Vikan


Vikan - 11.12.1980, Side 2

Vikan - 11.12.1980, Side 2
Margt smátt Viðskipta- þrillar Kannski ný bókmenntagrein verði íslenskum rilhöfundum áhugaefni á næstu árum. Danskur bókaklubbur boðar þessar nýju bókmenntir innan tiðar og fylgir kynningunni úr hlaði með þessari málsgrein: ...við höfum áhuga á þvi að gefa út bækur í þeim tilgangi að sjá ykkur fyrir afþreyingu og skemmtun — en eru jafnframt úr þvi unthverfi sem tengist ykkar daglega amstri í vinnunni. Þær eiga að vera spennandi, efnisríkar og gerast i þvi umhverfi sem þú þekkir sjálfur af eigin raun eða i umhverfi sem hefur áhrif á daglega áætlanagerð þina. — fiármálaöflin eða stjórnmálaöflin i heiminum. Þess vegna höfum við i huga bækur sem . á gamansaman eða ádeilukenndan liátt gerast I viðskiptaheiminum, sögur sem fjalla unt mikilvæg málefni viðskipt- anna og endurminningar eða ævisögur þekkts fólks úr fjármálaheiminum." Því miður gerir þessi bókaklúbbur ekki betur en að gefa fyrirheit um þetta heillandi lesefni og segir að þó bókmenntir af þessu tagi séu staðreynd I hinum engilsaxneska heimi sé ritun þeirra á bernskuskeiði á Norður- löndunum. Svo meðlimum bóka klúbbsins verður enn um sinn haldið í helgreipunt efans, en hver veit nenia úr rætist innan skamms og Danir fái að njóta viðskiptaþrilla eins ogengilsaxar. 19 örugg ráð til að drepa . . . nýjar hugmyndir 1 Við höfum reynt þetta áður. 2 Þetta er of dýrt. 3 Þetta er utan mins verkahrings. 4 Hér er ekki timi til að sýsla við svona hluti. 5 Þetta er alltof róttæk breyting. 6 Við skulum halda okkur við jörðina. 7 Því aðbreyta? Þetta gengur jú eins og það er. 8 Þú ert auðsjáanlega tveim árurn á undan tímanum. 9 Þaðererfittaðkennagömlum hundi að sitja. 10 Ekki svo slæm hugmynd, en ófrarn- kvæmanleg. 11 Það verður hlegið að okkur. 12 Farðu nú ekki að tala um þetta aftur. 13 Erekki réttaðsetja nefnd i málið? 14 Hefur þetta verið reynt annars staðar? 15 Eigunt við ekki að kanna þetta nánar áður en lengra er haldið? 16 Þetta blessast aldrei. 17 Svona breytingar eru of þungar i vöfum. 18 Þetta mun aldrei borga sig. 19 Við höfum alltaf gert þetta svona. .. allt er á hverfanda hveli, síöan páfi leyföi prestum að gifta sig .. 2 Vikan SO.tbl. Hvar er Breiðholt ???? » • ■ ■ Reykvíkingur var spurður að því al sveitunga sínum hvar Breiðholt væri. Sá fyrrnefndi leit á spyrjandann. forviða yfir fávisku hans. „Nú. það er auðvitað þarna uppfrá — uppi í Breiðholti. Vissulega má til sanns vegar færa að Breiðholt sé I Breiðholti. Breiðholt er ibúðahverfi i suð-austur Reykjavik. lEða er Reykjavík I norð-vestur hluta Breiðholts?) Bærinn sem hverfið er kennt við stóð þar sem gróðrastöðin Alaska stendur. Hins vegar vita ef til vill færri að Breiðholt er líka annars staðar i Reykjavík. Hús með því nafni er við Hringþrautina neðanverða rétt hjá Sölufélagj garðyrkjumanna. I Villinga- holtshreppi í Árnessýslu er enn fremur bær sem nefnist Breiðholt. Auk þess bera. að minnsta kosti 7 bæir viðsvegar um landið nafnið Árbær — en það er nú allt önnur saga. Ekki goðgá að geta Goðgár Ef það vefst fyrir einhverjum hvaða hópur er hér á ferðinni skal það upplýst að hér er á ferðinni nýendurreist hljómsveitin Goðgá. Hljómsveitin er tveggjaára unt þessar mundir en meðlimir hennar að líkindum eitthvað eldri og innan um eru þar á ferð þekkt nöfn. Nægir þar að nefna Mjöll Hólni, sem sér um sönginn. Menn minnast sjálfsagt laganna sern hún söng fyrir nokkrum árum, Mamie Blue og Jón er koniinn heim. Sitthvað nýtt niun á ferðinni hjá Goðgá og þau leggja áherslu á létta og hressilega dansmúsík og eflaust niunu niargir heyra i þeini á næstunni. „Tvöföld merk- ing" Lausnarorðið í „Tvöföld merking'' var „samheiti".

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.