Vikan


Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 71

Vikan - 27.11.1980, Blaðsíða 71
Valborg Ingólfsdóttir, Eyjum, Kjós, 280 Evrarkoti, og Svanhvít Kristjánsdóttir, Grjóteyri, Kjós, 280 Eyrarkoti, eru 15 ára og óska eftir að skrifast á viðstráka á aldrinum 15-16 ára. Áhugamál eru hestar, böll og strákar. Edda Björk Sigurðardóttir, Fögru- brekku 38 Kópavogi, óskar eftir pennavinum (strákuml á aldrinum 17-19 ára. Húner 16 ára. Raju, P.O. Box No. 8498, Salmiak, Kuwait, óskar eftir pennavinum. Hann er 18 ára. Áhugamál: pennavinir. tónlist. mótorhjól og líkamsuppbygging. Birthe Merhel Christensen, Meserodvej 22, DK-21OOKBH0, Danmark, óskar eftir að skrifast á við stráka. Skrifar ensku. þýsku og frönsku auk dönsku. Hún er 20 ára og áhugamál hennar eru iþróttir, ferðalög. póstkort og frímerki. Á fósturpabba, sem ég hata ... Kæri Póstur! Ég hef ekki skrifað þér áður. en nú finnst mér timi til kominn. Þannig er mál með vexti að ég á fósturpahha. sem ég hata. Hann er alltaf að skipta sér af öllu sem ég geri. Hann ákveður hvenœr ég á að koma inn á kvöldin o.sfrv. Mig langar oft að segja honum að vera ekki að skipta sér af mér. því að hann sé ekki pabhi minn. Hvað á ég að gera. ég er hálfhrædd við hann? Á ég að tala við pabha lalvörupahba) um þetta? Eða á ég að tala við mömmu? Mig langar oft að strjúka. en ég v'U ekki særa mömmu. Elsku Póslur. svaraðu mér. Ein hrædd. sem hiður eftir svari. Líklega er svo sannarlega tími til kominn að þú annaðhvort skrifir Póstinum eða trúir einhverjum fullorðnum fyrir vand- anum. Samband þitt við fósturföður þinn er greinilega ekki eins og það á að vera, en hvort þar er raunverulega hægt að kenna einhverjum einum um vandann er erfitt að dæma. ■Póstíirinn erekkipersónulegakunnugurá heimili þínu ogá því býsna erfitt með að dæma um hvorum megin hryggjar vandinn liggur, en telur þó líklegast að þarna sé margt sem veldur. Mjög algengt er að böm sem búa hjá fósturforeldrum eigi við ýmiss konar sálarflækjur að stríða og oft er þama alls ekki við fósturforeldrið að sakast. Viðhorf til fósturforeldra hafa ekki alltaf verið sem jákvæðust, samanber vondar stjúpur í ævintýrum, sem byrla fósturbörnum sínum eitur og gera þeim allt mögulegt til miska. Börnum getur fundist þau sjálf eitthvað afbrigðileg ef þau búa ekki hjá báðum foreldrum eins og svo margir aðrir. Sannleikurinn er þó oft sá að fóstur- foreldrinu er ekki síður vorkunn en barninu, því þrátt fyrir góðan vilja og sanna ást á barninu virðist uppskeran á stundum harla rýr. Ertu alveg viss um að þú hatir hann? Ef svo er. þá hvers vegna? Og hugleiddu líka hvor þeirra er í rauninni „alvöru- pabbi” þinn. Er ekki rökrétt að álykta að það sé sá, sem meira hefur af sér að segja? Væntumþykja er víst alveg örugglega ekkert sem kemur án fyrirhafnar, þú fæðist ekki með tilfinningar til ákveðinna manna. Þegar öllu er á botninn hvolft hljóta kynforeldrar að vega harla lítið miðað við þá sem ala önn fyrir hverjum og einum einstaklingi. Hugleiddu málin af sanngirni og reyndu að gera þér grein fyrir. hvort þú tekur kannski ekki full óstinnt upp fullkomlega eðlilegar áminningar einungis af því að þér finnst að uppeldi þitt komi fósturföðurnum ekkert við. Settu þig í hans spor og gerðu upp við þig, hvort þú sjálf vildir taka að þér barn annarra, elska það sem þitt eigið og annast að öllu leyti en uppskera svo viðhorf svipað því og þú sjálf berð til þíns fósturföður. í næstu Viku Næsta blað verður jólablað 1980, 96 síður að stœrð. Að vanda verður það troðfullt af ýmsu athyglisverðu efni og það sem nefnt er hór ó siðunni er aðeins lítið sýnishorn. Jólahár í nsestu Viku sýnum við fjórar mismunandi jóla-hárgreiðslur fyrir alla aldursflokka. -¥■ Bestu vínin — og þau lélegustu Nokkuð er um liðið siðan Jónas Kristjánsson gaf umsögn um lóttu vinin, sem fóst hór í Ríkinu. Nú bætum við úr þessu, þvi í næstu Viku ræðir Jónas um hvað ó boðstólum er, kosti þess og galla, og hvað á við hverju sinni. ¥ Smásagnakeppni Vikunnar — 1. verðlaun Gífurleg þótttaka varð i smásagnakeppni þeirri, sem Vikan efndi til fyrr á árinu. En dómnefnd hefur lokið störfum og í næstu Viku kynnum við fyrstu verðlaunasöguna. ¥ Litast um í kirkjum landsins Oft hefur verið af þvi látið, hve íslenskar kirkjur væru hver annarri likar og snauðar af öllum gersemum og fögrum búnaði. Er þetta rótt? — Vikan hefur rætt við nokkra aðila sem þekkja þessi mál út í æsar og við birtum líka fjöida mynda. ¥ Haukur Morthens Enginn dægurlagasöngvari hefur staðið sig i líkingu við Hauk Morthens, sem áratugum saman hefur verið á toppnum. Vikan heimsækir kempuna og ræðir við hann um feril hans og líf. -¥ Jólaföndur Margur hefur þann háttinn á, þegar hann fer að undirbúa jólin, að búa til ýmiss konar skreytingar og figúrur með eigin höndum. Við lóttum undir með þeim sem þennan vana hafa með vönduðum föndursiðum. 48. tbl. Vikan 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.