Vikan


Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 40

Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 40
leiðslunni þurrkaður og síðan sendur til tígulsteinaverksmiðju í nágrenninu. Hjá þeirri verk- smiðju er kaffiúrgangurinn notaður sem eldsneyti í ofnana, og þessi samvinna hefur tekist svo vel, að margir erlendir sér- fræðingar hafa heimsótt fyrir- tækin til að kynna sér þessa úrgangsnýtingu. Ávaxtabændur í Vestur- Þýskalandi hafa tekið að nýta þann hita sem myndast við starf- rækslu kæligeymsla fyrir ávextina. Hitinn sem myndast við kælingu 3,3 milljóna tonna af eplum í Hamborg nýtist til að hita upp 1200 einbýlishús nær allan veturinn. Kælikerfin þurfa ekki að ganga í miklum kulda- köstum, og þá tekur olíuhita- veitan við. Margar mjólkurkælivélar eru þannig úr garði gerðar, að hitinn sem stafar frá kælingunni nýtist til að hita vatn. Úr 60 mjólkur- kúm er hægt að fá með þessu móti 900 lítra af 60 gráða heitu vatni. Sami fjöldi nautgripa nægir með sama móti til að hita upp heilt íbúðarhús. Nýting húsdýraúr- gangs Nautgripir, svín, hænsn og önnur húsdýr framleiða mikla orku. Rannsóknarstofnun nýræktarbýla við háskólann í Hannover hefur komist að þeirri niðurstöðu að þarlendis sé í hús- dýraáburði jafngildi 3 milljarða lítra af hráolíu. í þessum náttúrlega áburði er sama magn og sett er í jörðina af helstu efnum í tilbúnum áburði, svo sem köfnunarefni, kalium og fosfóri. Ástæðan er sú, að gripirnir neyta mjög mikils fóðurbætis sem erlendum gjald- eyri hefur verið eytt i. En þessi verðmæti náttúrlegi áburður nýtist afar lítið og mengar bara vatnið þar sem dýrin hafast við. Öll þessi vandmál má leysa í einu. Mykju-, orku- og um- hverfisvandamálin væri hægt að leysa með lyktarlausri gerjun skepnuúrgangsins. Nota mætti sýkla við að brjóta niður ómelt næringarefnin og önnur lífræn hráefni. Tvenns konar afurðir fást þannig: annars vegar öflug- ur áburður og hins vegar lífrænt gas. Loftframleiðsla sýklanna — einkum metangas — líkist jarð- gasi, gefur frá sér mikinn hita Reglubræðurnir hjá klaustri einu í Vestur-Þýskalandi nýta nautgripina vel. Á efri myndinni sést bróðir Bierwirt fyrir framan tvo turna þar sem mykjan úr 160 nautgripum er látin gerjast. Afurðin er lífrænt gas sem notað er til að hita, elda mat og knýja rafal. að endurnýta orku, í stað þess að brenna henni burt eins og til dæmis á sér stað við notkun olíu, jarðgass og kola. Árlega vex á jörðinni þvílíkt magn af jurtum, að fræðilega séð væri hægt að nýta 200 milljarða tonna af þurrum gróðri (til dæmis timbur og hey). í þessu magni felst tífalt meiri orka en mannkynið notar árlega. Vissu- lega væri aðeins hægt að nýta smáhluta af þessum risa- birgðum, en jafnvel í efnahags- lega vel stæðu landi eins og Vestur-Þýskalandi misferst nýting jurtaleifa og dýraúr- gangs, einkum vegna þekkingar- skorts og vöntunar á tækni. Meginhluti nýtilegs úrgangs af þessu tagi fer forgörðum. Sé haldið áfram með Vestur-Þýska- land sem dæmi, þá fer þar til spillis orka sem jafngildir 3-4 milljónum tonna af brennslu- olíu, og er það meira en árleg olíunotkun í þarlendum land- búnaði. Raforkuver sem brenndu jurtaleifum voru fyrr á árum aflögð í Hessen-fylki í Vestur-Þýskalandi, vegna þess að mengunarvarnir þóttu ónógar. Á tímum kjarnorku- vera ætti ekki að vera mikill vandi að koma í veg fyrir mengun frá strábrennsluverum. Samstarf tveggja fyrirtækja nálægt Bremen í Vestur-Þýska- landi hefur sannað gildi þess að nota jurtaleifar. Áður var 2500 tonnum af úrgangi frá kaffiverk- smiðju einni ekið beint á haug- ana. Núna er svarbrúnn úr- gangurinn frá kaffiduftsfram- 4* Vlkan 50. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.