Vikan


Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 36

Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 36
Ernst Backman er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann flutti til Reykjavikur 10 ára gamall á árinu 1961. Ernst hóf nám vió Myndlista- og handíöa- skólann i Reykjavik árið 1968 og útskrifaðist sem auglýsingateiknari árið 1972. Um haustið hélt Ernst til Stokkhólms þar sem hann stundaði nám i iðnhönnun (industriell formgivning) þar til hann útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Konstfackskölan I Stokkhólmi. Hvernig fór námið fram við Konstfackskolan? — Þetta var svo til einvörðungu verklegt nám. ég byrjaði til dæmis á að hanna tannbursta. Það er ekki eins og gengið sé beint í að hanna eitthvert fallegt form á tannbursta. Okkur var fyrirlagt að svara fyrst ýmsum grundvallar spurningum varðandi hönnunina. Byrjuðum við þess vegna á gagnasöfnun varðandi tannburstun og tannbursta. Við ræddum við og fræddumst af tannlæknum og öðrum sérfræðingum og söfnuðum öðrum faglegum fróðleik viðkomandi tannburstun. Síðan var pælt í einstökum hlutum tannburstans, eins og afstöðu burstans til hand- fangsins, hve langt handfangið þyrfti að vera, af hvaða gerð hárin gætu verið og svo framvegis. Eftir þessa undirbúningsvinnu. sem tók lólu verðan tíma, var byrjað að gera skissur að tann- burstum eins og þeir gætu orðið, síðan unnin upp og prófuð módel af tannburstum. Þá voru módelin endurbætt og loks lá endanlega útgáfan fyrir. Á sama hátt unnum við mörg önnur verkefni: brauðrist, tölvuskerm, baðherbergisinnréttingu, skrifstofuhúsgögn, lampa af ýmsurn gerðunt, eldhússtól, og þannig mætti lengi telja. Eitt sinn fengum við verkefni sem simafyrirtækið L. M. Ericson fjármagnaði, það var að hanna símtæki með símtóli sem hægt væri að festa með spöng yfir höfuðið, Ég vann einnig fyrir sænska sjónvarpið, gerði módel af senum vegna sjónvarpsgerðar Töfra- flautunnar. Sú mynd hefur verið sýnd hér i sjónvarpinu og er eftir Ingmar Bergman. Hefurðu fengið vinnu við þitt hæfi hérlendis? — Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Kannski get ég að einhverju leyti sjálfum mér um kennt, en samt held ég að það sé afar takmarkað að framleiðendur leiti til fagmanna um hönnun á iðnaðarverkefnum. Mestan áhuga hefði ég á að vinna við iðn- hönnun. Ég hef gaman af að vinna að þess 36 Vikan 50. tbl. háttar verkefnum og fylgja þeim eftir alveg þangað’ til farið er að framleiða hlutinn. Ég er til dæmis núna að vinna að hönnun svamphúsgagna og hef lagt fyrstu tillögur fyrir framleiðandann. Hann hefur gert sínar athugasemdir og nú er ég að endurvinna tillögurnar og breyta þeim til samræmis viðóskir framleiðandans. En því miður hef ég aðeins fengið einstök verk- efni við iðnhönnun og aðallega unnið fyrir mér meðauglýsingagerð. Og plötuumslag Utangarðsmanna flokkast undir auglýsingateiknun? — Já, ég þarf alls ekki að kvarta yfir að hafa ekki nóg að gera við auglýsingateikningu. Ég hef að undanförnu hannað plötuumslög fyrir Steinar hf., það fyrsta var umslagið fyrir plötu Oylfa Ægissonar og félaga. Meira salt. Yfirleitt hlusta ég fyrst á tónlistina sem verður á plötunni og reyni síðan að ná stemmningunni fram á plötuumslaginu. Það var mjög skemmtilegt að vinna umslagið fyrir Meira salt. Sjónvarpskvikmyndin og Ijósntyndirnar voru unnar saman i stúdiói. Fyrir einskæra tilviljun hafði ég fundið niðri við höfn flatbytnuna sem við notuðum. Hana skírðum við Halastjörnuna. í stúdióinu voru hengd upp ský. sem hægt var að hreyfa til, öldurnar voru festar á stengur og ýtt fram og til baka. Ég stóð við kýraugað og skvetti vatni á það og hafði líka langa stöng til að rugga bátnum. Fyrir plötu Utangarðsmanna höfðum við ákveðið i sameiningu að miða umslagið við eitt laganna, Hiroshima. Ég lagði siðan til að á bakhliðinni væri sprengjan sprungin og ekkert annað að sjá en geislavirk jarðnesk efni. Þannig varð til nafnið á plötunni, Geislavirkir. Siðan teiknaði ég skissur að framhlið umslagsins og Friðþjófur Helgason tók svart- hvitar Ijósmyndir af Utangarðsmönnum I stúdíói. Ég skeytti svo myndina sem varð fyrir valinu saman við Ijósmynd sem sýnir Reykjavík og Suðurnesin. Að því loknu litaði ég myndina og notaði sérstakan úðunarpenna, en þeirri grafísku aðferð hef ég beitt talsvert mikið að undanförnu. Þú miölar líka af þekkingu þinni? — Ég kenni auglýsingateiknun við Fjölbrauta- skólann i Breiðholti, alls 18 kennslutima á viku. 1 vetur hafa verið hjá mér 20 nemendur af lista- og viðskiptasviðum að læra leturgerð, auglýsinga- uppsetningu. myndbyggingu og fleiri undirstöðu- atriði auglýsingateiknunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.