Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 39

Vikan - 11.12.1980, Page 39
Meginhluti nýtilegra jurtalerfa og dýraúrgangs fer forgörðum. Árleg oliunotkun i vestur-þyskum land- búnsði nemur 3-4 milljúnum tonna af brennsluolíu, en það er einmitt orkumagnið sem fer til spillis við að nýta ekki úrganginn. Hálmbrennsluofninn á efri myndinni er á búgarði í Holstein i Vestur-Þýskalandi. Háimurinn er þurrkaður til að losna við reykbruna. Hálmbalii sem vegur 400 kíló sparar 100 lítra af oHu. Á neðri myndinni sást kráreigandinn Martin Devich stafla „spýtnarusli" til að viðurinn sé þurrari þegar að brennslu kemur. Misskipting gœðanna upphitunar. Sólarorkan sem upphaflega varðveittist í sykur- reyrnum nýtist þannig öll áfram. Stórfelld orkusóun er ástunduð í landbúnaði iðnríkja vorra daga. Fyrr á öldum notuðu forfeður okkar sem veiðimenn og safnarar aðeins eina hitaeiningu til að afla sér matvæla sem gáfu af sér 50 hitaeiningar af orku. Þetta hlut- fall er öfugt í iðnvæddri land- búnaðarframleiðslu. Við sóum umhugsunarlaust 100 hita- einingum í byggingu og rekstur upphitaðra gróðurhúsa og uppskerum orkugildi einnar hitaeiningar — hvort sem það er í vínberjum, jarðarberjum eða kálhausum. Við úthafsveiðar á þorski og síld nýtist okkur aðeins einn tuttugasti hluti orkunnar sem iögð er í sjósóknina. Evrópskir úthafsveiðimenn þurfa þúsund- falt meiri orku en kínverskir bændur til að afla sama næringargildis í hitaeiningum. Kínversku hrísgrjónabændurnir gjörnýta alla þætti landbún- aðarins, þeir rækta jörðina með náttúrlegum áburði og beita einkum vinnudýrum og hand- afli. Sambandið milli næringar og orku getum við ráðið af okkar daglega brauði. Til þess að framleiða eitt kíló af hveiti- brauði eyðum við jafngildi þeirrar orku sem liggur í einum Íítra af hráolíu. En hitaeining- arnar í brauðinu jafnast aðeins á við fimmta hluta olíulítrans. Dráttarvélar, tilbúinn áburður, kornmyllur, deighnoðarar, bökunarofnar, pökkun, flutning- ur og sölubúðir éta upp fjóra fimmtu hluta orkunnar sem eytt er til brauðframleiðslunnar. Ef landbúnaður og matvæla- iðnaður væru alls staðar reknir eins og gert er í háþróuðum iðn- ríkjum myndu hráolíubirgðir heimsins endast í ellefu ár. Birgðirnar væru búnar árið 1992. Betri orkunýting í landbúnaði Einkum í landbúnaði er hægt S o. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.