Vikan


Vikan - 11.12.1980, Síða 4

Vikan - 11.12.1980, Síða 4
Texti: Þórey Ljósm.: Ragnar Th. Snið og teikn- ingar á bls. 60 Jóla-kerling úr striga i kerlinguna þarf: Veggfóður- striga í búkinn, vattkúlu (2,5 cm í þvermál) í haus, efnisbút i svuntu, filtefni í sjal og skuplu, tágar í handleggi, balsamviðar- bút í kerti og gullpappír í loga, fíngert garn í fléttur. Búkurinn er teiknaður á veggfóðurstrigann með penna eða tússi og klippt eftir strikunum( notið ekki uppáhalds- skærin þvi þetta getur farið illa með þau). Strigastykkið lagt saman að aftan eins og kramarhús — heft saman að aftan. Vattkúlan er lituð aðeins með blautum tepoka til að fé á hana húðlit. Gatiö á kúlunni er stækkað aöeins með blýanti, lím- borið og hausinn límdur á. Hand- leggirnir eru úr mjóum tágum, 8 cm. Tágarnar eru vættar aðeins og beygðar varlega. Tvö göt eru gerð í búkinn með blýantsoddi og tágunum stungið í (e.t.v. má nota pipuhreinsara í staðinn). Svuntan er klippt út, rakið úr neðst og límd á. Hárið er fléttað úr um 30 cm löngum þráðum 9-18 stk. eftir grófleika. Fléttan er límd á hausinn. (Kerlingin til vinstri er á þessu stigi.) Sjal og skupla eru sniðin úr filtinu (ath. að nota ekki tússpenna á filt). Klippt aðeins upp í sjalið. Skuplan er fest með límdropa ofan á hvirfilinn og undir „hökuna". Sjalið límt saman að framan. Kertið er gert úr balsamviöarbút 4-5 cm. Gert er far ofan í bútinn með nöglinni, kertaloginn klipptur úr með smáhaki sem fester í rifuna. Einnig má setja þurrkuö blóm og strá í fangið á kerlingunni. Og þá er hún klár. Föndrað og föndrað til jóla J HVAR FÆST FÖNDUREFNI? í jólaskrautið sem hór er sýnt er notað margs konar efni. Það kann að vefjast fyrir einhverjum hvar slíkt efni er fáanlegt. í versluninni Handíð við Laugaveg 26 í Reykjavík fengum við þær upplýsingar að þar fengist allt jólaföndurefni, þar á meðal tágar, balsamviður, föndurpípuhreinsarar og fleira. Vattkúlur og filt fæst og víðar. Tveir litlir tappar með jóla- sveinahúfur Efni: Korktappar, 5 cm langir, vattkúlur, 2.5 cm í þvermál, rautt filt, svartir föndurpípu- hreinsarar, tágar, hvítur lérefts- bútur. Húfurnar sniðnar og klipptar, saumaðar saman að aftan. Dúskur (sem klipptureraf tilbúnu dúskakögri) saumaður í toppinn. Vattkúlurnar málaðar með blautum tepoka. -Þegar þær eru þurrar eru augu, nef og munnur máluð 4 Vikan 50. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.