Vikan


Vikan - 18.09.1980, Page 22

Vikan - 18.09.1980, Page 22
Fimm mínútur með Willy Breinholst Þorirðu að segja það aftur...? Unga viðkvæma lyfsaladóttir- in, hún Kamilla, situr í öðrum enda rókókósófans með silki- damaskáklæðinu og Andre- asen, ungi stúdentinn, í hinum enda hans. Hann er utan við sig í kvöld, hugsar Kamilla og tekur eftir því að Andreasen stúdent heldur áfram að hrúga sykri í kaffibollann með gullröndinni. Guð hjálpi mér, kannski kyssir hann mig. Kannski grípur hann í hendur mér eftir augnablik og leitar eftir vörum mínum í kossi. Ef hann gerir það þá æpi ég. En auðvitað ekki svo hátt að pabbi og mamma heyri. Bara mátulega svo hann skilji að ég er siðsöm stúlka, sem ekki lætur kyssa sig eins og ekkert sé. En Andreasen, stúdentinn ungi, reynir ekki að kyssa hana. Hann eys meiri sykri í kaffið og bærir varirnar næstum ósýni- lega eins og hann sé að rifja eitthvað upp sem hann má alls ekki gleyma. — Heldurðu að þú ættir ekki að fara að hræra í kaffinu? spyr Kamilla brosandi þegar Andreasen stúdent teygir gylltu teskeiðina með snúrumynstrinu enn einu sinni i átt að sykur- karinu. — Hræra? segir hann svolítið undrandi, nei, alls ekki, ég þoli ekki sætt kaffi. Já en hvers vegna í ósköpunum ertu þá að hrúga sykri í bollann? — Það er svo . . . svo róandi. Ég er svolítið — svolitið órólegur vegna viðburða dagsins. Það er nefnilega svoleiðis, kæra fröken Kamilla, að ég hafði hugsað mér að . . jú, skilurðu ekki, ég tók ágætt próf og þegar ég fer í læknisfræðina i háskólanum í haust þá ætlar pabbi að skaffa mér smá 6 herbergja íbúð í Fredreksberg og einnig að sjá til þess að halda mér uppi fjárhags- lega þar til ég hef lokið embættisprófi og get farið að vinna fyrir mér sjálfur. Nú finnst mér 6 herbergja íbúð með stærra móti fyrir mig einan . . . svo ég var að hugsa um .. hvort þú og ég... við... gætum ... Hann hrökk í baklás. Hann tók af sér gleraugun með þykku glerjunum, taugaóstyrkur og hreyfingarnar voru fálm- kenndar. Hann stakk þeim í brjóstvasann og dró jakka- ermarnar flausturslega yfir skyrtuermarnar. Þær höfðu leiðinlega tilhneigingu til að lafa allt of langt fram fyrir jakkann. — Ef þú og ég hvað? Kamilla reyndi að koma honum af stað aftur. — Ja, ég hef nú eiginlega Aldrei slíku vant hefur þú verið niðurdreginn að undanförnu. Verst að enginn virðist hirða um að hressa þig upp. Þú verður að reyna að taka gleði þína á ný, t.d með því að fara að skemmta þér. Ástarmál eru í nokkurri óreiðu þessa dagana en ekki laust við að þau séu skemmtileg. Heilsu- farið er svolítið óöruggt. farðu að hægja á þér. Eyðslusemi undan- farinna daga verður að linna. Hugaðu að skuldum og þá er áreiðanlegt að svefninn verður værari. Smá rómantik sakar engan. Erill og gestagangur setur svip sinn á þessa viku. Þetta er skemmti- legt en lýjandi til lengdar. Þú ættir að hugsa meir um sjálfan þig og fjölskylduna. Þér virðist ganga flest vel, þrátt fyrir mikið annriki. Nýjar hugmyndir eiga greiðan aðgang að þér og sumar þeirra gætu reynst notadrjúgar. Börn ættu að verða ljónaforeldrum mikil ánægja þessa viku. Einhver virðist hafa reiðst gagnrýni þinni. Reyndu að útskýra málin. Veikindi einhvers nákomins valda þér áhyggjum, en þú breytir engu i þráð. Laugar- dagur verður góður. \oi>in 24.2.\.<>ki. Þér hefur tekist nokkuð vel að undanfömu að halda þig við staðreyndir og er það vel. Ýmsir sem þig langar að sýna hvað í þér býr hafa tekið eftir því. Þrátt fyrir erfiðar stundir að undanförnu hefur einkalíf þitt staðið með talsverðum blóma að undanförnu og þú mátt búast við áframhaldi á þvi ef skapið helst gott. HotímtitUirinii 24.noi. 2l.tícs Hvers konar menningar starfsemi virðist freista bogmanna þessa viku. En mundu að það eru ekki alltaf allir tilbúnir að ræða hámenningu hvenær sem er. Slcingcilin 22. tícs. 20. jan. Hafðu ekki áhyggjur af veraldlegum hlutum, mundu að það sem máli skiptir er ekki áþreif- anlegt. Stjörnurnar eru þér mjög í hag í einka- lifi um þessar mundir en þig virðist skorta áræði til að njóta þess. Valnslicrinn 2l.jan. Ití.fcbr. Vertu ekki reiður þó eitthvað fari úrskeiðis, það gæti allt eins verið þin eigin sök. Ef þú hefur áhuga á að hafa samband við ákveðna manneskju verðurðu að taka frumkvæðið sjálfur. liskarnir 20.fcbr. 20.mars Mörg góð teikn eru á lofti einkum í sambandi við hvers konar sköpun. Ef þig langar að gera eitthvað nýtt virðist þetta vera rétti timinn. Hins vegar verður þú að vera varkár i samskipt- um við aðra. Z2 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.