Vikan


Vikan - 18.09.1980, Page 51

Vikan - 18.09.1980, Page 51
77/ vinstri: hiutur sem myndaðist i höndum rannsóknarmannsins. Inni í hringnum er þríhyrnd stjarna með upphleyptri skreytingu. Sjálfur er hringurinn úr silfri. I miðjunni er Ijósrauður kóralsteinn. Til hcegri: mjög vandlega skreytt myndarnisti. sem miðill efnaði (lél birtast) fyrir annan rannsóknarmann. blaðaviðtal. En þessi hægláti maður hefur samt í þrjátiu ár stundað miðils- störf sín. Roberto Campagni uppgötvaði fyrst miðilshæfileika sína, þegar hann var 16 ára gamall, en þá varð fjölskyIda hans öll harmi lostin vegna skyndilegs dauða bróður hans Ruggios. Þá var það að frænka nokkur sem eitthvað vissi um hinn sálræna þátt manneskjunnar gat talið hina harmi lostnu fjölskyldu á að reyna að halda sambandsfund. Þá gerðist það að borðið sem þau sátu við fór að lyftast hvaðeftir annaðog tók að svara spurningum þeirra. Þau spurðu hvort það væri Ruggio sem væri að hafa samband við þau og fengu jákvæð svör. Fjölskyldan tók nú að halda fleiri fundi og að lokum var öðrum utan fjölskyldunnar boðið að taka þátt í þeim. Og brátt komst Roberto að því að það var hann sem lagði til hið sálræna afl sem til þessa þurfti. Andlegar verur tóku að tala gegnum hann. Þannig skrifaði hann á ýmsum tungum meðan hann var i transinum. Og svo uppgötvaði hann hæfileika sinn til þess að láta hluti birtast. Sálarrannsóknamaðurinn Gemma Lasta frá Bolsano lýsti einum slíkum fundi. Frásögn hennar var birt ásamt mynd af hlut þeim sem birtist og hún fékk þann 11. febrúar 1978. Þá var nafn miðilsins ekki gefið upp. Þar var einungis minnst á hann sem tilheyrandi Hring 77 í Florence. Gemma lýsti því hvernig hendur Campagnis ljómuðu eins og neonskilti. Það myndaðist glóð kringum fingur- góma hans og auk þess varð hún vör við sterka lykt af ozoneefni. Eftir að hún hafði skipst á nokkrum orðum við miðilinn kom hann með til hennar svolitið bjart ský sem var þyngdarlaust. Flún var beðin að halda á þvi og hafði lófana hálfopna, svo hún gæti fylgst með því sem gerðist. Úr skýinu komu smálogar. Jafnframt heyrði hún hljóð likt og kemur þegar verið er að steikja, en ekki brenndist hún neitt. Og svo fann hún í lófum sínum silfurstjörnu í hring (eins og meðfylgjandi mynd sýnir). Aðrir viðstaddir hafa borið það, að Ijósið kringum hendur C’ampagnis sé blátt. Stundum má greina bein fingranna þegar hendur hans verða eins og gegnumlýstar. Maður er nefndur Gian Marco Rinaldi. Flann er eðlisfræðikennari í Belzano. Flann rétti eitt sinn fingur inn í kúpta lófa miðilsins og þar fann hann hvernig hlutur var að verða til og taka á sig mynd, efnast. Fyrst var hluturinn mjúkur. svo hertist hann. En þegar hann var fullbúinn reyndist þar komin brjóst- næla í mynd blóms. Meða sama hætti gat dr. Gastone de Boni. sem lagt hefur stund á sálar- rannsóknir í yfir 50 ár, fundið hlut vera að skapast í höndum Roberto Campagnis. Dr. Gastone heldur því fram að engin visindaleg skýring sé til á þessum hlut- birtingum. Hann telur þennan miðil hafa hæfileika á mjög háu stigi og tekur fram að aldrei á 25 ára ferli sínum hafi hann nokkru sinni orðið ber að svikum eða tilraunum til þeirra. Þá hefur dulsálarfræðingurinn Ugo Dettore einnig rannsakað þessa hæfi- leika miðilsins Roberto Campagnis. Hans hugmynd um þetta fyrirbæri er þessi: Hið bláa Ijós sem geislast af höndum miðilsins er einhvers konar sálrænn kraftur sem starfar utan líkamans og myndar lýsandi fyrirbæri. „En