Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 45
stjórinn,” sagði hún. „Og eftirlitsflokk- ur.” Frey vafði myndirnar upp og kom þeim aftur fyrir undir lausu fjölinni í borðinu sínu. Andartökum siðar kom SS-foringinn, Austurríkismaðurinn Rahm, og tveir óbreyttir borgarar. Að því er Maríu minnir best voru þeir frá aiþjóðlega Rauða krossinum — ef til vill sviss- neskir. Rahm, SS-foringinn, spurði glaðlega: „Og hvernig liður svo listamönnunum mínum í dag?” Allir stóðu í réttstöðu. Frey svaraði fyrir hópinn. „Prýðilega, herra foringi. Við erum öll önnum kafin.” Rahm ljómaði framan I gesti sina. „Þessir herramenn eru frá Rauða kross- inum. Þeir fréttu af umfangsmikilli list- sköpun hérna og málurunum okkar góðu og langaði að líta inn á teiknistof- una. Jæja, er þetta ekki prýðileg vinnu- stofa, herrar mínir? Ekki beinlínis pynt- ingaklefi eins og gyðingablöðin amer- ísku reyna að telja okkur trú um. Frey, sýndu mönnunum myndirnar af börn- unum.” Karl og Felsher horfðu á Frey sýna nokkrar pastelmyndir. Börnin minntu fremur á engla en soltna og skítuga krakkana sem Karl hafði séð vera að slást um brauðbita. „Heillandi,” sagði annar Svisslending- urinn. „Ákaflega heillandi.” Nú vorum við Helena komin í það sem rússnesku skæruliðarnir, ekki síst gyðingarnir, kölluðu „fjölskyldubúðir”. Fólk úr heilum samfélögum hafði flúið til skóganna — gamalmenni, æskufólk, ungbörn og menn sem voru fæddir leið- togar eins og Sasha frændi. Þau bjuggu í sönnu samfélagi, deildu öllu, héldu fjölskyldutengslunum eins mikið við og unnt var, gættu veikra og gamalla og reyndu að skipuleggja ein- hverja andspyrnu við Þjóðverja. Búðir Sasha frænda voru meðal þeirra þekktari. Fjöldinn var breytilegur, á bil- inu milli 100 og 150 manns. Fólkið bjó I bráðabirgðakofum, tjöldun:, hvers kyns húsakynnum sem mátti hrófla upp í skyndingu og rífa fljótt. Það var alltaf á hreyfingu til að hvorki Þjóðverjar né kristnu skæruliðarnir næðu því, en þeir skutu gyðinga án þess að hugsa sig um tvisvar. (Við Helena voru heppin þegar við rákumst á þá.) Mér fannst andrúmsloftið I fjöl- skyldubúðunum alltaf draumkennt og þokukennt. Ef fólk á annað borð talaði saman var það gert í hálfum hljóðum. Þarna var ekki hávært skvaldrið, slúðrið og þræturnar sem einkenna gyðingasamfélög. Þetta fólk hafði orðið vitni að hræðilegum glæpum gagnvart fjölskyldum sínum og vinum, það gaf sér ekki tóm til að þræta innbyrðis um smámuni. Það voru aðeins fáein barnanna sem virtust hafa komist hjá þessari skapgerð- arbreytingu. Þau fóru í boltaleiki, gerðu hvert öðru grikki, hlupu umhverf- is eldana og kofana á þann hátt sem börnum einum er lagið. Við Helena vinguðumst við unga parið, Yurí og Nadyu, sem var í fylgd með Sasha frænda þegar hann fann okkur. Þau höfðu átt Ijósmyndavöru- verslun í úkraínskum bæ, sáu alla ætt- ingja sína skotna til bana, neituðu (líkt og viðl að hlýða kallinu um að fara í „vinntjbúðir" og flúðu inn í skógana. Kvöld nokkurt átum við fábrotna máltið úr grjónum og kartöflum (það var mikil áhætta að kaupa mat af úkraínsku bændunum þvi þeir gátu hvenær sem var komið upp um okkur) og horfðum á nokkra menn biðjast fyrir handan við kofana. Einn skæruliðinn var rabbii nokkur, Samúel að «nafni, unglegur maður með langleitt, sorgbitið andlit. Ég tók eftir því að Sasha frændi slóst ekki í hóp þeirra. Hann sat hjá einum manna sinna og rýndi í uppdrátt af svæðinu meðan þeir gerðu áætlun um ránsferð. Nú vorum við búin að fá þrjá riffla, sem öllum hafði verið stolið frá sveitalögreglunni, en við þurftum að fá marga í viðbót áður en við gætum ráðist á Þjpðverjana. „Hver er hann?” spurði ég. „Sasha?” spurði Yurí. „Hann er læknir.” „Þú ert að grínast. Hvar er stofan hans?” Minningar um föður minn gagn- tóku mig — um húsið i Groningstrasse, biðstofuna, lyktina af spritti sem faðir niinn þvoði hendurnar úr. Og hvernig hann tók púlsinn blíðlega, eða batt um tognaða ökkla mína jafnfaglega og nokkur þjálfari gat gert. Og þung spor hans i stiganum, rödd hans sem alltaf var mild og tillitssöm. „Hann getur enn fjarlægt botnlanga. Og það með eldhúshníf. Hann er búinn að taka á móti tveimur börnum síðan við komum hingað." „Og rabbíinn?” „Samúel Mishkin. Hann er frá sama þorpi og SastTa. Hann vill berjast með okkur þegar við gerum árás.” „Svoleiðis finnst mér rabbíar eiga að vera." sagði ég. „Kannski kemur hann mér einhvern tíma aftur inn í bænahús- ið.” Við Karl höfðum ekki komið þar síðan viðáttum bar-mitzvah. Einkaréttur á íslandi - - IGerald Green — Bookman Agency) Lœrið Tnimanhússarkitektúr /frítímum gegnum bréfaskólu Þér getið tekið námskcið í nýtisku innréttingum í bréfaskóla. Það er sama hvar þér búið eða hvenær þér þurfið að mæta til vinnu. Þér getið stundað alla vinnu samtimis námskeiðinu. Þetta nám getur skapað yður undirstöðu að skemmtilegri og arðbærari atvinnu, og margir læra þetta líka sér til ánægju og eigin nota. Námskeiðið fjallar um m.a.: Húsgögn, staðsetningu húsgagna, liti, lýsingar, listir, þar á meðal listiðnað, stíltegundir, blóm og skreytingar, nýtisku eldhúsinnréttingar, gólfklæðningu, veggklæðningu, vefnað, þar með reiknað gólfteppi, húsgagnaáklæði, gluggatjöld, heimilishagfræði o.fl. Vinsamlega sendid mér án skuldbindinga hœkling ydar um AKADEMISK BREVSKOLE, INNANHÚSS Badstuestræde 13. 1209 Kubenhavn K, Danmark. ARKITEKTÚR NÁMSKEIÐ Nafn Sendiö okkur seðiUnn. eöa hringid i sima (011 13181.1 Kaupmannahöfn. f>ó Heimili fáid þér allar upplýsingar. VIKAN 18/9 80 3S. tbl. Vlktn 4S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.