Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 15

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 15
 lagði af stað með langferðabílnum i gær, byrjaði hann og settist. Siðan sagði hann henni alla sólarsöguna um „ótryggð” Maritar. Þegar hann hafði lokið við frá- sögnina sagði Jennifer þurrlega: — Það er ekki að heyra að þú sért sér- staklega ástfanginn af þessari stelpu. Þú hefur vist aldrei verið ástfanginn af nokkurri konu. Ríkarður skotraði augunum lil hennar. — Þú hefur vist rétt fyrir þér. sagði hann og dró seiminn. —Ég er líklega með kalt blóð eins og fiskarnir. Tilfinningalaus. — Þú varst / alltaf góður og skilnings- ríkur gagnvart mér en ég var náttúrlega bara barn — og þaðer nú stór munur á. — Óneitanlega. Já. ég er víst kald- lyndur, en þess vegna áttum við Marit svo vel saman. Hún er nútímaleg og laus við alla tilfinningasemi. Ég sleppi henni ekki án baráttu. Jennifer sat kyrr og virti hann fyrir sér. — Ég held að það væri skaði/ hvað þig snertir. Það er svo mikið gott í þér og . . . nei, ég vil ekki ræða það. Ef þú ert búinn með rannsóknir þínar ættum við að fara fram og athuga hvort kvöldmaturinn er til. Hann stóð upp. — Allt í lagi en leyfðu mér að sjá hendurnar á þér fyrst. Hún var ekkert sérlega viljug að sýna þær. Hún rétti þær hikandi fram og lét handabökin snúa upp. — Þær eru rauðar og bólgnar. sagði hann og tók fast I þær þó hún reyndi að draga þær lil sin. — Það er þó góðs viti. Þig verkjaði i þær þegar þú komst inn. er þaðekki? Það var greinilegt að hún vildi ekki snúa þeim viðen hann dró þær ákveðinn til sin og greip andann á lofti. — Jennifer! Hvað hefur þú gert? Hann horfði skelkaður á breið hvit ör þvert yfir úlnliði hennar. Hún hló þvinguð. — Æ. þetta? Þetla er ekkert. Þetta er nokkuð sem stelpur gera til að draga aðsér athyglina. Ekkert? Þetta var tilraun sem gerð var í fullri alvöru. Heldur þú virkilega að ég hafi ekki séð sjálfsmorðstilraunir áður? Venjulega eru þær aðeins sýndar mennska. Þú hefur gengið ákveðin lil verks! Örin eru gömul. Hvenær gerðist þetta? — Ríkarður. ég vil ekki tala um það. Hún beit á vörina og sagði síðan bit- urri röddu: — Bjargað? Hundurinn minn spangólaði svo hátt að nágrann- arnir heyrðu til hans og brutust inn í húsið. — Segðu mér hvað gerðist! sagði Ríkarður ákveðinn. jafnvel þótt hann væri hræddur við að heyra það sem hún hefði aðsegja. — Rikarður. ég vil gleyma jíessu! — Þú getur ekki gleymt þessu þegar örin minna þig daglega á það? Hvað varstu gömul? — Ríkarður. ég vil ekki tala um þetta! — Hvað varstu gömul? Rödd Trinu bjargaði henni. Morgunverðurinn var tilbúinn. Þau sátu öll við matarborðið þegar Trina stóð upp. —Ég ætla að athuga hvort Börri hefur lyst á að borða, sagði hún. — Það getur verið að hann sé sofandi en ég er hrædd um að maturinn verði orðinn kaldur áður en hann fær hann... Það heyrðist ekki lengur til hennar þar sem hún gekk i gegnum setustofuna og út i forsalinn. Það var þögn við borðið. Allt i einu nisti óp hennar í gegnum allt húsið. Þau hentust á fætur og hlupu iátt tilhennar. Þau mættu henni í anddyrinu. — Ég held... ég held.. . sagði hún og hélt hendinni fyrir munninn. Ríkarður flýtti sér inn í herbergið. Hann sá strax hvað hafði gerst. Augu Börra störðu tóm I átt til dyr- anna, munnur hans var opinn eins og hann ætlaði að fara að öskra af hræðslu. Hann er dáinn. sagði Ríkarður. 7. kafli. Þau voru öll I setustofunni þegar Ríkarður kom frá herbergi Pedersens hjónanna. Þau voru öll felmtri slegin. Jarl Fretne hafði jafnvel slegist i hópinn. Rikarður lét sig falla í stól. — Ég veit ekki hver dauðaorsökin er, sagði hann þreytulega. — Það eru engin útvortis einkenni og hann hefur ekki getað dáið af kali, ekki svona snögglega. Var hann hjartveikur, Trína? —Ég veit það ekki, svaraði hún óskýrri röddu og lárin flæddu niður kinnarnar. — Hann vildi aldrei fara til læknis. Hann hélt þvi fram að hann væri filhraustur. — Mér sýndist hann líta út fyrir að vera hræddur, sagði ívar lágt. — Það þarf ekki að þýða neitt, flýtti Rikarður sér að segja til að forðast að skelfing gripi um sig í hópnum. — Hjartaslag getur hrætt sjúklinginn. Hann beit á vörina og leit til Trínu. Siðan sagði hann sannfærandi: — Trir.a. Ég held að þetta hafi verið best svona. Það eru litlar líkur á því að tekist hefði að bjarga höndunum á honum og fæturnir á honum voru illa