Vikan


Vikan - 11.12.1980, Side 7

Vikan - 11.12.1980, Side 7
Jólaföndur ÞRIR KATIR DAGAR Hér á dögunum tókst blaða- þiaður Vikunnar á hendur verk- efni nokkurt og hvíldi mikil leynd yfir. I anda sannrar rann- sóknarblaðamennsku brá hann sér á vettvang viðkomandi atburða. Undir hálffölsku yfir- skyni komst blaðamaður inn í innsta hring málsins og kynntist af eigin raun hvernig slíkir hlutir fara fram. Hér er um að ræða jóla- föndurnámskeið Heimilisiðnaðar- skólans, Laufásvegi 12, Reykjavík. Tók blaðamaður þátt í fyrsta námskeiði vetrarins. Nemendur voru 8 konur en því miður fjölmenna karlmenn ekki á námskeið af þessu tagi. Jólaföndurnámskeiðin hafa um langt skeið verið árviss atburður hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Kennt er þrjá daga, þrjá tíma í senn, ýmist morgna, kvöld eða um miðjan dag. Undir góðri leiðsögn er tekist á við sex verk- efni á meðan á námskeiðinu stendur. Sumir hlutirnir eru ákaflega einfaldir en aðrir flóknari, Nemendurnir voru misjafnlega fingrafimir og höfðu ekki allir jafnmikla reynslu á þessu sviði. Engu að síður tókst öllum að Ijúka með glæsibrag því sem sett var fyrir. Á jólaföndur- námskeiðinu ríkti gáski og einlæg sköpunargleði. Það var ekki erfitt að komast í sannkallað jólaskap, jafnvel þó nóvember væri þá rétt nýbyrjaður. Sumar höfðu á orði að þær vildu taka forskot á gleðina og byrja jólin strax! Hvað væru jólin án undir- búningsins? Ef ekki er farið út í öfgar varðandi bakstur og hreingerningar getur desember orðið einn ánægjulegasti mánuður ársins. Fórnið nokkrum smákökusortum fyrir föndur- stund og hafið börnin með í ráðum. Á meðfylgjandi myndum sést árangúr þessa ánægjulega verkefnis. Teikningar og vinnu- lýsingar fylgja með fyrir lesendur að spreyta sig. Góða skemmtun. Þöra Trygg vadóttir lölðbeinandi. 50. tbl. Vlkan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.