Vikan


Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 38

Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 38
milljónum tonna af kornmeti til sérlega þurfandi ríkja eða að koma upp 500 þúsund tonna neyðarbirgðum af korni. Þessi barátta gegn hungri eflist ekki á meðan spekúlantar á kornmarkaðnum í Chicago, stærsta matvælamarkaði í heimi, geta áfram ákveðið hve mikill skorturinn verður í ríkjum þriðja heimsins. Baráttan gegn hungri hlýtur að liggja niðri á meðan orkugræðgi hinna ríku er látin ganga fyrir hungri þeirra fátæku. í vaxandi mæli nota iðnríkin næringarríkar matvælategundir til að framleiða orkugjafa fyrir bíla, og er þá ekki horft í það hve mikil orka hefur verið notuð til að framleiða þær matvæla- tegundir sem þannig er sóað. í Bandaríkjunum hafa fjölþjóða- fyrirtækið CPC-International og olíuhringurinn Texaco bundist samtökum um að byggja iðjuver. Þar verða fyrir árslok allra flest farartæki sem fyrst. Áformað er að einn fimmti hluti alls ræktarlands í Brasilíu verði tekinn undir sykurreyrsrækt, í því skyni að framleiða alkóhól til brennslu. Framtíðarsýnin er ekki beint aðlaðandi fyrir Brasilíu, sem þarf að flytja árlega inn sex milljónir tonna af kornmeti. Þar líður þriðjungur íbúanna næringarskort, og 400.000 börn deyja árlega, meðal annars vegna sjúkdóma sem væru þeim meinlausir ef þau fengju næga næringu. í Indónesíu er í smíðum tilraunaverksmiðja, sem á að framleiða 5000 tonn af lifrænu eldsneyti úr kartöflum. Á komandi árum mun fjöldi slíkra verksmiðja í landinu seðja orku- hungur Japans og færa Indónesum gjaldeyristekjur. Ástralíumenn kanna nú möguleikana á að breyta hveiti- korni í eldsneyti fyrir vélar. Önnur ríki svo sem Nýja- Sjáland og Suður-Afríka hafa á Orkubruðl með matvæli Jón Ásgeir tók saman Orkugræðgi ríkra þjóða eykur orkuskort þeirra fá- tæku. Næringar- ríkum fæðuteg- undum er breytt í eldsneyti fyrir bíla. Afskaplega lítið hef- ur verið gert til að nýta þá orku sem hægt er að vinna úr jurtaleifum og dýra- úrgangi. Hungri í heiminum er stjómað af miklum myndarskap. Hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) starfa 3000 manns í skrif- stofuhöll í suðurhluta Rómar- borgar. Kostnaður við rekstur þessarar stofnunar nemur nær þvi 3 milljörðum íslenskra króna (nýkr.) og er ekki mikið lægri en niðurstöðutölur fjárlaga íslenska ríkisins. Embættismenn FAO eru betur launaðir en gengur og gerist, og þeirra verkefni er meðal annars að sníkja hjá þróuðum iðnríkjum vorra daga næringu fyrir hálfan milljarð aðframkominna, sveltandi jarðarbúa. Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin ver því sem næst 12 milljörðum króna (nýkr.) í 1500 verkefni víða um heim. Byggð eru áveitukerfi í Indlandi, stund- aðar jarðyrkjurannsóknir í Sene- gal, og bændum í Burundi kenndar nýjar aðferðir við land- búnað. Ætlunin er að auka matvælaframleiðslu fátækra ríkja. Baráttan gegn hungrinu hefur ekki vakið miklar vonir. Ríku þjóðirnar hafa að vísu við hátíðleg tækifæri lofað ýmsum ráðstöfunum, sem ekki hafa komið til framkvæmda. Eitthvað hefur vafist fyrir stjórnvöldum þessara ríkja að framfylgja ákvörðunum um þá matvælaaðstoð að veita 10 1981 árlega framleiddar 230 milljónir lítra af alkóhóli úr maís. Eftirspurn eftir „gasoholi”, sem er blanda úr bensíni og alkóhóli (10 prósent), hefur aukist svo mikið 1 Bandaríkjunum að í aprílmánuði einum voru fluttar inn 46 milljónir lítra af alkóhóli. Menn spá nú að eftir 4-5 ár verði árlega dælt 75 milljörðum litra „gasohols” á tanka banda- rískra bensíndreka. í Brasilíu nemur þetta alkó- hólblandna bensín þegar 20 prósentum af allri eldsneytis- notkun þarlendra bíla. Þar í landi er sykur notaður til að brugga alkóhólið. Stefnt er að því að áféngisorka knýi sem „ORKUSÓUN" Þegar talað er um orkusó- un eða orkueyðslu í þessari grein er EKKI átt við að orkan hverfi eða hœtti að vera til. Orku er ekki hœgt að skapa eða eyða, aðeins breyta henni úr einni mynd í aðra. Við eigum því við að orkan NÝTIST EKKI þegar talað er um sóun. Og í raun og veru köstum við slíkri orku út í veður og vind. prjónunum áform um stórar alkóhólverksmiðjur, sem eiga að draga úr þörf fyrir innflutning á olíuvörum. Enginn ávinningur Því fer fjarri að ávinningur náist með því að vinna eldsneyti úr sykri, hveitikorni eða maís. Við vinnsluna eru notaðar vélar sem svelgja í sig orku. Rannsóknaniðurstöður sem birtust í vísindatímaritinu „Science” benda til að nettó- orkutapið við gerjun sykurs til að framleiða alkóhól sé 10 prósent. Hægt er að ná jafnvægi milli orkuöflunar og orkueyðslu, með því að áfengisverksmiðjan brenrii sykurreyrsleifunum til 38 Vlkan 50. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.