farnir líka. Þar að auki var hann með kalbletti í and- litinu. — Ég er sammála Rikarði um að það var best að hann dæi. — þín vegna. hugsaði Jennifer. Trina þurrkaði burt tárin. — Hvað eigum við nú að gera? spurði hún. — Ég get ekki verið... Við förum með hann í skíða- geymsluna, sagði Rikarður. — Snjó- plógurinn kemur áður en langt um líður og nær í okkur... Hann hætti i miðri setningu. Allir hugsuðu það sama. Það var langt siðan þau kveiktu ljósin. Það var þegar komið kvöld. — Ég veit úr hverju hann dó. sagði Trína alltieinu. — Það er húsið. sagði hún harkalega. — Þetta óhuggulega hús! Börri sagði sjálfur að það væru fleiri hérna. Það hefur einhver verið hérna allan tímann. — Þvættingur, sagði Jarl Fretne. — Þaðvareitt það fyrsta sem hafði komið út úr honum siðan þau komu að Trölla- stóli! — Sagði Sveinn það ekki líka I gær- kvöldi? Mættuð þið Jennifer ekki einhverjum i kjallaranum, Ríkarður? Hvað um balann? Börri sá eitthvað og ég líka! — Sástu eitthvað? spurði ivar. — Hvenær? Trína byrjaði aðgráta aflur. — Þegar ég lá I holunni bak við húsið. Ég þorði ekki að líta upp þvi ég hafði á tilfinningunni að einhver starði á mig. en útundan mér sá ég að eitthvað hreyfðist uppi á annarri hæð. — Ertu alveg viss um þetta? spurði Rikarður hvassmæltur. — Nei, svaraði hún. — Ég þorði ekki að líta þangað upp, þetta getur hafa verið hárlokkur sem feyktist i rokinu — en ég fann að það var eitthvað þarna uppi. Þegar hin sögðu ekkert rauf hún þögnina. — Mig langar heim! Ég vil ekki i vera hér stundinni lengur. — Það vill víst enginn vera hérna lengur, sagði Ríkarður. — Við rannsök- um aðra hæð vandlega á morgun þegar orðið er bjart svo þér verði rórra. Ég sá ekkert þegar ég fór þangað upp í gær. en ég athugaði heldur ekki gaumgæfilega. rétt !eit inn i herbergin en fór ekki um alla hæðina. — Það getur enginn búið hér, mót- mælti Jennifer og gekk gegn vilja sínum fram i forsalinn. — Hótelið var læst og kalt þegar við komum. — Ég á ekki við lifandi verur. sagði Trina og hana hryllti við tilhugsuninni. — Nei, hvað segirðu! sagði Lovísa. Hún hafði ekki heldur lagt mikið til málanna þennan dag. Jennifer tók eflir því að hún leit út fyrir að vera eldri nú en daginn áður. Hún var tekin til augn anna. Hreyfingar hennar gáfu til kynna að hún væri taugaóstyrk. Hún hafði þó unnið eitt afrek I dag. Hún komst að þvi að sigarettur voru geymdar I veitinga sölu hótelsins. Ivar hafði hjálpað henni að brjóta upp skápinn sem þær voru geymdar i. Þau greiddu samviskusam- lega fyrir hvern pakka sem þau tóku. Þetta var hinum mikill léttir. Það hefði orðið óþolandi að verða fyrir taugaveikl un nikótinistanna ofan á allt annað. — Við megum ekki láta ímyndunar aflið hlaupa með okkur I gönur. sagði Ríkarður aðvarandi við Trinu. — Við trúum ekki á drauga. Nú var orðið jafnhvasst og spáð hafði Framhaldn«ji verið. Það hafði eitthvað losnað I útihúi- unum og feyktist með hávaða að hótel- veggnum. lvar og Ríkarður báru lík Börra i úti- húsið lengst frá hótelbyggingunni Þeir reyndu að skilja við hann eins snyrtileg* og þeir gátu. Engu þeirra hafði beinlínis þótt vænt um Börra Pederseu — en ekk- ert þeirra vildi hann þófeigan! Þeim var báðum Ijóst að líf Trinu yrðl mun þægilegra nú. þótt hvorugur hefðl hátt um það. Þeir sneru við til hinna sem voru á leið til svefnherbergja sinna. Öllum leiö of illa til að setjast niðu' og skrafa. — Þeir verða að !,oma á morgun og ná i okkur. sagði Trina örvæntingarfull. — Já. það p-ra þeir örugglega, sagði Ríkarður til að róa hana. Hann \ar að bæta eldiviði i arininn svo eldurinn kulnaði ekki út um nóttina þegar hann tók eftir þvi að ekki höf&J allir farið í háttinn. Einhver stóð fyrir aftan hann. — Jennifer? Hvers vegna ferð þú ekki aðsofa? — Ég ... ég ... Hún grandskoðaði nöglina á visifingri. Ég hef ekki haft tima til að spyrja þig fyrr. en hvernig gengur hjá Jonna? — Hjá Jonna? Hann hefur það ágætt. Hann er i lögregluskólanum og er á föstu með myndarlegri stúlku. Hún brosti. — Það er gaman að heyra! Rikarður leit á hana. Ástæðan fyrir þvi að hún var ekki farin að sofa var varla sú að hún þyrfti að vita eitlhv«6 um Jonna. — Ertu hrædd viðað vera ein? Hún kinkaði kolli. — Það er kist an .. . Skojp Ég færði ERFÐASKRÁ. Þetta er nýtt þroskaskeið hjá honum. Það varir i fimmtfu ár. 4*. tbl. Vlfcan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.