Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 51
Draumar Að dreyma sig feigan Kœri drawnráðandi Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er svona: Mér fannst ég vera stödd í skólanum sem ég var í í fyrra- vetur og ég var að kyssa kennslukonuna mín bless því ég átti að deyja þá um daginn. Það var eitthvað að blóðinu í mér. Svo fannst mér ég fara um allt þorpið þar sem ég á heima og kveðja alla vini mína. Mér fannst ég vera að kveðja bestu vinkonu mína og bað ég hana að láta strák sem ég var með (hann býr fyrir sunnan) fá hálsmen — hjarta með nafninu mínu grafið í. Bað ég hana að láta hann hafa það til minningar um mig. Fór ég síðan að gráta óstöðvandi gráti sem ég vaknaði svo við. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. H. P.S. Mér fannst að ég biði bara eftir því að deyja. Að dreyma sig deyjandi eða feigan er yfirleitt góðs viti. Þú verður langlif og heilsast vel. í það minnsta er óliklegt að þú þjáist nokkurn tíma af blóðsjúk- dóminum sem þig dreymdi. Önnur tákn í draumnum eru einnig fyrir góðu. Gjöfin sem þú baðst vinkonu þina fyrir til stráksins — hjartað með nafninu þínu á — boðar þér ást og hamingju í sambandinu við hann. Grátur er ætíð fyrir gleði, því meiri þvi betra. Ef til vill gæti feigð þín í draumnum verið fyrirboði þess að þú giftist eða lofist fljótt og farsællega. Hvað sem öðru líður geturðu horft björtum augum til framtíðarinnar. Lík í sjó og ástarjátning Ég var að kíkja út um gluggann við dyrnar og horfði út á sjó. Þá kom ég auga á lík í strigapoka í sjónum, hljóp upp í eldhús og kom varla upp nokkru orði. Ég gat sagt við strák sem ég er hrifin af (köllum hann I): Ég sá, ég sá . . . . Ég gat ekki sagt meir. Ég stóð þarna og grét, horfði á I og égsá að það komu tár í augun á honum. Ég benti honum að koma og sýndi honum líkið. Svo opnaði ég dyrnar og hljóp eitthvað út. Eg hljóp hratt en hann var langt á eftir mér. Hann kallaði og sagði mér að bíða. Ég stoppaði, svo sá ég fullt af fólki en sá að mömmu vantaði. Ég hélt að mamma vceri líkið og ég öskraði: Mamma, hvar ertu? (Þetta var svo eðlilegt.) I stóð við hliðina á mér. Þá sagði I: Ég elska þig. Þá féll ég í yfirlið. Ég vaknaði við að einhver tók utan um mig. Það var I. Hvenær kemur mamma? spurði ég hann. Hann segir: Á fimmtudaginn. Þttnnig endar draumurinn. (Mamma er fyrir sunnan og kemur á fimmtudaginn.) Viltu birta þetta fyrir mig, ég hugsa svo oft um þetta. Með fyrirfram þökk. G. N. I. Áhyggjur og óskir vökunnar birtast mönnum ósjaldan í draumi í líki ýmiss konar atburða. Draumar af því tagi bera ýmist keim af martröð eða eru ævintýri líkastir eftir atvikum. Draumur þinn er sambland af hvoru tveggja. Þannig draumar hafa einatt lítið táknrænt gildi. Með þeim fyrir- vara má segja að draumurinn boði þér einhver leiðindi í sambandi við ástamál. Sagt er að dreymi ungt fólk að það sjái lík sé það fyrir misráðinni giftingu. Ekki er víst að það eigi við hér, en ætla má að þú eigir í vændum óhamingjusamt ástarævintýri. Málið veldur þér hugarangri en þú átt erfitt með að horfast í augu við það og reynir að sleppa frá því. Ólíklegt er að strákurinn I endurgjaldi hrifningu þína og að þú hafir mikið saman við hann að sælda í framtíðinni. Framtíðin í draumi Kæri draumráðandi. Mig dreymdi undarlegan draum og langar að vita hvað hann þýðir. Mér fannst ég vera stödd á vinnustað mínum í herbergi sem ég vinn í og þar voru stödd einn maður og kona sem ég vinn með. Einnig var þar eldri kona sem mér fannst ég þekkja (en ég þekki ekki í rauninni). Maðurinn og konan voru stödd í hinum enda herbergisins, en ég og þessi kona vorum að tala saman og hún sagðist ætla að spá fyrir mér og biður mig að slökkva Ijósið, sem ég geri. Þegar ég slekk verður myrkur og ég heyri konurödd og sé birtu fyrir ofan konu og þær tala saman. Ég fer nær en skil ekki það sem sagt er. Svo þagnar röddin og konan snýr sér að mér og réttir mér löng flauelsbönd sem voru fest saman í annan endann. Þau voru fjögur. Þrjú jafnbreið og löng, en eitt styttra og mjórra. Eitt var hvítt, annað Ijósgult, þriðja Ijósdrappað og það fjórða, sem var minna og mjórra, var Ijósblátt og var inn á milli hinna. Konan segir mér að þetta sé framtíð mín. Þá finnst mér maðurinn og konan koma til okkar og biðja hana að spá fyrir þeim og allt í einu var ég lögst upp í rúm með manninn við hlið mér og fannst mér það óþægilegt. Ég rauk upp og sagðist þurfa að fara út í sjoppu. Fór ég þá fram í sal og sá að ég hafði slökkt í salnum líka og fólkið sat í myrkrinu og vann. Ég kveikti og fór út. Þegar ég kom í sjoppuna keypti ég súkkulaði ogsleikibrjóstsykur. Allt íeinu kemur einhver strákur og rlfur I handlegginn á mér ogsnýr upp á. Eg hljóða upp og bið hann að sleppa. Síðan sný ég mér að honum og horfi fast í augun á honum og segi: Ég kann að meta stríðni, en svona stríðni kann ég ekki að meta. Þar með var draumurinn búinn. Með fyrirfram þökk. Þessi draumur er sérkennilega táknrænn en ekki að sama skapi auðveldur í túlkun. Kjarni draumsins er spádómurinn og eins og í draumnum boða flauelsböndin fjögur hin ýmsu skeið ævi þinnar. Þú verður langlif, ævi þín farsæl og ekki mjög stormasöm. I framtíðinni mun lífsstaða þín batna. Þín bíða aukin fjárráð og góð heilsa. Þó munt þú þurfa að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika. Bláa bandið merkir lausn frá áhyggj- um og erfiðleikum. Þar sem það var inn á milli hinna bendir það til þess að erfiðleikar þínir séu tímabundnir. Ef þú lætur ekki bugast nærðu oftast því marki sem þú setur þér. Vinnustaðurinn, fólkið og myrkrið eru ekki tákn. Fremur má segja að þetta myndi eins konar „umgjörð” um drauminn. Síðari hluti draumsins er úr tengslum við hinn. Hann er að öllum líkindum merkingar- laus, að minnsta kosti ef þig hefur dreymt hann i svefn- rofunum. Sælgæti í draumi er fyrirboði góðs. Ef aðstæður þínar eru erfiðar nú þá boðar hann breytingar til góðs, jafn- vei þótt útlitið sýnist svart í augnablikinu. Stríðnin eða hrekkurinn er að sama skapi fyrir einhverjum ávinningi. Ef marka má þennan seinni hluta draumsins er hann fyrirboði atburða í náinni framtíð. 48. tbl. Vlkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.