Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 11
Gjaldmiðilsbreytingin um áramótin 's. vegna þess að á rönd þeirra hefur verið þrykkt verðgildi þeirra. Lögin um þessa minnispeninga gerðu ráð fyrir að konungstilskipun gerði þá gjaídgenga, en sú tilskipun var aldrei gefin út. Verðmætasta myntin er minnis- peningur, sem lögum samkvæmt er gjaldgengur, en það er Þjóðhátíðar- myntin frá 1974, sem metin er á 150.000 krónur. Reyndar er það sérstakt með þessa Þjóðhátíðarmynt, aðgullpeningur- inn einn og sér er metinn á 150.000 krónur, en upprunalega kostaði hann 10.000 krónur. Afturá móti eralltsettið (þrír peningar) i sérunninni sláttu, svonefnd skrautmynt, einnig metið á 150.000 krónur, en það kostaði upprunalega 23.000 krónur. Áslæðan fyrir þessu misgengi i verðþróun er að öllum líkindum sú, að þeir eru mikið færri sem almennt safna skrautmynt. Hvað snertir mynt, sem verið hefur í umferð sem venjulegur gjaldmiðill, eru tíeyringamir frá 1925 og 1929 verð- mestir. ' Séu eintök i gæðaflokki 0, þaðer aðsegja ógengin mynt sem má þó hafa skrámast litillega i sláttu eða flutningum, þá eru þessir tíeyringar metnir á 23.000 krónur. 1 flokki 1 er tals- vert slitin mynt, en flest smáatriði þó skýr, og slíkir tíeyringar eru metnir á 11.000 krónur. — Listinn gildir væntanlega ekki allt árið? — Nei, í þessari verðbólgu getur hann ekki gilt nema nokkra mánuði, og svo eru auðvitað talsverðar sveiflur á markaðsverðinu. Nýjasti listinn kom út i ágúst 1980, og það má reikna með að verðin í honum haldi gildi eitthvað fram yfir áramót. — Við hvað miðast verðin í „íslenskar myntir”, er til cinhvers konar formúla fyrir verðmæti? — Nei, það er til dæmis ekki hægt að miða alfarið við hve sjaldgæfir seðlar og myntir eru sem nefnd eru í listanum. Það verður fyrst og fremst að miða við markaðinn, þótt hann sé ekki alltaf rökréttur. Verðin i listanum eru þau sem við höfum komist næst með því að fylgjast með markaðnum, bæði verslun hérlendis og erlendis og uppboðum. Ef miðað væri við hve sjaldgæfir þeir eru, ættu auðvitað sumir seðlar að vera dýr- ari en markaðsverðið gefur til kynna og aðrir ódýrari. Almenna reglan er sú, að sjaldgæfir seðlar eru yfirleitt of verðlágir og þeir algengari of verðháir. Ástæður eru ýmsar, til dæmis getur fólk ekki boðið endalaust í sjaldgæfa seðla og fannig skapast ákveðin hámarksverð. Þeir eru lika fleiri sem safna algengari tegundun- um og af þeim sökum gæti verðið færst uppá við. Loks er rétt að geta þess að félagar í Myntsafnarafélagi íslands hittast á svonefndum klúbbfundum, sem eru allt að tíu á ári. Við þau tækifæri skiptast menn á seðlum og myntum, og þótt það sé ekki uppboð heldur skiptamarkaður, fá menn vissar hugmyndir um mat á verðmæti. — Safna menn peningum til að hagnast á þvi? — Ég vil ekki kalla þá myntsafnara, sem eingöngu hugsa sér að græða á viðskiptunum. Að vilja hagnast á viðskiptum með mynt er allt 1 lagi út af fyrir sig, en það er allt annar handleggur en myntsöfnun. Myntsafnarar halda saman hlutum sem hafa menningarlegt gildi, hvort sem það er sögulegt, fræðilegt eða listrænt gildi. Þeir safna sér til ánægju. í því skyni að fræðast nánar um bakgrunn útgáfunnar, til að öðlast sem mesta yfir- sýn yfir ýmsar hliðar myntútgáfu og auðvitað líka til aðeiga sjaldgæfa gripi. Við getum tekið sem dæmi vöru- peningana. Þeir fyrstu af þvi taginu voru teknir í notkun hérlendis árið 1846 af þýskum manni sem hét Siemsen. Hann rak verslanir bæði á Islandi og í Færeyjum, og þessir peningar giltu i báðum löndum. Vörupeningarnir voru gefnir út af kaupmönnum og atvinnurekendum bæði vegna skorts á skiptimynt og ekki síður til aðbinda viðskipti verkafólks við verslun peningaútgefandans. Mönnum þótti um aldamótin orðinn nokkur ánauðar- og einokunarbragur á viðskiptum með vörupeninga, og fór svo að Alþingi samþykkti lög um bann við notkun þeirra. Kristján Eldjárn fyrrum forseti skrifaði grein um vörupeninga í sýningarskrá Myntsafnarafélagsins, sem út var gefin í tilefni fyrstu sýningar félagsins árið 1972. Og Kristján á einnig grein í sýningarskránni frá 1979, þegar Myntsafnarafélagið hélt sýningu í tilefni tíu ára afmælisins. í siðarnefndu grein- inni skýrir Kristján frá þeim stór- merkilega atburði, er hann fann árið 1965 tíu alda gamlan silfurpening i Hrossatungum í Þjórsárdal. Þannig mætti lengi telja, margir menn hafa skrifað um ýmsar hliðar mynt- fræðinnar, en ég held að það sé ljóst að myntsöfnun hefur aðra þýðingu fyrir safnarann en aðskapa honum hagnað. — Þannig að þú ræður mönnum ekki að kaupa núgildandi mynt til að hagnast á því? — Nei, ég tel að þeir sem kaupa sér seðla í dag til að geyma þá eigi að gera það sér til gamans, þeir græða ekkert á þvi. Menn geta ekki reiknað með því að þeir seðlar sem eru í gildi 1 dag verði neitt sérlega verðmætir á næstu árum. Það má til dæmis búast við að þær verslanir sem hafa með mynt að gera kaupi sjálfar talsvert magn af mynt og seðlum og þurfi því ekki að gera innkaup á næstu árum. t i SEX BÆKUR - SEM SEGJA SEX SANNAR FRASAGHIR Uf) SBINNI HCUISSTYRJÖLMNUI Fnitngnlr af balþueléium og ógnr»*l*ndl mtb bHrU<>( tvrlr ftrourlmrul Ntt Margföld metsölubók um flótta úr þrœlabúöum nazista i Noregi. Sannar frásagnir af hetju- dáðum, mannraunum og ógn vekjandi atburðum. ERLING POUISEN fRauóu----- urrtar Ast og eldur Hvers vegna óttaðist hún manninn sem hún elskaði? Kossar hans kveiktu eld í blóði hennar. En var hann morðingi? FRANCIS Q/FFORD Æsispennandi njósnasaga. Brjálaður byssumaður hélt Miskunnarlaus og grípandi. 100 manns í gíslingu. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOLT 8-10 - SÍMI93-1540 300 AKRANES - ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.