Vikan


Vikan - 18.09.1980, Síða 33

Vikan - 18.09.1980, Síða 33
Ótrúlegt en satt. Pessar myndir eru úr Reykjavík. Þetta gat konan í næsta húsi gert en við ætlum nú ekki að byrja með jafnSlóknar uppskriftir og i þessum gluggum. Seinna meir getið þið svo notað hugmyndaflugið og hnýtt gardín- ur fyrir ykkar glugga og eftir ykkar smekk. Pað er ekkert gaman að gera bara eins og konan í næsta húsi. Notið hugmyndaflugið þegar þið eruð orðin lagin við að hnýta, en byrjið á þvi að æfa ykkur á þessum uppskriftum hér: Handavinna Einfaldasta belti í heimi Efni: Mjög gróft snæri. Stærö: Mittismál þess sem beltiö á aðfá. Mælið tvö bönd sex sinnum lengri en mittismál þess sem beltiö fær. Beygið annað i miðju og festið hana á brettið sem hnýtt er á. Brjótið hitt bandið í tvennt og leggið yfir, svo 7- 8 cm standi upp fyrir það fyrra. Beygið neðra bandið og bindið flatan hnút um seinna bandið. Festið hnútinn niður með títuprjóni. Látið 7-8 cm vera óhreyfða en bindiö siðan Jósefinuhnút með bandinu tvöföldu (sjá mynd). Látið aftur 7-8 cm óhreyfða. Haldið áfram að hnýta Jósefinuhnúta. Fyrir venjulegt mittismál munu 4 hnútar vera hæfilegir. Látið aftur 7-8 cm óhreyfða og bindið endahnútinn sem sýndur er á bls. 31, þannig að tveir endar eru hnýttir utan um hina 6. N»st einfaldasta belti i heimi Efni: Meðalgróft snæri. Beltissylgja i tvennu lagi (krækja). Stærð: Mittismál þess sem beltið á að fá. Mælið 2 bönd, hvort um sig 5 sinnum mittismái þess sem beltið á að fá. Beygið hvort band i miðju og festið með lykkjuhnút á beltissylgj- una. Hnýtið siðan beltið með Jósefinuhnút þannig að tveir spottar liggi alltaf samsiða. Hver hnútur á að vera u.þ.b. 5 cm, eins og sýnt er á myndinni. Endahnúturinn á verkið: Snúið röngunni upp, látið hinn hluta beltis- sylgjunnar á og Ijúkið verkinu með flötum hnút. 32 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.