Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 34

Vikan - 11.12.1980, Page 34
LAUGARÁSBÍÓ XANADU- œvintýri í Laugarásbíói „Nei, þetta gengur ekki,” segist Grétar Hjartarson forstjóri Laugarás- bíós hafa sagt þegar hann sá myndina Xanadu í fyrsta skiptið — í mónó. Samt sem áður er myndin alveg prýðileg, það var ekki það. En hún er hreinlega byggð upp á stemmningunni sem góður hljóm- burður getur komið til skila. Xanadu er músikmynd og ævintýramynd og tónlist ELO (Electric Light Orchestra) þarf að fá að njóta sín til fullnustu. Sem betur fór sá Grétar myndina i réttu Ijósi, eða réttara sagt heyrði í réttum hljómi og síðan var ákveðið að setja upp „dolby”-kerfi i Laugarásbíói. Svo um jólin ættu gestir Laugarásbíós að geta notíð tónkræsinga framleiddra á fullkomnasta hátt. 12 hátalarar um allan sal og flókið kerfi að tjaldabaki sjá til þess. Og auðvitað verður kerfið ekki tekið niður þegar sýningu myndarinnar Xanadu lýkur. Síður en svo. Endurnýjun af þessu tagi mun vera mjög I takt við timann og fleiri myndir í „dolby” væntanlegar. Og það er kannski athyglisvert að fleiri en poppunnendur munu njóta góðs af því óperan Don Giovanni mun væntanleg í fullri lengd og hljóðsett í „dolby" og hver veit nema menn geti mætt sparibúnir á óperu- sýningu I Laugarásbíói. Kvikmyndin Xanadu er söngva- og ævintýramynd, lögin úr henni hafa hljómað í íslenskum eyrum lengi vel, Olivia Newton-John sem syngur sig inn í hjörtu ungra og aldinna syngur titillagið og leikur aðalhlutverkið. Mótleikari hennar er reyndar enginn annar en Gene Kelly, sem er ekki að upplifa sína fyrstu söng- og dansmyndavertíð. Hann hefur nefnilega komið við sögu ýmissa kvikmynda í gegnum árin og ekki alls fyrir löngu sýndi sjónvarpið einmitt eina þá allra sígildustu, Singing in the Rain. En nú er önnur öld, ekki kannski eins angurvær. og kvikmyndin Xanadu var auðvitað sniðin í takt við timann. Við ætlum auðvitað ekki að fara að rekja efni myndarinnar hér, en það ætti þó engan að saka að vita að það er mjög í anda ævintýra og rúlluskautaæðis. Og svo óskum við bara bíógestum góðrar skemmtunar. HÁSKÓLABÍÓ Airplane Jólamynd Háskólabíós verður að þessu sinni „AIRPLANE”. Hún segir frá flugi Trans American 209 frá Los Angeles til Chicago. Flugmaðurinn fær matareitrun, sömuleiðis aðstoðar- flugmaðurinn og stór hluti farþeganna. Einn farþeganna tekur að sér að lenda flugvélinni, með hjálp flugstjórnar- manna á jörðu niðri. Hljómar þetta kunnuglega? Það hlýtur að gera það! Þvi þetta er uppskriftin að mörgum „stórslysa- myndum" sem sýndar hafa verið við metaðsókn síðustu árin. — En „Airplane” er að þvi leyti ólík þeim „stór- slysamyndum”sem fram hafa komið, að hún gerir stólpagrín að þeim öllum saman. Og tekst bara vel að því Lundúna-dagblöð herma, en þar hefur myndin verið sýnd fyrir fullu húsi síðan í haust. Myndin er hugarfóstur þeirra félaga Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker, sem áður hafa unnið saman við gamanmyndina „The Kentucky Fried Movie”. Framleiðandi er Jon Davison, en stjórnandi myndatöku er Joseph Biroc. Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur um áhrifaríka myndatöku stór- slysamynda. Hann vann nefnilega óskarsverðlaun fyrir myndatöku í „Towering Inferno” sem sýnd var í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. GAMLA BÍÓ Drekinn hans Péturs Það má með sanni segja að barnaefni í kvikmyndahúsum borgarinnar sé smánar- lega lítið og lélegt. Eitt kvikmyndahús hefur þó nokkra sérstöðu í þessum efnum. Það er Gamla bíó sem sýnir eins og áður barnamynd um jólin. Hún nefnist Drekinn hans Péturs og er ævintýramynd með söngvum. Myndin er bæði leikin og teiknuð, gerð af Walt Disney félaginu 1977. Með aðalhlutverk fara Sean Marshall (sem leikur Pétur), söngkonan Helen Reddy, Mickey Rooney, Jim Dale, Red Buttons og Shelley Winters. Leikstjóri Don Chaffey. Drekinn hans Péturs fjallar um munaðarleysingjann Pétur og vin hans drekann. Drekinn er gæddur þeim eigin- leika að geta flogið, horfið og birst að vild. Pétur og drekinn lenda i ýmsum ævintýrum, koma hvor öðrum i smá- klandur og hjálpa hvor öðrum. Ekki er vert að rekja söguþráðinn. Allt bendir til að hér sé á ferðinni hin fjörlegasta mynd. Góð og saklaus skemmtun fyrir börn, foreldra, afa, ömmur, frænkur og frændur. 34 Vlkan f o. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.