Vikan


Vikan - 18.09.1980, Side 18

Vikan - 18.09.1980, Side 18
Smásaga næst teygði hann fram hendurnar, og nú leist mér ekki á blikuna. Hann kreppti fingurna um háls hennar. Um framhald þessara atburða er ég ekki meira en svo viss. Þessi sýn fékk afskaplega á mig og ég man hvernig ég saup hveljur af undrun og skelfingu. Mér virtist konan veita hatrammlegt viðnám en ég endurtek að mér er atburðarásin ekki fyllilega Ijós, svo mjög sem þetta kom mér á óvart. Og rétt i þessa mund herti lestin ferðina að nýju og bar mig burt frá þessari skelfilegu sýn. Ég hneig aftur niður í sæti mitt. Hvað átti ég aðgera? Hver sem reynir aðsetja sig í mín spor hlýtur að skilja að mér var vandi á höndum. Ofangreindir atburðir höfðu gerst á aðeins nokkrum sekúndum og lestin var nú þegar komin á talsverða ferð. Átti ég að toga í neyðarhemilinn? Og ef ég gerði það, hvernig átti ég þá að lýsa þessum atburðum? Var nokkur von til þess að finna húsið? Og þótt tækist að finna húsið var útilokað að unnt yrði að koma i veg fyrir dauða þessarar ungu stúlku. Dauða? Gat ég yfirleitt verið viss um að ég hefði séð rétt? Var hugsanlegt að ég hefði þarna verið áhorfandi að einhvers konar spaugi? Gat þetta ekki hafa verið ástfangið par sem sýndi hvort öðru ástarhót á þennan undarlega máta? Og enn datt mér skýring i hug: Gætu þetta hafa verið áhugaleikarar að æfa hlutverk sin heima? Þannig reyndi ég að láta mér koma til hugar allar mögulegar skýringar og að lokum þóttist ég hafa sannfært sjálfan Erlent mig um að ég hefði gert rétt í því að láta kyrrt liggja. Þvi hvað hafði ég I rauninni fram að færa? Þó var samviska mín langt frá því að vera hrein. Þegar ég kom heim til Vestbjerg var Anna gengin til náða. Hún rumskaði, þegar ég kom inn í svefnherbergið, og spurði mig syfjulega hvernig ferðin hefði gengið, svona eins og flestar eiginkonur spyrja menn sina. þegar þeir koma heim úr ferðalagi, og ég kyssti hana á ennið og sagði að ég hefði gert góða ferð. Innan lítillar stundar var hún steinsofnuð aftur. En ég átti bágt með að festa svefn og ég hét sjálfum mér þvi að fylgjast vel með blaðafréttum næstu daga og láta það ekki fram hjá mér fara ef skýrt yrði frá þvi að framið hefði verið morð i Sonderkobing. Þegar ég hafði friðað samviskuna á þennan hátt tókst mérloks að sofna. En það liðu margir dagar áður en ég las fréttina um morðið i Sonderkobing, af þeirri einföldu ástæðu að þess varð ekki vart fyrr en mörgum dögum síðar. /xLLA ofansagða frásögn fékk Sorensen rannsóknarlögreglumaður í Sonderkobing að heyra af minum vörum samdægurs og fréttin birtist. Og ég afsakaði það mörgum orðum að hafa ekki látið til min heyra fyrr. Ekki vegna þess að það hefði getað bjargað lífi Minnu Hálund. Af öllum sólarmerkjum að dæma hlaut hún að hafa látið lífið einmitt á því andartaki sem ég horfði inn í stofu hennar út um lestarglugga minn. Samkvæmt blaðafregnum, svo og frásögn Sorensens rannsóknarlögreglu- manns, hafði Minna Hálund verið falieg stúlka, rétt eins og mér hafði sýnst. Hins vegar þótti með ólíkindum að fátækleg laun hennar fyrir afgreiðslustörf í verslun hefðu getað borið uppi þann ríkmannlega lifsstíl sem hún virtist hafa tileinkað sér. Lögreglan hafði því komist að þeirri rökréttu niðurstöðu að hún hlyti að hafa átt vel stæðan elskhuga. Sorensen fór ekki dult með óánægju sína yfir því hversu seint ég kom með vitnisburðminn. — Ef þér hefðuð strax tekið I neyðar- hemilinn, nöldraði hann áreiðanlega i tuttugasta skipti. Ég andvarpaði, áreiðanlega i