Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 7
Vesturheimskrónika orrusta stóð um trúboðsstöðina Alamó i borginni San Antóníó. Þar féll þjóðsagnapersónan Davíð Krokkett sent Walt okkar Disney hefur endurvakið með hasarblöðum og ballöðusöng. Alls munu sex fánar hafa blakt yfir fylkinu á skömmum tíma. Þá er Texas frægasta sögusvið i Vesturheimi fyrir skotglaða kúreka og úilegumenn. Vikan heimsækir skemmtigarðinn Sex flögg og fær sér ný kúrekastigvél til hátíðabrigða. Unt nóttina setur að henni hroll því daginn eftir liggur leiðin aftur til Nýju Jórvikur. Heimferðin er hafin. Þaðer fallegra í Texas fyrir bragðið. Rúsína í pylsuendann New York andar köldu að vanda þegar Vikan rennir i hlað á heimleið á norðurhvelið. Af fyrirhyggjuleysi gleymdi Vikan að bóka sæti til heima- landsins og vegna ásóknar i hálfstopular samgöngur við umheiminn sá hún frant á fimm nótta bið í borginni. Tilhugsun um slíka biðstöðu á þessum stað var Vikunni um megn og því þáði hún þakksamlega aðstoð frá starfsliði Flug- leiða við að eyða biðtimanum á sólvermdum baðsandi á Flórídaskaga. Þannig hlaut hún óvænta uppbót á vinsælum baðstað íslendinga og lagði af stað strax um nóttina með áningu í þrumuveðri í Atlantaborg. Þar gekk eitt slagveðrið enn yfir Vikuna á heinta- slóðum Carters forseta en hún kærði sig - kollótta því sólargeislinn frá Flórida svíkur engan þegar mest á reynir. Miami er tæplega gleðiborg eða skemmtistaður að hætti nátthrafna og glaumverja. Frekar er borgin sniðin að þörfum eldra fólks sem vill njóta veður- sældar i sólskini án þátttöku í nætur- iðnaðinum. Þá er vel séð fyrir þörfum fjölskyldufólks í sumarleyfi og góður staður fyrir börn að leik við ströndina. Flugleiðir hafa sérstakan ræðismann á Miami til að vera farþegum sinum til halds og trausts i sólarleyfinu. Skipu- lagðar eru ferðir á hefðbundna staði i nágrenninu svo sem sædýrasöfnin sem alls staðar njóta vinsælda. Þá er stutt I Disneyheima sem er glæsilegt framhald á Disneylandi vestursins. Hótelin sent Islendingum standa til boða i hópferðunt eru jafngóð og best verður á kosið. . Vikan svaf sinar fintm nætur á Konoverhóteli sem áður hét Playboyhótel og var i eigu þess merki- lega fyrirtækis. Þar eru góðir veitinga- salir og skemmtiprógrömm ásamt verslunum i kjallara en útifyrir er gott næði til sóldýrkunar. Vikan lét fara vel um sig á Flórida- skaga og hélt heim á leið við svo búið og hlupu engar snurður á heimferðina. I Frihöfninni fengust hins vegar enga salt- töflur þann daginn og aðeins ein tegund af öli. Þeir verða að fara að t ■ herða sig þarna i Frihöfninni. k—i ELECTROLJUX HRÆRIVÉLIN ER FRAMLEIDD EFTIRTILSÖGN HÚSMÆÐRA í 112 ÞJÓÐLÖNDUM Ef til vill ert þú ein þeirra! Með því að fylgjast stöðugt með ábend- ingum og kröfum notenda í áratugi hefur Electrolux tekist að framleiða eina full- komnustu hrærivél sem völ er á. Það eru því engir nýgræðingar. sem nú senda frá sér nýja gerð hrærivéla. Nýja gerðin er með veggfestingu og bætir því enn við kosti hinnar eldri. Komdu í Vörumarkaðinn og kynnstu Electrolux! STARFSKYNNING Hvernig er með eftirlaunamálin? Hafðu ekki svona hátt, Boggi, ég hey ri ekkert í henni Sigrúnu Stcfánsdóttur. Komdu Snati, mér er orðið kalt á tánum. 48. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.