eðlilegast af öllu fyrir konu að fara í gegnum, dásamleg upplifun og þviumlíkt. Fæðing er örugglega dásam- leg reynsla fyrir margar konur en hún er líka mikið áfall og fjarri því að vera dásamleg fyrir margar konur. Það eru sennilega fleiri konur sem kviða fyrir fæðingu og verða fyrir áfalli þegar þær skynja sársauka fæðingarhríðanna og erfiðleikana við að koma barninu i heiminn en þær sem finnst að þessi reynsla sé einungis dásamleg. Þetta á að vísu oftar við um konur sem eru að eiga sitt fyrsta barn en þær konur sem hafa eignast fleiri börn. Hins vegar mótar oft fyrsta fæðingarreynsla konu mikið og það hvernig hún skynjar fæðingu númer tvö er oft háð því hvernig gekk i fyrsta skipti. Það er engin ástæða til að hræða konur á sársauka og erfiðleikum fæðingar þegar þær ætla að fara að fæða i fyrsta skipti. En það er á hinn bóginn alls engin ástæða til þess að þegja og segja þeim ekki frá því að fæðing sé yfir- leitt erfið líkamleg vinna, mikil sálræn reynsla og geti valdið mörgum áfalli sem lengi er verið að ná sér eftir. Það er oft auðveldara að standast raunirnar þegar maður veit að aðrir hafa reynt svipað og komist yfir það óg að ein- liverju leyti búið sig undir hverju von er á. Karlmenn og fæðingar Það hefur vakið furðu margra að langmest af því efni sem hefur verið skrifað um fæðingar hafa karlmenn skrifað. Þetta er að sjálfsögðu þeim mun furðulegra sem karlmenn hafa enga jarðneska möguleika á þvi að upplifa fæðingu á eigin líkama. \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.