Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 30

Vikan - 11.12.1980, Page 30
Jólamyndirnar í ár Vikan kynnir það sem von er á í kvikmyndahúsum borgarinnar Að vanda kynnir Vikan lesendum sínum jólaglaðning kvikmyndahúsanna í ár. Ljóst er að von er á ýmsu góðu en mjög var misjafnt hve vel kvikmyndahúsin voru birg af kynningarefni um nefndar myndir þegar Vikan fór í vinnslu. í stað þess að miða kynninguna við það kvikmyndahús sem erfiðast átti með að láta kynningarefni í té tókum við þann kost að kynna hverja mynd fyrir sig eins vel og við gátum, innan skynsamlegra marka þó, til að veita lesendum eins góða þjónustu og okkur er unnt. Við erum ekki að dœma myndirnar, ekki að gæðaprófa þær, aðeins að safna saman upplýsingabrotum, öðrum til glöggvunar. Það er skemmtilegt til þess að vita að á góðu er von alls staðar og flestir ættu að geta fundið eitthvað viö sitt hæfi, sumir eflaust sitt af hverju. . . , Goða skemmtun! 30 Vikan 50. tbl. TÓIMABÍÓ Hárið eða Manhattan? tveir kostir — en góðir „Viö erum auðvitað bjartsýnir,” segir Ingvi Þór Amarson hjá Tónabíói þegar grennslast er fyrir um hvort stereo- samstæðan sem verið er að setja upp komist i gagnið fyrir jól. „En við höfum í bakhöndinni aðra ntynd og ekki síðri, ef Hárið og stereoið komast ekki í gagnið fyrirjól.” Þetta umrædda Hár kemur kannski einhverjum kunnuglega fyrir eyru. Og mikið rétt, það er hið eina sanna Hár sem flæktist út um allt fyrir áratug. Hárið sem Leikfélag Kópavogs sló í gegn með í Glaumbæ sáluga í Reykjavík. Hárið sem fjallaði um hippana og svoleiðis forngripi. Og það sem best er, kvikmyndin Hárið virðist hafa náð því að verða ný og fersk i þessari mynd Milosar Forman og samstarfsfólks hans. Svo er að minnsta kosti að heyra á erlendum gagnrýnendum. Hárið verður sem sagt á ferðinni i Tónabíói ef allar áætlanir standast um uppsetningu nýju hljómflutnings- tækjanna. 1 kjölfarið koma svo fleiri kvikmyndir sem njóta sín eingöngu í góðu stereoi. Nægir þar að nefna Apocolypse Now. Bakhandartrompið er ekki af verri endanum. Ef tækin komast ekki upp fyrir hátíðarnar verður Manhattan jóla- mynd Tónabiós. Þar er Woody Allen á ferð með mynd sem kölluð hefur verið endurbætt útgáfa af Anny Hall. Sú mynd hefur fengið verðlaun og viður- kenningu viða um Evrópu, Bodil- verðlaunin íDanmörkuog i Frakklandi var hún kosin besta erlenda myndin. Hún er bandarísk að uppruna, ekta Woody Allen að svo miklu leyti sem hægt er aðalhæfa um þann mæta ntann. í nýjustu myndinni kvað hann nefnilega draga dár að öllu og öllum og takast vel upp. En Manhattan er sem sagt búin að fá sinn dóm og hann góðan. Einhvern tíma á seinustu dögum fyrir jól verður gátan ráðin: Hver verður jóla- myndin í ár í Tónabíói. En við getum verið bjartsýn eins og þeir i Tónabiói. Woody Allen tekst alltaf afl koma sór I neyðarlegar kringumstœður (Manhattan). Eiginlega átti þetta að vera ósköp virflulegt bofl. Treat Williams dansar (úr Hórinu).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.