Vikan


Vikan - 18.09.1980, Side 16

Vikan - 18.09.1980, Side 16
Smásaga þeirri sömu stundu. En því miður, áður en furstinn gat hreyft legg eða lið rann lest hennar af stað. Hin fagra dís var horfin úr lífi hans jafnskjótt og hún hafði birst honum. Eða það hefði mátt ætla. MORÐÍ LEIFTURSÝN Sakamálasaga eftir Orla Johansen Ég sá mann fremja morð. Eða var það ekki morð? Hvað hafði ég l rauninni séð út um lestargluggann? Þá fyrst fór ég til lögreglunnar, þegar ég las um morðið í blöðunum. Lögreglufulltrúinn fullvissaði mig um að hann hefði uppi á morðingjanum áður en morðinginn hefði uppi á mér. irEGAR setið er í notalegum og þægilegum lestarklefa á fyrsta farrými, meðan lestin brunar gegnum þykkt og mjúkt myrkrið, fer ekki hjá því að ýmis- legt leitar á hugann. Rjúkandi kaffi- bollinn og koníakið, sem lestarþernan skenkir, hafa örvandi áhrif á hugar- flugið, að ekki sé talað um þegar búið er að kveikja í góðum vindli og tempra Ijósið i klefanum. Það er að segja, þessi notalegheit eru vitaskuld undir því kom- in að maður sé einn í klefanum. Ég er mjög oft einn í notalegum og þægilegum lestarklefa á fyrsta farrými. Ég á iðulega erindi að reka í höfuðborginni, sem ég reyni að afgreiða um miðja vikuna, og ég veit af reynslu að um það leyti vikunnar eru yfirleitt sárafáir farþegar á fyrsta farrými siðustu hraðlestarinnar. Með hraðlest á ég við lest sem hefur aðeins viðkomu I stærstu bæjunum. Mörgum leiðist að feröast með lest. Ég er á öndverðri skoðun og þvi nota ég sjaldnast minn eigin bil i þessum ferðum. Mér finnst fyrirhafnarminna að eftirláta lestarstjóranum erfiðið og ábyrgðina af heimferðinni í stað þess að þurfa sjálfur að sitja undir stýri mörg hundruð kílómetra eftir annasaman og þreytandi dag I höfuðborginni. Þetta tiltekna kvöld fór ég — guð má vita hvers vegna — að rifja upp I huganum kvikmynd sem ég sá einhvern tíma í æsku. Aðalpersónan var, ef ég man rétt, fursti nokkur sem var á ferð í járnbrautarlest og meðan lestin hafði skamma viðdvöl á járnbrautarstöð I ókunnu landi kom hann skyndilega auga á þá konu sem hann hafði ætíð dreymt um en aldrei fundið. Raunveruleikinn er allt annar. Þarna var hún. Mynd hennar blasti við honum I einum glugganna á annarri járnbrautarlest, sem stóð þar við. Hún var undurfögur og furstinn — ó, hvílík rómantik! — varð ódauðlega ástfanginn á "M 16 ViKan 38. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.