hvernig þessi kraftur starfar vitum við ekki,” bætir hann við. Á einum sambandsfundinum duttu neistar frá öxlum miðilsins á hné Dettores. Þar sameinuðust þeir og mynduðu lýsandi kringlu. I miðju hennar sást blikkandi Ijós sem færðist til i um það bil fimm mínútur. Sjálfur getur Roberto Campagni ekki gefið á þessu neinar skýringar. „Ég man ekkert að loknum sambandsfundi." segir hann vandræðalegur. „Mér þætti ákaflega ánægjulegt að geta séð þetta og lagt fram spumingar, en þvi miður get ég það ekki — ég er miðillinn.” Eins og hér var minnst á áður var Roberto Campagni miðill hjá hópi manna sem kölluðu sig „Hring 77”. Á þenna sambandshring var minnst i enska blaðinu Psychic News þegar þann 24. febrúar síðast liðinn, sökum þeirra óvefengjanlegu sannana sem fram komu hjá þeim um lif að þessu loknu fyrir starf þessa sama miðils. Á fundi hjá þeim komu fram frá látnum manni upplýsingar i einstökum atriðum sem siðan voru staðfestar af opinberum aðilum. Þegar þessar fréttir voru birtar í blaðinu, þá tók sig til italskur maður sem býr I Englandi og þýddi fréttina á itölsku og sendi Hring 77. Maður þessi ber nafnið A. Lucky. 1 staðinn sendu þeir á Italíu honum eftirfarandi frásögn ásamt Ijósritun af bréfi frá Rómversku flotamálaskrifstof- unni þar sem frásögnin er sögð vera rétt. Stjórnandi Hrings 77 sem annaðist efnisleg fyrirbæri sagðist ætla að gangast fyrir tilraun. Tilgangurinn var að sýna „hvemig fara ætti að þvi að tengja raddbönd miðilsins einhverjum sem hefði lifað i fortíðinni", eins og það var orðað. Hann lýsti því sem tilraun með tímann til þess að ná fram atriðum sem hægt væri aðsannreyna síðar. Fundarmenn á þessum sambands- fundi hlustuðu með athygli, þegar þetta eintal kom fram: „Enn kalt! Allt þetta vatna . . . En sú ringulreið!" Sá sem þetta sagði sagðist heita Antonio Teresia og vera fæddur þann 22. janúar 1897. „En hvað hefur gerst? Ég átti afmæli í siðasta mánuði. Hvað langt er siðan? Ekki mánuður því í dag er 15. febrúar 1917. „En sú sprenging! Guiseppe, geturðu heyrt til mín? Guiseppe Prunetti, þetta er ég. Þetta er Antonio! Guglielmo Sparano, svaraðu mér! Sparano, sá frá Napoli. Guð minn, þetta er hræðilegt. Skipið er sokkið! Sprenging, held ég. Við erum á Adria- hafi. Gufuskipið Minas. Ég er alveg ruglaður. Skipið hefur sokkið. Það er svo kalt. Ég er frá Sikiley, en við vorum þrir vinir saman. Hvar eru hinir tveir? Ég gat ekki séð þá! En sá kuldi! . . . lömunin . . . ógurlegur ruglingur! Stjórnandi hringsins skrifaði sagnfræðideild flotans í Rómaborg til þess að fá upplýsingar um nafn þessara manna og dagsetningarnar sem gefnar voru upp. Samkvæmt skjölum þeirra staðfesti sagnfræðideildin, að skip með nafninu Minas hafi siglt frá Napoli þann 13. febrúar 1917. Skipshöfnin var 58 manns og skipið flutti hersveitir og hvers konar tæki til hernaðar. Þann 15. febrúar skaut óvinakafbátur að skipinu tundurskeyti. Fyrsta skeytið hæfði miðju skipsins þar sem kyndararnir unnu. Það tók að hallast. Þá hæfði annað tundurskeyti skipið og það sökk. Meðal þeirra sem fórust eða ekki komu fram aftur voru samkvæmt hinum opinberu skýrslum Antonio Teresia, fæddur 1897. Hann tilheyrði fimmtu véladeild hersins. Guglielmo Sparano, liðþjálfi, fæddur 1880 úr 63ju herdeild fótgönguliðsins og Guiseppe Prunetti Lotti, fæddur 1889 úr 35tu deild 63ju hersveitar fótgönguliðsins. Upplýsingarnar voru þvi réttar. 38. tbl. Vikan SI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.