Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 14
— Ég vil fara heim, snökti Trína. — Ég vil ekki vera lengur i þessu óhugnan- lega húsi! Jennifer var henni hjartanlega sammála. Á endanum komust þau loks alla leiðina inn. Börri komst ckki lengra en i forsalinn og þau þurftu að halda honum uppi því hann gat ekki staðið í fæturna. — Ég vonaðist til að þurfa ekki að sjá þetta bölvaða hreiður aftur. muldraði hann ógreinilega því varir hans voru stífar af kulda. — Bréfahólfin . . . þaðer eitthvaðdularfullt aðgerasl hcr. — Hvað ertu að segja? spurði Rikarður. Hann hristi höfuðið ringlaður. — Það eru fleiri en við hérna. Í morgun þegar ég . .. - Já? Börri skipti um skoðun. — Nei. mér hlýtur að hafa missýnst. Þau gáfusl upp þar sem það var augljóst að hann ætlaði sér ekki aðsegja meira. Trina sá lil þess að hann væri lagður i rúm og fengi tesopa og litiðeitt af mat. Lovisa hafði fundið niður suðuvörur i kjallaranum. Ríkarður hafði áhyggjur af Börra. Hann var hræddur um aðekki væri hægt aðbjarga höndum hans. Það kom að þvi að honum var orðið nógu heitt lil að hann gæti byrjað að skipa Trínu fyrir. Hún hentist fram og til baka. þess á milli hreytti hann út úr sér ruddalegum athugasemdum um frostsprungið andlit hennar og grál- bólgin augun. Ríkarður varð reiður. — Þú hefur ekki aðeins stofnað lífi okkar. sérstaklega konu þinnar, i hættu með forkastanlegu fótboltaæði þinu heldur hefurðu valdið dauða ungs manns þvi við getum ekki haldið áfram leitinni án bess aðokkur kali. Nú skalt þú koma al- mennilega fram við Trinu eða mér er að mæta! — Taktu því rólega! sagði Börri háöslega. — Ef þú hefur mikinn áhuga á henni þáskaltu bara.. . — Reyndu nú að halda kjafti! sagði Rikarður. — Segðu okkur hvað gerðist. Hefurðu ekki gert þér grein fyrir þvi að héreralvara á ferðum? Börri starði æstur á hann en róaðist þó innan stundar. Þau voru öll stödd inni i herbergi þeirra hjónanna. Trina sat á enda rúmsins og grét. Hin sátu eða stóðu þarsem pláss var I herberginu. — Ég lagði af stað um áttaleytið. sagði Börri skapillur. — Það hefði verið auðvelt að finna veginn ef stormurinn hefði ekki magnast. Ég villtist en fann langferðabílinn eftir um það bil klukkutíma. Ég veit ekki hvar ég var fram að þeim tíma. Mér var svo kalt að ég settist inn í bilinn, en þar var engan hita að fá. Ég uppgötvaði það fljólt að ég myndi aldrei finna aðalveginn. svo það var ekkert annað að gera en koma aftur hingað á hótelið. Ég sá spor nokkr- um sinnum en hvort það voru min spor eða Sveins. ja. það veit ég ekki. — Sveinn er nokkuð kunnugur hér um slóðir, er það ekki, lvar? spurði Rikarður eftirvæntingarfullur. — Jú. hann hefur meiri möguleika á að finna aðalveginn. svaraði ívar. Það varð þögn i herberginu. Þau gerðu sér öll grein fyrir þvi að það var fyrir einskæra hcppni að Börri fannst. Það var vonlaust að fara út aftur. Trína og Lovisa fóru út i eldhús til að útbúa morgunmat. Hin fóru hvert í sina áttina. Ríkarður fór með Jennifer til her bergis hennar til að athuga hvort hún væri kalin. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir þig. Jennifer? spurði hann um leið og hann athugaði andlit hennar. — Þú likist sjálfri þér. en samt ertu einhvern veginn svo breytt. Ég skil þetta ekki. Hvernig hefurðu haft það i öll þessi ár? — Ég hef haft það ágætt. svaraði hún. — Hefurðu átt einhvem góðan vin? — Nei. Hún horfði ekki á hann. Ríkarður tók eftir að það sem áður hafði gert hana lika álfamær hafði þróast út i eitthvað blitt og fallegt. En aðeins á meðan hún leit undan. Um leið og hún leit til hans með þessu ráðvillta og barnalega augna- ráði minntist hann fortíðarinnar aftur. Nei. Jennifer átti ekki kærasta. Hún virtist gjörsamlega ókunnug staðreyndum lifsins — eða ætti fremur að segja staðreyndum ástarinnar. hvernig ungir menn urðu hrifnir af stúlkum. sem þó voru ekki jafnflóknar og hún. — Hefurðu verið mjög einmana. . . ? spurði hann gegn vilja sinum. Örskamma stund varð hún hnuggin en svo brosti hún og sagði: — Hvað með þig. Ríkarður? Þú virðist vera orðinn miklu harðari af þér. já. eiginlega bitur og kaldhæðinn. Hann forðaðist að horfast í augu viö hana. — Þaðer bara núna. — Einhver kona? spurði hún lág- mælt — Já. hvaðannað? — Viltu ekki segja mér frá þvi? Allt i einu fannst honum eins og það yrði léttir fyrir hann að segja Jennifer frá Marit. Hún hafði alltaf haft áhuga á velferð hans. í þetta skipti gat það ekki komið honum i klipu. Þar að auki var hún orðin eldri og reyndari. — Já, ég var mjög reiður þegar ég Ellef u dagar í 14 Vikan 4«. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.