Vikan


Vikan - 18.09.1980, Page 21

Vikan - 18.09.1980, Page 21
TÍSKA í þættinum Vikan kynnir hafa verslanir kynnt tísku morgun- dagsins og líðandi stundar í máli og myndum, en einstaka þáttur hefur svo sýnt okkur hugmyndir tískukónganna um æskilegt útlit karla og kvenna, en þó aðallega hinna síðarnefndu. En hvað segir svo hinn venjulegi maður um allt þetta brambolt og hversu margir skyldu láta slikt þras hafa áhrif á eigið fataval og annað útlit? Hvað sem segja má um veldi tískukónga verður ekki á móti mælt að hinn almenni borgari — neytandinn — hefur þar lokaorðið — raunverulegt úrslitavald. Hver og einn vinsar úr það sem honum líkar, það eitt sem fellur í frjóan jarðveg hjá fjöldanum selst og nær að móta þjóðfélagsmyndina. Ekki fylgja heldur allir sömu tísku, sumir vilja vera franskir og fínir, aðrir telja hið gamla og góða allra best. Mennina með stresstöskumar þekkja allir, einnig hippa, — blóma- og kvenfrelsistískuna og svo eru þeir sem komnir eru af besta skeiðinu en halda sig nokkuð örugglega við þá tísku sem var ríkjandi á þeirra eigin æsku- dögum. Jim Smart tók myndirnar á opnunni í Austurstrætinu og þar verður ekki um villst að hver og einn skapar sér sína eigin ágætu tisku. baj

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.