Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 58

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 58
Texti: Guðfinna Eydal Það hefur stundum verið sagt að maðurinn endurfæðist þegar hann verður kynþroska. Með þessu er gjarnan átt við að þær breytingar sem eiga sér staðá gelgjuskeiði geri einstaklinginn að allt annarri manneskju en hann var áður en breytingin átti sér stað. Líkamlegar breylingar gelgjuskeiðsins eru einnig ofl svo áberandi að hvorki unglingurinn sjálfur né aðrir í umhverfi hans þekkja hann fyrir sama einstakling og áður. Breytingar á líkamsstarfsemi gelgju skeiðsins geta tekið mörg ár og er oft talað um að þær nái yfir 5-7 ára timabil. Litum á helstu breytingarnar. Mismunur á kynþroska stúlkna og drengja Nú á dögum er yfirleitl talið að stúlkur verði kynþroska um 11-13 ára aldur og að kynþroski drengja hefjist heldur seinna. Kynþroski beggja kynja er talinn hefjast fyrr nú á dögum en fyrir nokkrum áratugum. Það er hins vegar mjög mismunandi hvenær kynþroski hefst og stundum er hægt að sjá merki þess að stúlkur byrji að verða kynþroska við 9 10 ára aldur en aðrar miklu seinna. kannski ekki fyrr en við 16-17 ára aldur. Það sama er hægt að segja um drcngi. kynþroskalimabil þeirra getur einnig náð yfir um sjö ára skeið og er timabilið 11 -18 ára gjarnan nefnt í því sambandi. Kynþroskinn er oft miðaður við þær breytingar sem koma i kjölfariðá þvi að Þegar unglingar verða kynþroska stulkur byrja að hafa blæðingar og drengir fá. sáðfall. Hjá báðum kynjum breytist líkamsvöxtur og stækka bæði stúlkur og drengir. Likamsvöxtur breytist einnig verulega hjá stúlkum og verður hann ávalari og brjóst þeirra byrja aðstækka. Eitt af áberandi táknum drengja á kynþroskaskeiði er að þeir fara í mútur. Það er yfirleitt ekki talað um að stúlkur fari í mútur, en engu að síður breytast oft raddir stúlkna þannig að þær verða dýpri, enda þótt breytingin sé engan veginn eins greinileg og hjá drengjum. Kynfæri beggja kynja stækka og breyta um lögun á kynþroskatímabilinu og hárvöxtur i kringum kynfæri kemur oft tiltölulega snemma i Ijós hjá báðum kynjum. Skeggvöxtur drengja kemur oft ekki fyrr en seint og þeir gela verið kynþroska að öðru leyti þó að skegg- vöxtinn vanti. Hjá flestum unglingum á gelgjuskeiði eykst svitaframleiðsla. og margir kvarta um svita í kringum handarkrika og á höndum. Einnig heyrast oft kvarlanir um bólur og óhreina húð, ásamt feitu hári, sem stafar af því að kynhormónar örva framleiðslu fitukirtlanna. Unglingar eru oft haldnir miklum kvíða yfir þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á gelgjuskeiði og þeir eru mjög næmir og hörundssárir gagnvart öllu sem snertir útlit þeirra. Margir unglingar hugsa um hvort þeir þroskist eðlilega og hafa áhyggjur af þvi að þroskast annaðhvort of snemma eða of seint, þegar þeir bera sig saman við kunningjana. Slikar áhyggjur gela aukið á næmi þeirra gagnvart athugasemdum frá umhverfinu og getur smáathuga- semd frá vinum eða fullorðnum um útlit haft mjög særandi áhrif á ungling. Kynferðismái unglinga Samfara kynþroska koma ýmsar hugleiðingar um kyóferðismál. Ungling- ar nú á dögum virðast tala heldur meira og opnara um ýmis kynferðismál en tiðkaðist hér áður fyrr. Þetta þýðir þó engan veginn að unglingar hafi sömu afstöðu eða fylgi sama siðferðilega mati þegar kynferðismál eiga í hlut, en segir einungis til um að ætla má að aðeins meira frjálsræði riki i þessum málurn en áður. Unglingar fá hins vegar ekki mikinn stuðning og upplýsingar frá full- orðnum i kynferðismálum og hefur það i för með sér að þeir verða nær eingöngu háðir þeim skoðunum og hegðun sern ríkir hjá öðrum unglingum. Unglingar bera reynslu sina á kynferðissviðinu gjarnan saman og það virðist ekki óalgengt að farið sé út i samanburð á þvi hvort byrjað sé að hafa samfarir eða ekki. Sumir unglingar eiga það til að gera mikið úr reynslu sinni á kynferðissviðinu og getur það verið háð því að þeir halda að aðrir í þeirra hópi hafi ákveðna kynferðisreynslu og að þeir vilja ekki sýnast minni. Hópþrýslingur. sem er sérlega sterkur á unglingsárum. getur orðið þess valdandi að unglingar byrja á samlífi fyrr en þeir vildu í rauninni sjálfir. Enda þótt oft sé talað um að reynsla unglinga af kynlifi byrji fyrr en áður merkir það ekki að flestir unglingar á aldrinum 13-15 ára hafi haft samfarir. Ef á heildina er litið sýna flestar rannsóknir á Norðurlöndum að aldur unglinga við fyrstu samfarir virðist vera lægri en fyrir nokkrum árum en að það sé heldur ekki óalgengt að unglingar hafi ekki kynferðislega reynslu fyrir tvitugt. Það hefur einnig komið i ljós að það virðist vera háðara þvi samfélagi sem ungling- arnir alast upp i og þvi umhverfi og þeim hópi sem þeir tilheyra innan samfélagsins hvenær þeir fá sina fyrstu reynslu á kynferðissviðinu fremur en hvenær unglingarnir verða kynþroska. ii LOXJ *• Vlkan 4«. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.