tuttugasta skipti. — Já, en það gerði ég sem sagt ekki og spurningin er vitaskuld hvort Minna Hálund hefði verið nokkru bættari með það. Hvernig hefði ég átt að geta vísað á rétta gluggann? Auk þess... — Rétt er það, greip hann fram. i. — En engu að síður hefði leitin að morðingjanum vafalaust orðið auðveld- ari. Hann hagræddi sér í stólnum og kveikti í pípu sinni. — Jæja, það þýðir ekki að fást um það, sagði hann. — En eftir því sem best er vitað eruð þér eini maðurinn sem sá morðingjann og þar af leiðandi sá eini sem gæti þekkt hann aftur. Má ég biðja yður að endurtaka lýsinguna á manninum? Ég hristi höfuðið vonleysislega. — Ég vildi svo gjarna geta orðið til gagns. En þér vitið sjálfur hversu mikið. .. eða réttara sagt hversu lítið af því sem RÚMIÐ HANS REBROFFS Eins og kom fram I Vikuviðtali við Ivan Rebroff á þessi söngvari, sem söng við svo óhemjulegar vinsældir hér á landi, eitt forláta rúm I höll sinni utan við Frankfurt. Það er skorið úr tré, vegur 15 tonn og er um 300 ára gamalt. Konan sem er með honum á myndinni hefur þó sennilega aldrei komist lengra en að rúmstokknum og Rebroff hefur hingað til ekki kosið að deila dýrgripi jjessum með neinum til frambúðar. birtist í slíkri leiftursýn festist í minninu. En ef það gæti nokkuð hjálpað er lýsing min á þessa leið: Aldur'mannsins gæti verið 35-40 ár. Mér virtist hann nokkuð þrekvaxinn en það sem fyrst og fremst vakti athygli mína var dökkt alskegg hans. Þvi miður er alskegg slíkt tisku- fyrirbrigði um þessar mundir að það hjálpar víst lítið. — Þér eruð vissir um þetta með skeggið? — Eins viss og unnt er að vera í slikum kringumstæðum, sagði ég afsakandi. — Hvernig var hann klæddur? — Ég held að mér sé óhætt að segja að hann hafi verið í buxum og skyrtu, en jakkalaus. — Ekkert hálsbindi? Ég andvarpaði enn á ný. — Því miður, mér er ómögulegt að muna það. Allt I einu brosti Sorensen rannsóknarlögreglumaður. — Ég skal segja yður, herra Molhorn, að það gleður mig á vissan hátt að þér skulið ekki vera allt of öruggur i lýsingu yðar. Það hefði sannarlega vakið grunsemdir mínar ef þér hefðuð lýst öllu í smáatriðum, klæðnaði og aðstæðum, því að eins og þér segið sjálfur er óhugsandi að muna nákvæmlega það sem sést aðeins I leiftursýn. Hann reis á fætur og rétti mér höndina. — Hvað sem öllu líður vil ég þakka yður fyrir að koma til min þegar þér lásuð um morðið I blöðunum. Nú munum við reyna að hafa uppi á þessum svartskeggjaða náunga. Það er aðeins eitt . . . Hann þagnaði og beit hugsandi á vör. — Hvað eigið þér við? spurði ég. — Ja, sagði hann hægt. — Blöðin mega helst ekki komast á snoðir um vitneskju yðar i þessu máli, þ.e.a.s. að þér munið að líkindum geta þekkt morðingjann aftur. Ég horfði skilningssljór á hann. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess að það gæti reynst yður hættulegt, sagði hann. — Ó, sagði ég. — Þér eigið við... — Ég á við það, greip hann fram í, — að maður, sem hefur myrt einu sinni, hugsar sig sjaldnast um tvisvar í næsta skipti, ef um hans eigið skinn er að tefla. TlLHUGSUNIN var ekki sérlega þægileg. Satt að segja olli hún mér slikum óróleika að ég gat ekki látið vera að ræða þetta við einn samstarfsmanna minna. Hann reyndi að róa mig. — Meðan ekki er sagt frá þessu I blöðunum veit morðinginn ekkert um þinn hlut að málinu, sagði hann. — Öðru máli gegndi vitanlega ef skyndilega birtist feitletruð frétt um að hinn þekkti forstjóri Ludvig Molhorn 18 Vikan 38. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.