Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 47
hengt á stóra bambusstöng sem tveir innfæddir báru á milli sín. Orinoco-indíánarnir í Venesúela festu hengirúm sin hátt uppi, á milli húsa- stólpanna. og á næturnar kveiktu þeir síðan litið bál undir rúmunum. Reykurinn fældi móskitóflugumar frá og að sjálfsögðu var þetta góð upphitun á köldum nóttum, sérstaklega yfir regn- tímann. En sumir frumstæðir þjóðflokkar létu sér ekki nægja að sofa i hengirúmum á nætumar . . . þeir vildu lika eyða þar svefninum langa! Þar var venja að afmarka ákveðið svæði inni í frum- skóginum, þar sem hinum látnu var komið fyrir í hengirúmum hátt uppi i krónum trjánna. Þar raskaði enginn ró þeirra nema þá helst hrægammarnir. En flestir indiánar og aðrir þeir sem notuðu hengirúm nýttu þau á svipaðan hátt og við gerum nú. Og það var sá háttur sem Kolumbus varð hvað hrifn- astur af. Eftir að hann uppgötvaði kosti hengirúmsins tíðkaðist lengi að nota hengirúm um borð í skipum. Þaðer mál jnanna að aldrei hafi þægilegri svefn- pláss verið í notkun á sjónum, því í stað þess að menn yltu fram og til baka í lokuðum trérekkjum, vögguðu þeir mjúk- lega í hengirúmunum í takt við velting skipsins. Nú hafa hengirúmin verið lögð niður að mestu leyti um borð i skipum. En hvort sem það er sjómönnum að þakka eða öðrum þá fluttist þessi hugmynd i land og hefur verið útbreidd víða síðan. Nú er tækifæri fyrir þá sem ekki eiga þetta þarfaþing að útvega sér það á ódýr- asta hátt — með því að búa það til sjálfir. Ein aðferð sem handavinnu- vinkona Vikunnar mælti með var að prjóna. hengirúmið úr hampi. Þá eru notaðir grófustu prjónar sem finnast á markaðnum, Júmbóprjónar, og byrjað Hér er falleg einfalt hengirúm úr snæri. með aðeins fáeinar lykkjur. Síðan er aukið út jafnt og þétt i annarri hverri umferð, þar til tilætlaðri breidd er náð. Prjónið þá áfram og athugið að hafa lengdina ríflega. Síðan er fellt af með sama millibili og aukið var út. Þegar búið er að fella af eru klippt niður bönd sem fest eru í báða enda á hengirúminu. Mælt er með hnútnum sem sýndur er á skýringarmynd I hér til hliðar. Athugið að ef áhugi er fyrir því að hekla rúmið er uppskriftin að framan vel nýtanleg. Þeir sem búa svo vel að eiga vefstól geta svo að sjálfsögðu ofið sér hengirúm. Ef prjónað eða heklað er úr hampi geta þeir litaglöðu notað einn þráð af meðalþykkum hampi á móti einum þræði af islenska teppagarninu sem fæst í öllum regnbogans litum. En þeir sem eru meira fyrir náttúrulitina nota að sjálfsögðu hampinn einan. Að lokum skal bent á mjög handhæga aðferð við gerð hengirúma. Þá er notaður flatur hnútur sem sýndur er hér til hliðar (sjá skýringarmynd II) og er útkoman sérstaklega glæsileg eins og sést á litmyndinni. Og þá er ekki eftir annað en að bretta upp ermarnar og hefjast handa. * * 38. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.